Berklavörn - 01.06.1946, Side 34
STEFÁN VÍGLUNDSSON:
HRAFNINN
Við stóðum á palli vörubifreiðar, sem
þaut með ofsahraða niður Sogsveginn. Við
vorum á leið í tjaldstað eftir vel unnið
dagsverk. Regnið ýrði úr loftinu og poll-
ar voru víða á veginum, svo að gusurnar
gengu út frá bílnum. Á móts við Tanna-
staði hægði bílstjórinn allt í einu ferðina
og stanzaði svo alveg, svo að við hentumst
allir í kös fram á bílhúsið.
Við vissum ekki hverju þetta sætti, en
fengum brátt skýringuna, því að bílstjór-
inn þaut út úr bílnum og aftur fyrir hann.
Þá sáum við hvar hrafn bagsaði á vegkant-
inum. Bílstjórinn náði honum fljótlega,
kom með hann til okkar og sagði: „Illa
er hann útleikinn ,elsku vinurinn, önnur
löppin brotin“. Þetta virtist vera ungi,
horaður og úfinn og ógurlegur vargur.
Hann gargaði án afláts. Nú var réttur sett-
ur þarna á veginum og rætt um það, hvort
,snúa skyldi krumma úr hálsliðnum eða
græða beinbrotið og ala liann síðan upp
í guðsótta og góðum siðurn. Eiíginn vildi
verða til þess að drýgja rnorð á varnarlaus-
um fuglinum, svo síðari tillagan var sam-
þykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Héldum við svo aftur af stað með skjól-
stæðing okkar, sem virtist una sér hið
versta. Tjöld okkar stóðu undir Ingólfs-
fjalli, rétt austan við krossgöturnar, þar
sem vegurinn beygir niður að Ölfusá. Þeg-
ar komið var í tjöldin, var krummi tek-
inn til rækilegrar læknisskoðunar. Einn
okkar hafði lesið „Hjálp í viðlögum".
Hann gerði að meiðslinu, setti spelkur við
fótinn. Síðan létum við krumma inn í verk-
Steján Víglundsson.
færaskúrinn, gáfum honum ýmsar matar-
leifar og lokuðum.
Þetta kvöld ræddum við mikið um
hrafninn og hvernig haga skyldi uppeldi
hans. Ýrnsar voru bollaleggingar okkar og
ekki allar sem viturlegastar. Nafn gáfum
við fuglinum og kölluðum hann elsku vin-
inn. Leið nú nokkur tími. Elsku vinur-
inn þreifst vel, fóturinn gréri og uppeldið
gekk einnig ágætlega. Nú var Vinurinn
farinn að spígspora kringum tjöldin og
fara í smá flugleiðangra, en kom alltaf
fljótt aftur. Hann var orðinn feitur og
pattaralegur, en gerðist um leið matvand-
ur, í meira lagi. Bezt þótti honum nýtt
kjöt og niðursoðið. Brátt tókum við eftir
því, að það var ekki sama hvaðan niður-
soðna kjötið var, hann virtist þekkja dós-
irnar. Ef byrjað var að taka upp dós frá
Sláturfélagi Suðurlands, brást Vinurinn
æfareiður við. Allt fiður rauk fram á haus,
garg og skammir dundu á okkur og síðan
snaraðist hann út. En öðru máli var að
gegna, ef tekin var upp dós frá Kaupfélagi
Borgfirðinga. Þá kom Vinurinn hoppandi,
spígsporaði kringum þann, sem opnaði
dósina, spjallaði mikið og var hinn vin-
18
BERKLAVÖRN
I