Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 28

Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 28
Unnið var við sauma á kjólum, slopp- um, gluggatjöldum og teppum. Saumaverkstæðið komst fyrst í gang a£ öllum verkstæðum heimilisins og naut Jaeirra miklu hlunninda að flestar stúlk- urnar, sem þar unnu, höfðu eitthvað fengist við sauma áður. Enda hefur frant- leiðsla saumaverkstæðisins verið stöðug og trygg. Verkstæðið starfar nú nær eingöngu að kjólasaumi og hefur einnig haldið sníða- námskeið fyrir nokkrar af stúlkum sín- um. Er það von okkar, að þær stúlkur, sem Jiaðan fara, séu einfærar um að sauma utan á sig og sína. Verkstæðið greiddi stúlkunum 23.140.02 krónur í vinnulaun og var rekið með tals- verðum liagnaði. 4. Prjónastofa: 2 stúlkur unnu í 1504 stundir við prjón. Við höfðum gert okkur allmiklar vonir um þessa grein, en þær vonir brugðust vegna veikinda stúlknanna sem við prjónið unnu. Önnur fékk löm- unarveiki en hin varð að hverfa á hæli vegna berklanna. Mikil eftirspurn var eftir prjónavörunum, sem þóttu óvenju vand- aðar. Verkstæðið greiddi stúlkunum 6.399.56 krónur í vinnulaun og stóð undir sér. 5. Bólslraraverkstœði: 1 vistmaður vann 195 st. við bólstrun, var það aðallega við framleiðslu á dýnum fyrir heimilið og til sölu. Þetta var aðeins byrjun á starfsemi verkstæðisins, sem á fyrir sér að stækka að verulegu leyti í náinni framtíð. Verkstæðið greiddi 902.63 krónur í vinnulaun. Lítilsháttar halli var á rekstrinum. 6. Veiðafœragerð: 1 maður vann 512 stundir við netahnýtingu. Vinnuheimilisstjórnin hefur lengi haft liug á að vinna hér að gerð veiðafæra. Þótt hér sé nokkuð stórt á stað farið Joá vonum við að þessi grein starfseminnar eigi eftir að margfaldast áður en mörg ár líða. Verkstæðið greiddi 2.693.22 krónur í vinnulaun. Halli varð á netarnýtingunni. Auk vinnu á verkstæðunum unnu 10 vistmenn við rekstur heimilisins, 7781,5 stundir. Aðallega var unnið við Jrvott, vinnu í borðstofu, hreingerningar og fleira. Auk Jress var oft gripið til vistmanna við vinnu er frískar starfstúlkur unnu að jafnaði. Voru hér sem annars staðar örðu- leikar á að fá starfsfólk, en bjargaðist með því að grípa til vistmanna þegar verst var ástatt. Heimilið greiddi vistmönnum 31.325.00 krónur í vinnulaun. Við bókhaldið unnu 3 vistmenn 2388 stundir og við verzlun staðarins unnu 2 menn 731,5 stundir. 2 vistmenn unnu við málningu á húsum og framleiðslu í 915,5 stundir. Á RÉTTRI LEIÐ. Ég hef nú drepið á flest það, sem vist- menn unnu við á árinu. Sjá má að Jrað var margt og margþætt. þar sem þetta var fyrsta ár starfseminnar má geta þess nærri að örðuleikar voru á að koma Jressu öllu af stað á sama eða svipuðum tíma. En reynt var að lofa fólkinu, sem kom, að liafa um eitthvað að velja og þá einkum að hagnýta sér það ef einhver hafði áður starfað í iðngrein, sem hægt var að koma á fót. Flestir af þeim, sem kornu, höfðu ekkert unnið lengri tíma, sumir 9—12 mánuði aðrir höfðu ekki gert handtak árum sam- an vegna veikinda. Þótt vinnutíminn væri stuttur og tvískiptur með hvíld á milli, 12 BERKLAVÖHN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.