Berklavörn - 01.06.1946, Síða 20

Berklavörn - 01.06.1946, Síða 20
JÓNAS ÞORBERGSSON: Þeir, sem féllu, hafa líka sigrað Þegar við í dag efnum að nýju til átaks í berklavarnarmálunum, þá gerum við það með hugarbirtu þess manns, -sem reyndar sér mikið starf fram undan, en á sér vísan sigur. Þau eru ekki mörg, árin, senr liðin eru, síðan berklasjúklingar hófust handa um að hrinda fram einu stærsta og mikil- vægasta átaki í þessum málum. Heitir af hugsjón þjóðarkærleikans, líknarandans og fórnfýsinnar bundust þeir samtökum um að leysa eigin nauð og þjáningarbræðra sinna um alla framtíð. Upphafsvonirnar vöfðust reyndar í mörgum og torráðnum spurningum. Það virtist mundi verða með ólíkindum, að hópur sjúkra manna fengi orkað þjóðarátaki, lnundið fram stórvirki, slegið brú milli þeirra, sem sjúkir dæmast til vistar á heilsuhælum, og hinna, sem hraustir ganga til starfa. En blessun mannkærleikans hefur fylgt starfi þessara fórnfúsu hugsjónamanna. Þjóðin hreifst með. Árangrinum þarf ekki að lýsa í þessu máli. Allir vita, að rnikið hefur unnist á. En margir ganga þess duld- ir, að enn meira er óunnið, unz lokið verð- ur hinu fyrsta meginátaki. Samt horfum við sigurreif fram á leið. Hér eftir mun sóknin ekki stöðvast. Við munum i dag og jramvegis reyna það, að hugsjónir mann- úðarinnar og fórnfýsin eiga sér marga vini. IL Við horfurn fram á leið. Við sækjum ótrauð fram til lokamarks hins fyrsta mik- ilvæga áfanga, að fá lokið hressingar- og heilsuverndarstöðvum fyrir berklasjúka menn á leið þeirra frá vanmætti sjúkleik- ans til endurheimts lífs og starfs í vinnu- fylkingum þjóðarinnar. —■ Við sækjum fram, gamlir og ungir, heilir og vanlieilir. Æska þjóðarinnar, fórnfýsi góðra borgara, framtíðargifta lands okkar veitir málinu brautargengi til leiðarenda. Framtíðin er okkar, og við munurn sigra. En þeir, sem féllu í þessari baráttu, eða urðu óvígfærir, hafa líka sigrað. Hér skulu ekki verða þulin nöfn. Þó verður fortíð- arinnar í vinnuheimilismálinu ekki getið án þess að minnst sé frumherjans Andrésar Straumlands. Þegar allt er metið, eigum við honum meira að þakka en öllum öðr- um til samans. Sá, sem reisir merki, fylkir liði og brýtzt fram fyrsta spölinn, er hirin raunverulegi faðir sérhvers afreks. Engan mann hef ég þekkt gæddan ákjósanlegri hæfileikum til slíkrar forustu en Andrés. Fór þar saman óbilandi fórnfýsi og starfs- vilji, þrautseigja og hófstilling. í dag vott- um við honum heita þökk í starfi. Og við þökkum svo mörgum öðrum ótrauðum liðsmönnum, sem nú eru horfnir úr fylk- ingunni. Sigur okkar verður líka sigur þeirra. Jónas Þorbergsson. Faðirinn: Ég lield, að þú ættir ekki aS giftast honum Páli Pálssyni. Hann er bæSi fátækur og ófriSur. Dóttirin: Já, en hann hefur tveggja manna vit. FaSirinn: Nú, ef svo er þá eigið þið vissulega mjög vel saman. 4 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.