Berklavörn - 01.06.1946, Side 29
Yngsti vistmaSurinn
viS rennibekkinn.
hlutu það þó að vera allmikil viðbrigði
fyrir fólkið að koma úr fullkominni hvíld
og hefja nú vinnu á ný.
Ekki bar þó mikið á því að kvartað væri
um þreytu við vinnu, en hin aukna hreyf-
ing og áreynsla olli því að vistmennirnir
léttust um 0.29 kg. að meðaltali. Aftur á
móti þyngdust þeir, sem ekki komu af
hælinu, um 0,64 kg. hver.
Veikindadagar allra vistmanna voru 884
eru þar innifalin slys, umferðarsjúkdómar
og sá tími, sem þeir voru að jafna sig eftir
lasleika, þótt þeir væru á fótum. Flestir
vistmanna juku vinnuþol sitt til mikilla
muna á árinu, og varð smám saman létt-
ara um alla áreynslu.
Brautskráðir voru á árinu 8 vistmenn 5
fóru heim, 2 fóru til Vífilstaða aftur, ann-
ar vegna versnunar á sjúkdómnum, hinn
samkvæmt eigin ósk með óbreytta heilsu.
Eftir tæpléga eins árs starfsemi verður
ekki margt fullyrt um árangur af starfi, þó
virðist eins og flest það, sem forvígismenn
S. í. B. S. liafa undanfarin ár lialdið fram
til stuðnings málstað sínum, sé farið að
gera vart við sig.
Það er sýnt að það er hægt að reka vinnu-
heimili fyrir berklaöryrkja. Daglega sjá nú
vistmenn Vinnuheimilisins vel samkeppn-
ishæfa framleiðslu fara héðan til notkun-
ar úti í lífinu.
Verðmæti þessarar framleiðslu greiðir
nú þegar að verulegu leyti framfærslu-
kostnað þeirra, sem við hana vinna, og
mundi þó gera enn miklu betur ef vinnu-
heimilið væri búið að ná fullri stærð. Fólk,
sem er haldið langvinnum sjúkdómum,
missir gjarnan kjarkinn og trúna á mátt
sinn. Við höfum þegar orðið varir við það,
að hvort tveggja endurheimtist furðu fljótt
við vinnuna. Trúin á eigin getu og viljinn
til starfsins, glæðist fljótt þegar hlutirnir
renna fullgerðir Iiver af öðrunr úr hönd-
um vistmannanna. Margur sjúklingur
lieilsuhælanna hefur áhyggjur af því lrvað
um hann verði að hælisvist lokinni, áhyggj-
ur tefja bata og það er áhugamál okkar að
enginn þurfi að vera húsvilltur, er hann
skal útskrifast af hæli, heldur eigi völ á
vist í vinnuheimilinu unz annað betra
býðst.
BERKLAVÖRN
13