Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 33

Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 33
Logsuðu. ilisins, við hvað sem þeir vinna. — Á næsta verkstæði hafa svo járnsmiðirnir að- setur. Þar eru smíðuð rúm af ýmsum stærð- um og gerðum allt fi'á brúðurúmum upp í sjúkrarúm, stólar, borð og margt fleira, sem hér yrði of langt upp að telja. Þá kemur saumastofan, með sitt dýrmæti innan veggja. Þar er meginþorri hins fagra kyns staðarins. Þar veit ég, að þú liefðir helzt kosið að eyða deginum, sem vonlegt er, en þér mun láta betur að saga en sauma! Annars er sjón sögu ríkari og þín hingaðkoma mun gefa þér tækifæri til að sjá, livað konurnar mega sín með nál inni. — Margt fleira er hér aðhafst, en þessi þrjú verkstæði gefa kynni til. Hér er bólstrari, málari, netahnýtingamaður, „kaupmaður“ og margt fleira. Þeir vist- menn, sem einhverra hluta vegna ekki geta stundað vinnu á verkstæðunum, hafa ýmis verkefni, sem þeir vinna við lieima hjá sér. — Ekki get ég verið að lýsa staðnum hið ytra, þar sem margar myndir hafa birzt af honum bæði í Berklavörn og öðr- um blöðum. Þó get ég ekki stillt mig um að geta þess, að hið eyðilega umhverfi, sem þessar myndir hafa sýnt, er nú að mestu leyti uppgróið. Nú er í smíðum aðalbygg- ing staðarins, stórt og mikið hús, sem á meðal annars að rúma fjörutíu vistmenn til viðbótar, auk eldhúss, borðstofu og dag- stofu, sem er sameiginlegt fyrir staðinn. Það verður erfitt átak að koma þeirri bygg- ingu upp, en það er óþarfi að örvænta þar um. S. í. B. S. hefur þegar unnið mikið og æfintýralegt starf í þágu okkar berklasjúkl- inganna. Þjóðin hefur gert hugsjónir þess að sínum hugsjónum. Hún hefur sett sig í þeirra spor, sem vanheilsa og veikindi hefur þokað til hliðar í lífinu. Hún hefur skilið þrár þeirra og lífslöngun, skilið, að vanheill maður á nokkurn rétt til þátt- töku í starfi þjóðfélagsins. Þess vegna er Reykjalundur til orðinn og þess vegna á hann fyrir sér að stækka, svo að enn fleiri berklasjúklingum megi auðnast þar vist, hvort heldur til skemmri eða lengri dval- ar. Þetta er þá það, sem ég hef að segja þér um Vinnuheimili S. í. B. S. Það er stiklað á stóru og mér er nær að halda, að það fari fyrir þér, sem svo mörgum öðrum sem hingað koma, í fyrsta sinni, að þig furði á því starfi, sem hér er verið að vinna. Vertu svo velkominn við fyrsta tækifæri, þinn einlægur. J. Baldvinsson. BERKLAVÖRN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.