Berklavörn - 01.06.1946, Qupperneq 38
Hluti af framleiSslunni.
fengnar úr fitu, enda er vitað, að B-vitamín
er nauðsynlegt til að kolvetnin geti brunn-
ið til fulls í líkamanujn og orka þeirra
komið að notum fyrir frumurnar. Þegar
skortur er á B-vitamíni, safnast því fyr-
ir ýmsar sýrur sem myndast við kolvetna-
brunann (einkum brenzþrúgusýra), þessar
sýrur hafa svo skaðleg áhrif á vefi líkam-
ans einkum taugavef, og ekki þarf ntikið
ímyndunarafl til að láta sér detta í hug, að
sumir efnaskiptasjúkdómar þeir, sem nú
eru algengastir, eigi rót sína að einhverju
leyti að rekja til slíkra truflana á kolvetna-
brunanum, en það hefur lítt verið rannsak-
að.
Nú væri fróðlegt í þessu sambandi að
athuga lítillega hvernig B-vitaminbúskap
okkaríslendinga er háttað, hvort ekki
einnig á því sviði væri þörf „nýsköpunar”,
eða umbóta.
Tvær B-vitamin fátækustu fæðutegund-
ir, sem við borðum í stórum stíl er sykur
og hvítt liveiti og gefa þær samanlagt um
30% af hitaeiningum í fæðu okkar (sam-
kvæmt innflutningsskýrslum og skýrslum
Manneldisráðs og Hagstofunnar). Ef við
borðuðum heilhveiti í stað hvíta hveitisins,
þá myndum við fá um 20 000 B-vitamin-
einingum fleira á mann á ári, en það er um
tveggja mánaða skammtur af þessu nær-
ingarefni. Ef við borðuðum engan sykur,
myndum við að öðru jöfnu þurfa 24 000
B-vitamineiningum minna á mann á ári,
til að halda næringarjafnvægi á milli hita-
eininganna og B-vitamins og tryggja full-
kominn bruna sykursins og heilbrigða
frumuöndun. Og enn eru ótalin öll önn-
ur vitamin af B-flokki ásamt járni, fosfor,
kalki o. fl. næringarefnum, sem við förum
á mis við í stórum stíl, með því að neyta
lélegi'a fæðutegunda eins og sykurs og
hvíts hveitis, en það er önnur saga.
22
BERKLAVÖRN