Berklavörn - 01.06.1946, Síða 46

Berklavörn - 01.06.1946, Síða 46
BROSTNIR HLEKKIR Skúlí E. Sigurz Hið geigvænlegasta í fari þióðarplágu þeirrar, sem nefnd er berklaveiki, er það, hversu mjög hún einbeitir böli sínu að æskulýðnum. Er því svki þessi allra sjúk- dóma hættulegust þjóðfélaginu, þótt tekizt hafi á seinni árum að draga nokkuð úr ágangi hennar. Árlega leggur plága þessi fjölda manns að velli, fer ekki í manngreinarálit að öðru leyti en því, að hún velur úr einstakling- um á æskuskeiði til þess að merkja sér og dauðanum. í þeim flokki dæmdra gefur oft að líta menn, sem líklegir þykja til frama, sakir mannkosta, gáfna og mennt- unar og meðal þeirra var Skúli Sigurz. Skúli Sigurz var fæddur í Revkjavík 28. apríl 1921, sonur hjónanna Guðbjargar og Sigurðar Sigurz, stórkaupmanns. Að afloknu námi við Verzlunarskóla ís- lands liélt hann til Englands og stundaði framhaldsnám við verzlunarskóla Leeds- borgar með ágætum árangri. Vakti hvar- vetna athygli vegna prúðmennsku, fríð- leiks og drengilegrar framkomu. Glæsi- legri fulltrúa fyrir ættland sitt var ekki á kosið. Námsferill Skúla erlendis var rofinn á óvæntan og sorglegan hátt, er hann kendi veikleika, er seinnar varð honum að fjör- tjóni. Heim kom hann sjúkur og fékk vist að Vífilsstöðum meðal hinna berklaveiku. Þar náði hann þó allgóðri heilsu og var út- skrifaður í árslok 1942. Meðan hann dvaldi að Vífilsstöðum, vann hann mikið að félagsmálum sjúkl- inga og eftir að hann fékk heilsu og starfs- þrek nokkuð var hann meðal hinna ötul- ustu forvígismanna að stofnun vinnuheim- ilisins að Reykjalundi. Starfskrafta sína, gáfur og menntun lét hann óspart í té hverju góðu málefni til framdráttar og störf hans í þágu S. í. B. S. verða trauðla fullmetin né þökkuð. Seint á árinu 1945 veiktist Skúli aftur og var það berklaveikin sem tók sig upp á ný. Mátti þegar sjá hvert stefndi og var honum sjálfum það ljóst. Tók liann því með æðruleysi sem vænta mátti, enda var það í samræmi við skapgerð þessa ágætis- manns. Hann dó 1. júlí þessa árs. Þ. B. Hörður Þorberpsson lézt að Vífilsstöðum, 26 ára að aldri, eftir margra ára vanheilsu. Hér reyndist ekki einhlítt til sigurs, að heyja baráttu við berklaveiki með lífsþrá og andlegt þrek að aðalverjum, utan læknavísinda, því að unga hetjan úr Dýra- firði varð að lúta í lægra haldi. Hörður Þorbergsson var að allra kunn- ugra dómi mannsefni gott. Gæddur fá- 30 BERKLAVÖRN

x

Berklavörn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.