Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 47

Berklavörn - 01.06.1946, Blaðsíða 47
HorSur Þorbergsson. gætri starfslöngun Og þreki miklu. A£- kastamaður til allrar vinnu, stjórnsamur, kjarkmikill og bjartsýnn. Manna fríðastur var hann sýnum, glaður í viðmóti, ör í lund og drengur góður. Sem að líkum lætur lét Hörður mikið til sín taka í félagslífi sjúklinganna og á- vallt forystumaður. Til dauðadags innti hann af hendi öll störf sín, sem formaður félagsins „Sjálfsvörn“ að Vífilsstöðum, án þess að áhugi og framtakssemi þessa fas- mikla manns léti að nokkru daprast. Óvægilega lék sjúkdómurinn þenna sterka mann, enda þurfa þung högg til að fella trausta múra. Þá heljarglímu háði Hörður í einrúmi og hafði fá orð um, en í návist manna var sem allt léki í lyndi með honum, þessum hróki alls mannfagn- aðar og frumkvöðli að störfum. Fæddur var Hörður í Dýrafirði vestra, þ. 4. maí 1920, af tápmiklu vestfirsku kyni kominn. Sat að námi í Verzlunarskóla ís- lands, þá er mein það sótti hann heim, sem loks varð honum að fjörtjóni, júlí síðastliðinn. Þ. B. h^ísiir um haust Eftir Jón frd Ljárskógum. Félag Breiðfirðinga hefur góðfúslega leyft „Berklavörn'* að birta þetta kvæði. Það kom fyrst út í riti Breiðfirð- ingafélagsins haustið 1943. „Við skulum eklti hafa hátt, hér cr margt að ugga .. .“ Haustið ltemur, hélugrátt, hjupað feigðarskugga, málar á fornan hagleikshátt hvita rós á glugga. Sumarið leið við söng og spil, söngvaspil og gaman, seicldi burt með sólaryl sorgina og amann. Gaman var að vera til og vera tvö ein saman. Nú er allt með öðrum blce, engin sól í heiði, brotnar hvitfext hronn á sce, hrynja lauf af meiði, fjallið skartar skauti af snœ, skógUrinn leggst i eyði. Þó að frostið fari um lönd, felli grcena meiða, láti blikna blómavönd byggða vorra og lieiða, aldrei skal þó haustsins hönd hjartans gróður cleyða. Veit ég unað, yl og skjól, undir bláutn fjöllum, þó að liausti um byggð og ból og bliki snœr á hjöllum, þar er hjartans höfuðból, hœli i nauðum öllum. BERKLAVÖRN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Berklavörn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.