SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8
Að jafnaði hafa viðtölin verið 12-15. Að mestu leyti er verið að vinna með nútíðina og daginn í dag. Meginmarkmið meðferðarinnar er að hjálpa einstaklingnum að ná fram eftirsóknar- verðum breytingum á lífi sínu. Meðferðin beinist að getu hans til að læra nýjar aðferðir við lausn vandamála og aðlaga þær hans daglega lífi. Meðferðaraðili og skjólstæðingur hans skipuleggja saman aðferöir og leiðir við lausn vandamála sem þeir hafa borið kennsl á. Saman setja þeir skýr markmið með meðferð- inni og tímalengd hennar er innan ákveðins ramma. í hverju viðtali er unniö samkvæmt fýrirfram ákveðinni dagskrá. Beck's próf sem er mælikvarði á þunglyndi eru tekin vikulega og þannig fylgst með líðan og framvindu. Við notum einnig Beck's próf til að finna megin vandamálin hverju sinni og einbeitum okkur að þeim. Einstaklingurinn fær það verkefni að skrá virkni sína og meta færni og ánægju á kvarð- anum 0-10. Hinum þunglynda finnst hann oft lítið sem ekkert gera og er fullur af sektarkennd og sjálfsásökunum. Með því að skrá virkni sína sér hann yfirleitt aö þetta er ekki rétt og að hann leysir verkefni sín ekki síður en aðrir. Virknitaflan hjálpar okkur einnig við að sjá hvað er einstaklingnum erfitt og hvað hann gerir vel. Virknitaflan er einnig notuð til aö hjálpa skjólstæðingnum við að skipuleggja tíma sinn þegar hann er ekki í skipulögðu prógrammi t.d á kvöldin og þegar hann fer heim um helgar. Virknitaflan nær yfir allan sólarhringinn og er þannig hagnýtt tæki til að meta gæöi svefns. Við hjálpum skjólstæðingum okkar við að bera kennsl á niðurrifshugsanir og vinna með þær og erum með ýmis konar vinnublöð þar að lútandi. í lok hvers viðtals skrá meðferðaraðili og sjúklingur aðalatriði viðtalsins og ákveða heimaverkefni. Fleiri tæki eru notuð sem of langt mál er að telja hér. í fyrstu var meðferðin hjá okkur einstaklings- miöuö en undanfarið höfum við einnig verið með hópmeðferð við þunglyndi og fælni. Hugræn atferlismeðferð leggur áherslu á hlutlægt matsferli. Notast er við staðlaðar mæliaðferðir, meðferðaráætlanir byggjast á niðurstöðum rannsókna og áhersla er lögð á símat á árangri. Rannsóknir hafa sýnt að HAM er að minnsta kosti eins árangursrík og lyfjameðferð gegn bráðu þunglyndi. HAM ásamt lyfjameðferð skilar aðeins betri árangri en ef einungis er um HAM eða lyfjameðferð að ræða. Tveggja ára eftirfylgni hefur leitt í ljós að að HAM skilar betri árangri en lyfjameðferð. Árangur HAM á Reykjalundi. Beck's þunglyndispróf: 0-9 telst eðlilegt þ.e.a.s. einstaklingurinn er ekki þunglyndur. 10-15 stig gefa til kynna merki um væga geðlægð 16-19 er vísbending um dálitla til talsverða geðlægð 20-29 bendir frá talsverðri til mikillar geðlægðar 30-63 er talið endurspegla mjög mikla geðlægð. Taflal. Árajtgurafhugtxejunaífeifcmeofeit) Fjöldi qúkling^ BDI í upphafi meðferðar (meðaltal) BDIílokmeð- ferðar (meðaltal) Lækkin Likumeöferð 36 27,6 12,6 13,0 BDI20 eðahserraí upphafi meðferðar 43 31,4 13,6 17,8 BDI lœ§-a en20 í lokmeðferðar 44 26,8 93 17,3 BDIlœg'aenlOí lokmeðferðar 22 246 5 JO 19,6 Skýringár MæHkvaiöi Beck timgecÍÆgð (Beck Etepies s cn Invertcny; BDI) rreáú ýiris Jui^lyniseinkeiTii. Þeirsemfá^OstigeðainaraáBDIteljastítduveríiigeðLsesi, semþaifiBstbiáöiar irBÖfeiöar. BII undir 10 felst yfiileitt eöliUgt Eins og sjá má á meðfýlgjandi línuriti hafa 56 einstaklingar lokiö HAM á Reykjalundi. í upphafi meðferðar voru þeir með 27,6 stig að meöaltali á Beck's kvarða og höfðu í lok meðferðar lækkaö í 12,6 stig. Af þessum 56 voru 43 með verulega geðlægð eöa 31,4 i upphafi meðferðar en fóru niður í 13,6 í lok meðferðar. Þannig að sjúklingar með alvarlegt þunglyndi virðast svara vel þessari meðferð. Lokaorð Við vonumst til að í náinni framtíð munum við geta beitt HAM í auknum mæli ekki einungis við þunglyndi og kviða heldur einnig við öðrum sjúkdómum bæði geörænum og líkamlegum. Og HAM verði sérhæfð að öðrum sjúkdómum Þar sem þjónustusamningur er nú í augsýn og fýrirhuguð opnun göngudeifdar munum við geta fylgt skjólstæðingum okkar betur eftir sem við teljum mjög mikilvægt. Nauðsynlegt er að rannsaka árangur HAM á Reykjalundi og einnig að bera saman árangur hennar á mismunandi sjúklingahópa Að okkar áliti er HAM góð viðbót við aðra meðferð sem einstaklingum í endurhæfingu á Reykjalundi stendur til boöa. Meöferðin hefur gengið vel og það hefur verið bæði ánægjulegt og gefandi að taka þátt í henni frá upphafi. e

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.