SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 9

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 9
S í BS hlaðið Maanu agnús Olason, yfirlæknir verkjasviös, Reykjalundi endurhæfingarmiöstöö: lVleðferð á verkjasviði Reykjalundar Magnús Ólason Á Reykjalundi er starfrækt sérstakt meðferðarsvið þar sem fengist er við langvinn verkjavandamál af ýmsu tagi. Verkjasviö Reykjalundar hefur verið í stöðugri þróun s.l. 10-15 ár. Á sviðinu starfa m.a. læknar, félags- ráðgjafi, hjúkrunarfræöingar, sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfar, íþróttafræðingar og sálfræðingur. Meðaldvalartími einstaklinga sem koma til meðferöar á verkjasviöi Reykjalundar er 7 vikur. Fyrstu 2 vikurnar fer fram mat á einstaklingnum auk þess sem hann tekur þátt í fræðslu af ýmsu tagi, svo sem bak- og verkjaskóla, líkamsvitundar- og slökunar- námskeiðum. Dregið er úr notkun verkjastill- andi lyQa og þeim síðan hætt (hjá öllum sjúklingunum). Gigtarlyf eru notuð þegar við á. Svefntruflanir eru leiðréttar (með lyQum ef með þarf). Nokkrir sjúklinganna hafa fengiö hugræna atferlismeðferð hjá geðlækni eða öðru sérþjálfuðu starfsfólki verkja- og geðsviðs Reykjalundar. Megináhersla er lögð á að auka færni sjúklinganna fremur en að losa þá við verkina sem oftast er óraunhæft markmið. Könnun á árangri meðferðar Árin 1997 til 1999 fór fram könnun á árangri hinnar þverfaglegu meðferðar sem veitt er á verkjasviðinu. Rannsóknin hefur verið samþykkt af Visindasiðaráði og Tölvunefnd. Af handahófi voru valdir 158 sjúklingar sem innritaöir voru á verkjasvið Reykjalundar á ofannefndu þriggja ára tímabili og tóku þeir þátt í rannsókninni. Af þeim voru 112 konur en 46 karlar. Meðalaldur var 39,5 ár. Sjúklingarnir svöruðu spurningalista þegar þeir voru innskrifaðir á Reykjalund og síðan aftur við útskrift. Nú hafa 90 þeirra svarað spurninga- lista (póstlista) u.þ.b. 1 ári eftir útskrift frá Reykjalundi. Sjúklingar mátu meðal annars eigin verki, kvíða og depurð á tölukvarða (Numeric Rating Scale - NRS). Niðurstöður Um 50°/o sjúklinganna höfðu haft verki í 5 ár eða lengur. Tæplega helmingur þeirra (48,1%) áttu við bakvandamál að stríða. Rúmlega 80% sjúklinganna tóku verkjalyf við komu á verkja- svið Reykjalundar. Marktæk minnkun á verkjum, kvíða og depurð kom fram við útskrift. Einnig kom fram marktæk minnkun á þessum þáttum við eftirlit tæpu ári eftir útskrift hjá þeim sem fylgt hefur verið eftir. Við innskrift voru 18,4% sjúklinganna vinnufærir og 33,4% voru á örorku eða endurhæfingarlífeyri. Við útskrift voru 48,1% vinnufærir og við eftirlit eftir u.þ.b. eitt ár frá útskrift voru 61,1% vinnufærir (sjá mynd). Verkjasvið Reykjalundar 1997-1999 - Vinnufærni % B vinnufær B örorka Almenn ánægja ríkti meðal þeirra einstaklinga sem þátt tóku í rannsókninni með árangur meðferðarinnar og voru um 85% ýmist ánægðir eða mjög ánægðir með árangurinn. Lokaorð Langvinn verkjavandamál eru erfið í meðferð. Þverfagleg nálgun á endurhæfingardeild er hentugt meðferðarform. Meðferðin eykur veru- lega færni einstaklinga með langvinna verki en dregur ekki að sama skapi úr verkjunum þótt um marktæka minnkun á þeim yrði að ræða. Verkjalyf gagnast ekki fólki með langvinna verki sem ekki stafa af illkynja sjúkdómi. BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI 59,101 REYKJAVÍK, SÍMI 552 5350 í eldsvoða, komið öllum út strax 9

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.