SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 15

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 15
hringir hjúkrunarstjóri í viðkomandi og spyr hann nokkurra spurninga, meöal annars um reykingar. í þessu viðtali fær einstaklingurinn ráðleggingar varðandi undirbúning reykleysis ef hann er ekki þá þegar hættur aö reykja. Þarna fer undirbúningsferlið í fullan gang í huga hans og nú veit hann nákvæmlega hvaða dag hann mun hætta að reykja í síðasta lagi. Við komu á deildina, á sunnudagskvöldi, fær einstaklingurinn viðtal við hjúkrunarfræðing, þar sem hann svarar reykingasögu; lagt er mat á nikótínfíkn samkvæmt viðurkenndum mælitækjum og gerð áætlun um nikótín- lyQameðferð. Flestir okkar skjólstæðinga hafa reykt mikið og lengi og flokkast því í þann hóp sem vitað er að hefur gagn af því að nota lyf sér til hjálpar í baráttunni gegn reykingum og eru lyfin sjúklingnum að kostnaöarlausu meðan á endurhæfingu stendur. A mánudagskvöld mætir hann á fyrsta fræðslu- og stuðningsfundinn með reykingavarna- hópnum, þ.e. með öllum þeim sjúklingum á lungnadeildinni sem þiggja reykleysismeðferð. Fræðsluefninu er skipt niður í sex hluta, það er að segja: sjúkdómar og reykingar, vaninn, nikótínfikn - fráhvarfseinkenni og helstu bjargráð við þeim, óbeinar reykingar, streita og gildismat, hið jákvæða við reykbindindi og nýjan lifsmáta. Fræöslufundir: Sjúkdómar og reykingar Vaninn Nikótínfíkn, fráhvarfseinkenni Obeinar reykingar Streita, gildismat Nýr lífsmáti Fundirnir standa i 30-60 mínútur. Fræðslan tekur 10-15 mínútur af tímanum, afgangurinn fer i umræöur um hvernig fólkinu gengur að venjast reykleysi, viö ræðum töluvert um líðan, bæði andlega og líkamlega. Þau segja frá og styðja hvert annað. Oftast er einhver sem þekkir vandamál sem annar lýsir og getur þá miðlað af sinni reynslu. Góðir gestir Stundum fáum við gesti, fólk, sem hefur farið í gegnum námskeiðið og er útskrifað. Þeim fylgja ferskir vindar og oft skemmtilegar umræður, því allir eru sammála um að það er sitt hvað að vera reyklaus innan veggja Reykjalundar eða brjótast út úr viðjum vanans heima hjá sér. Enda segja margir að mesta hættan sé að byrja aftur að reykja þegar þeir eru einir heima og leiðist. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á Reykjalundi 1995-6 kom fram aö vaninn og nikótínfíkn eru þau atriði sem helst valda því að fólk fer aftur að reykja (sjá línurit).121 Hvers vegna reykbindindi er oftast rofið (skv. rannsókn á Reykjalundi 1995-6) Við leggjum því mikla áherslu á að styðja skjólstæðinga okkar í að virkja félagslegan stuðning sinn heima fyrir, hvort sem það er hjá sambýlisfólki eða vinum annarsstaðar. Þá er ekki átt við að sjúklingurinn eigi að gera einhvern annan ábyrgan að passa að hann reyki ekki; þvert á móti, hann á að biðja um stuðning vina sinna til að takast á við erfið tímabil en hann þarf sjálfur að axla ábyrgð á því að leita eftir stuðningi frekar en að reykja. Við útskrift af Reykjalundi fær einstaklingurinn á blaði áætlun um niðurtröppun á nikótín- lyQum, sem hann hefur gert í samráði við reykingavarnahjúkrunarfræðing. Einnig fær hann viðurkenningarskjal fyrir að hafa náð því takmarki að verða reyklaus. Eftirfylgni Eftirfylgni er í eitt ár eftir útskrift, en hún felst í því að við hringjum í skjólstæðinga okkar á tveggja mánaða fresti í eitt ár, ræðum við þá og veitum stuðning og ráðgjöf. Árangur 60% Námskeiðið hefur skilað 60% árangri undan- farin ár miðað við fjölda þeirra sem eru reyk- lausir eftir 12 mánuði frá útskrift. Lífsmáti En endurhæfing er ekki aðeins það að hætta að reykja eða aðeins að þjálfa úthaldið. Á Reykja- lundi fær einstaklingurinn alhliða endurhæfingu og það skýrir þann góða árangur sem reykinga- vamanámskeiðin hafa skilað. Hann fær fræðslu, stuðning og þjálfun, en einnig hæfilega hvild og svefn. Hann er að gefa sjálfum sér tækifæri til að lifa heilbrigðara lífi en hann hefur gert hingað til. Áreynslan bætir þol, hjálpar til að halda réttri þyngd og bætir svefti. Áreynslan eykur lífsgleði og vellíðan. Skjólstæðingar okkar finna fljótt aö reykingar passa ekki inn í þennan lífsmáta. Heimildir: 1) Hallgrimur Pétursson: Gullregn úr Ijóöum Hallgrims Péturssonar, bls. 10-11. Forlagið 1994. 2) Hjartavemd: Bœklingur um reykingar: reykingar eru dauðans alvara. Mars 2000. 3) Ingibjörg Margrét Baldursdóttir og Guöbjörg Pétursdóttir, Rannsókn á lungnadeild Reykjalundar 1995-6. 4) Steinunn Ólafsdóttir. Munnlegar heimildir varðandi stríðsárin á íslandi.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.