SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 24

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 24
Lungnaendurhæfing styrkur þeirra vöövahópa skilar sér í meiri öndunargetu, sem auðveldar lungnasjúklingum margar athafnir daglegs lífs. Ef sú aöferð sem valin hefur veriö til þolþjálf- unar krefst ekki þátttöku efri útlima er nauö- synlegt að bæta við styrkjandi æfingum íyrir efri hluta líkamans. Dæmi um þolþjálfunar- aöferðir sem ekki styrkja efri útlimi eru ganga og hjólreiðar, en dæmi um aðferðir sem styrkja efri útlimi eru sund og skíðaganga. Vöðvateygjur I lok hvers æfingatíma er áhersla lögð á vöðvateygjur, eftir því sem við á. Markmiðið er að lengja vöðva, koma í veg fyrir vöðvastytt- ingar, fyrirbyggja harðsperrur og auka vellíðan. Fræðsla Það skiptir mjög miklu máli fyrir lungnasjúkl- inga að þekkja einkenni sjúkdóma sinna og áhrifaþætti. Meö því að fræðast sem mest um allar hliðar sjúkdómanna geta sjúklingar lært að forðast það versta og laða í staðinn fram betra líf með langvinna sjúkdóma. Fræðsla er því einn mikilvægasti hluti meðferðar. Sjúkraþjálfarar á lungnasviði Reykjalundar fræða lungnasjúklinga m.a. um: - Líffæra- og lífeðlisfræði öndunarfæra. - Orsakir og einkenni lungnasjúkdóma. - Öndun og hósta. - Stoðkerfísverki í hálsi og herðum. - Þol- og styrkþjálfun. Öndunaræfingar Sjúkraþjálfarar kenna fólki meö lungnateppu æfingar til að bæta öndunarstjórn og auka útöndun og ráðleggja sjúklingum að gera þær nokkrum sinnum daglega. /------------------\ EINN EINNTVEIR NEYÐARLfNAN V__________________/ Slímlosandi meðferð Það er ekki algengt að lungnasjúklingar á Reykjalundi þurfi hjálp við slímlosun, en sumir lungnateppusjúklingar hafa mjög mikinn slímuppgang eða eru of máttfarnir til að hreinsa slim úr öndunarfærunum hjálparlaust. Sjúkraþjálfarar geta þá beitt sérhæfðum sjúkraþjálfunaraðferðum til aðstoðar, t.d banki, hristingi, fræðslu, hóstatækni og öndunaræfmgum. Meðferð stoðkerfisvandamála Eymsli, verkir, stirðleiki og hreyfiskerðingar í hálsi og herðum eru algengur fylgikvilli langvinnra lungnasjúkdóma. Höfuðverkur er einnig algeng kvörtun. Astæður þessara verkja eru m.a. aukið álag á aðstoðar innröndunarvöðva, breytt öndunar- mynstur, aflögun brjóstkassa, svefnvandamál, spenna og kvíöi. Sjúkraþjálfari metur ástand sjúklings, m.a. með skoðun stoðkerfis og viðeigandi prófunum og gerir síðan áætlun um meðferð einkenna og fræðslu til sjúklings. Oft má bæta ástandið mikið og halda því þokkalegu með: betri skóm, nýjum kodda, nýrri rúmdýnu, betri stól, breytingum á vinnuað- stöðu, leiðréttingu á líkamsstöðu, sfyrkþjálfun efri útlima, liðleikaæfingum fyrir háls og herðar og teygjuæfingum fyrir vöðva í hálsi og herðum. I sumum tilfellum er nauðsynlegt að grípa tímabundið inn í vandamálið með sérhæfðum aðferðum sjúkraþjálfunar. Leiðbeiningar um áframhaldandi þjálfun Lungnaendurhæfing er námskeið ætlað lungna- sjúklingum til að kynnast og ná að tileinka sér breytta lifnaðarhætti. Nokkrar breytingar eru mikilvægastar, þar með talið að gera reglu- bundna hreyfingu að föstum hluta daglegs lífs. Það tekur líkamann marga mánuði að ná besta hugsanlega þjálfunarástandi (hámarks þjálfunaráhrifum) og því er ljóst að við lok lungnaendurhæfmgar, sem alla jafna er 6 vikna tímabil, má enn vænta mikils árangurs af þjálfun. Áhrif þjálfunar Qara smám saman út þegar þjálfun er hætt, þess vegna skilar 6 vikna þjálfunartímabil ekki langtímaárangri ef regluleg þjálfun heldur ekki áfram. Regluleg hreyfing og hæfileg áreynsla eru jafnnauðsynleg undirstaða heilbrigðrar sálar í hraustum líkama og Qölbreyttar, næringarrikar og reglulegar máltíðir. Flestir vita að það þarf ekki mjög langan tíma á ónógu og/eða einhæfu fæði til aö þróa einkenni vannæringar, en kannski vita ekki eins margir um sambærileg áhrif hreyfingarleysis og of litillar áreynslu. Reglubundin hreyfing og áreynsla er ekki aðeins góð fyrir þá sem nenna að hreyfa sig, heldur alger nauðsyn öllu fólki sem vill bæta og/eða viðhalda andlegu- og líkamlegu heilbrigði sínu. 24

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.