SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 21

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 21
SLELS-bJ a ö i ð Jóhanna Konráösdóttir yfirsjúkraþjálfari: Endurhæfing lungnasjúklinga Endurhæfing lungnasjúklinga er sniðin að þörfum einstaklingsins með nákvæmri sjúkdómsgreiningu, and- legum stuðningi, þjálfun og fræðslu. Hún miðar að því að viðhalda eða bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu og ná þannig fram bestri mögulegri færni til að lifa lifinu betur en lungnasjúkdómurinn hefði annars leyft.1 Markmið endurhæfingar lungnasjúklinga Jóhanna Markmið lungnaendurhæfingar eru mörg og Konráðsdóttir göfug enda markið sett hátt, að lifa lífinu eins lifandi og sjúkdómurinn leyfir og helst aðeins betur. Þau helstu eru: • Minnka öndunarvinnu • Auka afköst við æfmgar og athafnir daglegs lifs • Færa slagæðablóðgös í eðlilegt horf • Minnka mæði • Auka skilvirkni í orkunotkun • Bæta andlega líðan • Hægja á framgangi sjúkdómsins • Minnka kostnað heilbrigðiskerfisins Margar starfsstéttir vinna sameiginlega að þessum markmiðum, þær helstu eru sjúkra- þjálfari, iöjuþjálfi, læknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, næringarráðgjafi og félagsráðgjafi.3 Hvert hlutverk hverrar stéttar er, er ekki fast afmarkað og miðast við aðstæður hverju sinni. Ekki er nauðsynlegt að allar þessar starfsstéttir komi að endurhæf- ingunni og oft nóg að geta leitað til þeirra.1'3 Þættir endurhæfingar og árangur af henni Aðal áherslan í endurhæfingunni er líkamleg þjálfun og hefur gagnsemi hennar verið visindalega sönnuð. Þar er bæði þjálfað úthald til hreyfmga eins og að ganga eða hjóla en einnig er þjálfaður styrkur vöðva. Rannsóknir sýna að þjálfunin minnkar mæði því öndunarvinnan minnkar og öndunin batnar, jafnvel þó blástursprófm lagist lítið. Hægt er að þjálfa öndunarvöðvana sérstaklega en gagnsemi þeirrar þjálfunar er umdeild þar sem hún nýtist einungis takmörkuðum hópi lungnasjúklinga og erfitt að finna þá í fjöldanum. Fræðsla og leiðbeiningar samfara þjálfun er mjög mikilvæg. Lungnasjúklingar þurfa að læra að mæðin í sjálfu sér er ekki hættuleg og óhætt er að leyfa sér að verða móö(ur) við aðstæður sem við þekkjum. Við það hverfur líka kvíðinn og örvilnunin er fylgir mæðinni. Fræðsla um skilvirkni í orkunotkun og skipulag athafna er mjög mikilvæg því margir lungnasjúklingar ná tæplegast að anda að sér nógu miklu súrefni í hvíld hvað þá við áreynslu.1 Allir þessir þættir vinna saman að því að auka lífsgæði og minnka félagslega einangrun sem oft er fylgifiskur lungnasjúkdóma. Persónuleg tengsl við aðra í hópnum skipta einnig miklu máli. í sumum tilfellum þarf auk þess andlegan og félagslegan stuðning. Reykingavarnir og stuðningur til að hætta reykingum eru nauðsynlegar ef hægja skal á framgangi sjúkómsins.1'4 Hvar geta lungnasjúklingar komist í endurhæfingu? Sjúkrahústengd endurhæfíng: í huga fíestra tengist lungnaendurhæfíng eflaust Reykjalundi enda hefur þar, vel á annan áratug, verið starfandi öflug endurhæfmg íyrir lungnasjúklinga og er sú þjálfun í fararbroddi á norðurlöndunum. Þar er fjöldi fagfólks sem í sameiningu vinnur að ofangreindum markmiðum. I langflestum tilfellum skilar sú þjálfun mjög góðum árangri og hafa margir öðlast „nýtt Iíf‘ eða „endurnýjun á lífinu". Engin önnur stofnun á landinu býöur upp á sambærilega þjálfun. Göngudeildar þjálfun: Á HL stöðinni hefur frá upphafi verið þjálfun og endurhæfmg fyrir lungnasjúklinga. Þjálfað er í hóp tvisvar í viku og boðið er upp á fræðslu sniðna að þörfum lungnasjúklinga. Þeir sem þurfa að þjálfa með súrefni geta fengið það á staðnum. Einkastofur sjúkraþjálfara hafa líka boðið upp á þjálfun og endurhæfmgu íyrir lungna- sjúklinga og útvegað súrefni ef þörf er á. Á þessum stofum starfa yfírleitt sjúkraþjálfarar með reynslu af lungnaendurhæfingu. Sjúkrahústengd heimaendurhæfíng: Hér á landi hefur ekki verið boðið upp á þjálfun í heimahúsum sem framhald af sjúkrahúslegu. Erlendis hefur þessi tegund þjálfunar verið reynd með ágætis árangri.4 Á Landspítala Vífilsstöðum er að fara í gang tilraun með sjúkrahústengda lungnaendurhæfmgu. Sjúklingi verður fylgt eftir á göngudeild eða farið heim til þess sem ekki getur sótt þjálfun vegna heilsufars. Markmiðið er að stytta sjúkrahúsleguna og bæta heilsutengd lífsgæði.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.