SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 25

SÍBS blaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 25
Fréttir af félagsstarfinu SÍBS dagurinn SÍBS dagurinn var sunnudaginn 1. október siöastliðinn. Þann dag var opið hús í Suðurgötu 10, kaffi og konfekt á boðstólum ásamt ýmsum upplýsing- um og fróðleik. Margir heimsóttu okkur hingað í Suðurgötuna, skoðuðu staðinn, spjölluðu við starfsfólkið og hver við annan og ræddu um starfsemina. Unnið að pökkun SÍBS merkisins í Suðurgötu 10. Öllum SÍBS félögum var sent bréf ásamt merki samtakanna og tilmælum um aö bera það á SÍBS daginn. Það gerðu Qöldamargir og eins var brugðist afar vel við tilmælum um að leggja kr. 500 inn á söfnunarreikning dagsins. Inn á reikninginn eru komnar yfir 1.100.000 krónur og enn eru að berast innlegg. Ef einhver hefur týnt bréfinu sinu en vill leggja inn þá er reikningsnúmerið: 0301 - 13 - 850223 og kennitala SÍBS er 550269-7409. Afraksturinn verður færður Reykjalundi fýrir jólin. Ráðgjafar- og félagsmiðstöð að Suðurgötu 8. Áformað er að opna ráðgjafar- og félagsmið- stöð í Suðurgötu 8 öðru hvoru við áramótin. Þessi ákvörðun var tekin fýrir alllöngu, en dregist hefur að koma henni í framkvæmd. Fyrst um sinn verður opið þarna um miðjan daginn, en tímar verða nánar auglýstir siðar. Þar munu liggja frammi bæklingar og fræðslu- efni, kaffi verður jafnan á könnunni og starfsmaöur mun taka á móti gestum og leiðbeina þeim á margvíslegan hátt, m.a. meö upplýsingum um hvert leita beri eftir þjónustu og sérfræðiþekkingu. Væntanlega skiptast svo aðildarfélög á að hafa fulltrúa sína á staðnum eftir nánara samkomulagi. Könnun á kostnaðarhlutdeild sjúklinga í lyfjaverði í samráði við samtök eldri borgara og ýmis félagasamtök er nú unnið að allviðamikilli könnun á þróun lyfjaverðs á undanförnum árum og þó einkum kostnaðarhlutdeild sjúklinga i lyfjaverði. Eftir setningu nýrrar reglugerðar í júní sl. hækkaði hlutur sjúklinga í lyQakostnaði mjög verulega og þó misjafnlega eftir lyQaflokkum og ýmsu öðru. Tilgangur könnunarinnar er að sýna fram á hver þróunin hefur verið og hvernig þetta kemur við hina ýmsu sjúklingahópa. Væntanlega verður hægt að skýra frá niðurstöðum i næsta blaði, sem kemur út strax eftir áramót. Samstarf SÍBS og FHLE FHLE, sem er skammstöfun íyrir: Félag fagfólks í hjarta og lungnaendurhæíingu hefur óskað eftir samstarfi við félög og samtök innan SÍBS með gagnkvæma kynningu að markmiði. Þannig myndu sjúklingafélögin kynna starfsemi sína fýrir fagfólkinu en sá hópur aftur segja frá þeirri endurhæfingu sem í boði er. Sameiginlega myndi svo almenningi verða gerð grein fyrir því sem væri aö gerast á þessum vettvangi og þar með komið á framfæri hugmyndum um forvarnir og þjálfun. Þetta yrði gert með fundum og e.t.v. aö opna endurhæfingarstaði íýrir fólk til kynningar. Búast má við fýrstu fundum af þessu tagi í janúar næstkomandi. Velkomin í Suöurgötu 10 Athygli SÍBS félaga er vakin á höfuðstöðvum samtakanna í Suðurgötu 10, Reykjavík. Þar hefur framkvæmdastjóri samtakanna skrifstofu og þar eru höfuöstöðvar Landssamtaka hjartasjúklinga og Neistans, félags hjartveikra barna, Samtaka lungnasjúklinga og Astma- og ofnæmisfélagsins. Einnig eru þar skrifstofur og aöalumboð Happdrættis SÍBS. SÍBS félagar eru að sjálfsögðu velkomnir í heimsókn í Suðurgötu 10 og þurfa ekki að eiga sérstakt erindi annað. Við hvetjum félagsmenn til þess að líta viö. Laugardagsgöngutúrinn Sérhvern laugardag, allan ársins hring er farið í klukkutíma gönguferð sem lýkur meö teygjum og síðan heitri og ljúffengri súpu. Ævinlega er mætt við Perluna í Öskjuhlíð rétt fýrir klukkan ellefu, þar er skrifað f gestabókina og síðan ákveöur göngustjórinn, sem oftar en ekki er Rúrik Kristjánsson skrifstofustjóri „Hjarta- manna“ („Hjartamenn" eru starfsmenn Lands- samtaka hjartasjúklinga á Suðurgötunni) hvert gengiö er hverju sinni. Það eru hjartasjúkling- arnir sem hófu þessa göngu fýrir tæpum tveimur árum og margir hafa gert hana að föstum lið, hvernig sem viðrar. Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.