Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016 Þjóðin Miklar breytingar á samsetningu þjóðarinnar Miðað við spár um fjölgun ferða- manna er fyrirséð að innflutningur vinnuafls mun stóraukast á næstu árum. Þar sem íslenskum ríkis- borgurum fjölgar hægt vegna mik- ils landflótta mun vinnuaflsþörfinni fyrst og fremst verða mætt með er- lendu fólki. Ef gert er ráð fyrir að samsetning þess fólks verði svip- uð og þess fólks sem hefur flutt til landsins á undanförnum árum get- um við búist við að pólska samfélag- ið á Íslandi stækki úr ellefu þúsund manns í 38 þúsund manns þegar kemur fram á miðjan næsta ára- tug. Sem fyrr myndu Pólverjar vera langfjölmennastir útlendinga á Ís- landi og síðan aðrir Austur-Evrópu- menn. Án breyttrar stefnu stjórn- valda er ekki hægt að gera ráð fyrir stórum hópum flóttafólks eða fólks frá stríðshrjáðum löndum. Til að þjónusta fimm milljónir ferðamanna eftir nokkur ár þarf að flytja inn til landsins um 40 þús- und starfsmenn. Þá er ekki tillit tek- ið til þeirra byggingaverkamanna sem þarf til að reisa öll hótelin og þjónustumiðstöðvarnar né breikka vegina og reisa brýrnar. Hér er að- eins reiknað með þeim fjölda sem þarf í hótel- og veitingahúsageir- ann, ferðaskrifstofur og samgöng- ur í lofti og á láði. Ef við reiknum með viðbót vegna byggingafram- kvæmda og að starfsfólkinu mun fylgja börn má gera ráð fyrir að hingað muni flytjast um 60 þúsund manns á næstu árum. Þetta mun gerbreyta samsetn- ingu íbúanna. Í dag eru rúm 92 prósent íbúanna íslenskir ríkis- borgarar. Þeim fjölgar hægt vegna viðvarandi landflótta þrátt fyrir að flestir hagvísar vísi upp. Það er eins og umbreyting samfélags- ins eftir Hrun og með aukn- um ferðamannastraumi hafi ekki bætt aðstöðu fólks al- mennt. Margt bendir til að þvert á móti hafi aðstæð- ur ungs menntaðs fólks í raun versnað. Fjölgun ferðamanna þrengir að hús- næðismarkaðnum og ferða- mannaþjónustan kallar ekki á menntað fólk í hálaunastörf held- ur þvert á móti mikinn fjölda til lág- launastarfa. Útlendir úr 9 í 41 prósent Ef við fleytum áfram fjölgun ís- lenskra ríkisborgara, sem búsettir eru á Íslandi, fram á miðjan næsta áratug getum við gert ráð fyrir að þeim fjölgi aðeins lítillega; úr 305 þúsund í 307 þúsund. Á sama tíma munu um 60 þúsund erlendir rík- isborgarar flytja til landsins og íbú- arnir verða samtals um 391 þúsund. Þá verða erlendir ríkisborgarar um 21,5 prósent fjöldans og en íslenskir ríkisborgarar verða komnir niður í 78,5 prósent. Hér í Fréttatímanum kemur fram að ferðamenn verði að meðaltali um 16 prósent þeirra sem dvelja á landinu hverju sinni og um 25 pró- sent yfir háannatímann. Á slíkum dögum getum við sagt að þá muni verða á landinu um 59 prósent íslenskir ríkisborgarar, 25 prósent ferðamenn og 16 prósent erlendir ríkisborgarar, sem fyrst og fremst vinna við að þjóna ferða- mönnunum. Ef við horfum nokkur ár aftur þá voru þeir sem voru staddir á Íslandi um 90,5 íslenskir ríkisborgarar, 6,5 prósent erlendir og 3 prósent ferða- menn. Þetta eru miklar breytingar á stuttum síma. Næstum 40 þúsund Pólverjar Pólverjar eru langstærsti hópur útlendinga sem sest hefur að á Ís- landi á síðustu árum. Þeir eru í dag um ellefu þúsund talsins, fjöl- mennari en fólk frá öllum öðrum Evrópulöndum. Samanlagt eru Evrópumenn um 85 prósent allra erlendra ríkisborgara á Íslandi og ef við bætum Norður-Ameríku og Eyja- álfu við getum við sagt að nærri 90 prósent allra útlendinga á Íslandi séu komnir frá löndum Vesturlanda. Fólk frá öðrum heimshlutum er svo fátt á Íslandi að í raun er ekki hægt að tala um Ísland sem fjöl- menningarland eins og önnur lönd Vestur-Evrópu. Þangað hefur fólk leitað víða að úr heiminum af ýms- um ástæðum. Til Íslands hefur fyrst og fremst komið fólk frá Póllandi og öðrum löndum Austur-Evrópu til að sinna láglaunastörfum. Miðað við fólksflutninga síðustu ára og þörf fyrir vinnuafl á næstu árum má gera ráð fyrir að hingað flytjist allt að 28 þúsund Pólverjar til viðbótar á næstu árum. Pólverj- ar verða þá um 38 þúsund á Íslandi. Það er fleira fólk en býr á Norður- landi, frá Húnaflóa að Langanesi. Ef þetta gengur eftir verða Pól- verjar tíundi hluti þjóðarinnar. Það er mun hærra hlutfall en bæði Finnar í Svíþjóð (1,5 prósent) og Svíar í Finnlandi (5,5 prósent) svo dæmi sé tekið af minnihlutahópum í nágrannalöndunum. Þetta hlutfall er líkara hlutfalli svartra í Banda- ríkjunum, en þeir eru 13 prósent þjóðarinnar. Auk Pólverja má búast við að fólki frá öðrum löndum Austur- -Evrópu eigi eftir að fjölga úr fjögur þúsund í fjórtán þúsund, fólki frá ríkj- um Vestur-Evrópu úr fimm þúsund í átján þúsund og fólki frá Asíu úr tvö þúsund í tæp sjö þúsund. Þa r sem Í s - lendingar hafa hleypt fáum f lóttamönnum eða hælisleitendum inn í landið er ekkert sem bend- ir til að fjölgun ferðamanna muni breyta þeirri stefnu. Til þess þarf annað að koma til. Ísland líkt Sviss Því má gera ráð fyrir að fólk frá Norður-Afríku og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins verði ekki fleira en tæplega 500 manns um miðjan næsta áratug og fólk frá Afríku sunnan Sahara vart fleira en 1200 manns. Ferðamannastraumurinn mun því ekki breyta Íslandi í fjölmenn- ingarland heldur magna frekar upp verstöðina, fjölga fólki sem leitar hingað til skemmri tíma í leit að vinnu og sem sumt mun ílengjast. Hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi mun fara langt fram úr Norðurlöndunum ef af þessu verð- ur. Landið verður þá í svipaðri stöðu að þessu leyti og Sviss, þar sem mikill fjöldi erlendra ríkis- borgara sinnir láglaunastörfum á meðan Svisslendingar sjálfir ein- angra betur launuð störf og stjórn- endastöður. | gse Fjórir af hverjum tíu útlendir Allt önnur þjóð Íbúafjöldaþróun á Íslandi 2015 til 2025 Erlendir ríkisborgarar Pólland 9,9% Austur-Evrópa 3,8% Vestur-Evrópa 3,4% N-Ameríka 0,6% S-Ameríka 0,2% N-Afríka 0,1% Afríka 0,3% Asía 1,7% Eyjaálfa 0,1% Erlendir ríkisborgarar 7,4% Pólland 3,4% Austur-Evrópa 1,3% Vestur-Evrópa 1,6% N-Ameríka 0,2% S-Ameríka 0,1% N-Afríka 0,0% Afríka 0,1% Asía 0,6% Eyjaálfa 0,5% Íslenskir ríkisborgarar 78,5%Íslenskir ríkisborgarar 92,6% Samsetning þjóðarinnar mun umbreytast ef ferðamönnum fjölgar eins mikið og spár segja til um. Það verða ekki aðeins útlendir ferðamenn sem fylla stræti og torg heldur mun bætast við um 80 þúsund erlendir ríkisborgarar sem flestir munu vinna við að þjónusta ferðamennina. Ferðamannasprengjur Enn meiri aukning ferðamanna í Georgíu, Svartfjallalandi, Laos og Víetnam Ef reiknað er með að sá jafni árlegi vöxtur sem hefur verið í ferða- mennsku á Íslandi frá 2010 haldi áfram næstu árin má gera ráð fyrir að á árinu 2022 komi hingað um 5,2 milljónir ferðamanna. Þótt eitthvað kunni að hægja á aukn- ingunni er eftir sem áður alls ekki ólíkt að fjöldinn fari yfir 5 milljónir um miðjan næsta áratug. Þetta er gríðarleg sprenging. Árið 2005 komu hingað aðeins 356 þúsund manns, rétt rúmlega íbúafjöldinn. Ef hingað koma rúm- lega 5 milljónir ferðamanna árlega verður það um fimmtán faldur íbúafjöldi landsins. Það mun um- turna mörgu í samfélaginu og hafa mikil og varanleg áhrif á margt. En þó þetta sé mikill vöxtur þá er það alls ekki einsdæmi að ferða- Mikill vöxtur en ekki einsdæmi Ef ferðamannastraumurinn á Íslandi vex frá 2010 fram til 2025 eins og gerðist í eftirtöldum löndum frá aldamótum og fram til 2015 gætum við búist við að sjá þennan fjölda ferðamanna á Íslandi um miðjan næsta áratug. 27,2 milljónir Kirgistan 6,6 milljónir Georgía 5,6 milljónir Kambódía Hvað ef túrisminn vex eins og í þessum löndum? Kambódíumenn hafa í raun búið við meiri aukningu ferðamanna síðasta aldarfjórðung en sú sprenging sem riðið hefur yfir Íslendinga síðustu árin og spáð er á næstu árum. Ef Íslendingar fá svipaða sveiflu og Kambódíumenn nutu samfellt frá 1995 til 2015 mætti búast við 7,7 milljónum ferðamanna árlega á Íslandi um miðjan næsta áratug. mannastraumur til eins ríkis hafi vaxið svona mikið á skömmum tíma. Þess eru þó nokkur dæmi. Af löndum sem hafa viðlíka mikinn fjölda ferðamanna og reiknað er með á Íslandi á næstu árum má nefna Kirgistan, Georgíu, Laos og Kambódíu. Öll þessi lönd eiga sögu um meiri vöxt á fimmtán ára tímabili en hæstu spár gera ráð fyrir að þróunin verði á Íslandi frá 2010 til 2025. Hlutfallsleg aukning ferða- manna hefur verið enn meiri í löndum sem draga til sín færri ferðamenn. Þannig komu aðeins 28 þúsund ferðamenn til Græn- höfðaeyja árið 1995 en þeir voru orðnir 500 þúsund árið 2015. Á Íslandi voru ferðamenn um 178 þúsund árið 1995. Aukning ferða- manna á Grænhöfðaeyjum jafn- gildir því að í fyrra hefðu hingað komið um 3,2 milljónir túrista. Um aldamótin komu um 115 þús- und ferðamenn til Svartfjallalands en í fyrra voru þeir um 1,4 milljón- ir. Sambærileg aukning á Íslandi hefði breytt 303 þúsund ferða- mönnum árið 2000 í 3,7 milljónir í fyrra. Árið 1995 komu um 85 þúsund ferðamenn til Georgíu en í fyrra var fjöldinn kominn í 5,5 millj- ónir í fyrra. Sama aukning hefði fjölgað 178 þúsund ferðamönnum á Íslandi árið 1995 í 11,5 milljónir ferðamanna árið 2015. | gse 2015 2025 21,5% ÍSLAND 4.0

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.