Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016
Lífskúnstnerinn Ketill
Larsen, eða Tóti trúður eins
og aðrir þekkja hann, hefur
blásið regnið burt á 17. júní
og sprautað vatni á flesta
Íslendinga
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Margir ættu að kannast við Ketil
Larsen sem jafnan er sagður vera
fyrsti trúður landsins. Tóti trúður
hefur skemmt Reykvíkingum á
þjóðhátíð landsmanna frá árinu
1970 og á því verður engin breyting
í ár.
„Ég var svo lengi að leita að sjálf-
um mér en fann mig um þrítugt
og var mjög hamingjusamur að
finna mig,“ segir Ketill þar
sem hann situr spakur
með vatnsglas á kaffistofu
BSÍ. Sólin skín inn um
gluggann.
„Það var heilmik-
il leit og ég prófaði allt
mögulegt en ég endaði á
að fara í Þjóðleikhússkólann
Hamingjan bara við túnfótinn
að læra ballett og þá kviknaði allt í
einu ljós: Nú veit ég hvað ég ætla að
gera! Ég ætla að verða frægasti leik-
ari í sérflokki – mála, teikna, yrkja
ljóð og vinna með börnum.“
Tóti varð til í Laugardalshöllinni
Ketill var fenginn til að leika trúð
og auglýsa leiksýningu í Laugar-
dalshöllinni árið 1970 sem bar
heitið Heimili innan veggja. „Ein-
hver aðstandenda sýningarinnar
lumaði á gömlu trikki frá Þýska-
landi: Að láta trúð auglýsa sýningu.
Ég var fenginn í þetta og saumað-
ur sérstakur búningur á mig. Það
varð að breyta tölunum og hafa
sérstaka bómullarhnappa í stað tré-
talna því ég klifraði svo mikið, upp
ljósastaura og svona. Annars klifra
ég ekkert mikið núna, ég tek það
fram. En þannig varð Tóti trúður til
og raunar tilviljun ein sem réði því
að hann fékk nafnið Tóti en ekki
eitthvert annað.“
Í framhaldinu hafi frægðarsól
Tóta trúðs risið hratt og hann orðið
einn vinsælasti trúður landsins.
Menn og konur út í bæ hafi farið
að stelast til að leika Tóta og það
endað með því að Ketill þurfti að fá
einkaleyfi á trúðinn.
Blésu regnið í burtu og þá kom sól
Ketill hefur margoft komið fram
á þjóðhátíðardeginum til að
skemmta landanum og segir minn-
ingarnar ótalmargar. „Ég man
sérstaklega eftir því einu sinni
þegar það var svakaleg rigning og
leiðindaveður í Hljómskálagarðin-
um á þjóðhátíðardaginn, alveg
sólarlaust. Þá fékk ég öll börn til
að blása rigninguna í burtu og það
snarvirkaði og sólin skein á öllu
Suðurlandi.“ Aðspurður um hvern-
ig svoleiðis blástur fari fram segir
hann alveg sama hvernig menn
blási, það dugi allt og blæs svo
spaugilega út í loftið.
„Síðan hef ég fengið að sprauta
vatni á Íslendinga á tyllidögum og
ég er sá maður sem hefur sprautað
vatni á flesta Íslendinga.“
Börn einlægustu áhorfendurnir
En hvers vegna vildi Ketill
skemmta börnum sérstaklega?
„Börn eru yndisleg. Þau eru svo
einlæg. Þau eru ekkert að segja
„þetta er skemmtilegt,“ ef þeim
leiðist. Það þýðir ekkert að bjóða
þeim uppá svoleiðis. Þá segja þau
bara „mamma, við skulum fara
heim, hann er svo leiðinlegur,“ það
þýðir ekkert að hafa þannig.“
Hann bætir því við að börn
breytist ekki frá kynslóð til kyn-
slóðar. „Börn eru alltaf eins. Það
segja margir að börn hafi breyst
svo mikið en ég tel það ekki rétt.
Það er alveg eins að skemmta þeim.
Þau hafa öll gaman af bröndurun-
um mínum, til dæmis.“
Sest ekki í helgan stein
Ketill segir þá Tóta trúð alltaf
fylgjast að en það geti þó verið
varasamt. „Maður má ekki lifa sig
of mikið inn í hlutverkið, eins og
sumir gera. Það hefur komið fyrir
marga leikara og þeir festast í hlut-
verkinu. Það er bara varasamt.“
Tóti trúður er þó hvergi hættur
að skemmta börnum og fullorðn-
um. „Það er um að gera að setjast
ekki í helgan stein en ég er að verða
82 ára og mig langar ekkert að vera
yngri. Það er alveg passlegur ald-
ur en mig langar auðvitað ekki að
vera á þeim aldri lengi. Ég vil halda
áfram að lifa.“
Hvað er sérstakt við Tóta trúð?
„Tóti er skemmtilegur en hann
er líka göldróttur. Hann getur til
dæmis yngt fólk, látið þá fá bíl-
próf sem vilja og svo spilar hann
á penna. (Tekur kúlupenna af
borðinu, mundar eins og trompet
og blæs). Töfrabrögð eru lækninga-
máttur og ég held að Tóti trúður
hafi læknað fólk með töfrum. Það
fer auðvitað eftir því hvað amar
að því. Minnimáttarkennd er til
dæmis veikindi en sumir skilja ekki
sjálfa sig og vita ekki af hverju þeir
eru svona eða hinsegin. Þá getur
töframaðurinn hjálpað þeim, ef
hann er með góða samvisku.“
Leitaði langt yfir skammt
Heldurðu að ungt fólk upplifi að
vera týnt, eins og þú hér á árum
áður? „Já, ég held að ungt fólk sé
oft dálítið týnt. Það er svo margt
í dag sem glepur, mikið í boði og
ekki nema von að fólk ruglist. Ég
hef kynnt mér svona lagað og oft
leiðbeint fólki um hvernig það eigi
að finna sjálft sig og hamingjuna
en hún er oft bara við túnfótinn,
rétt hjá manni. Ég fór einu sinni
í kringum jörðina að leita að ein-
hverju og síðan þegar ég kom heim
til litlu stelpunnar minnar sá ég að
ég hafði leitað langt yfir skammt.“
Hann bætir því við að hann eigi
átta barnabörn sem stundum komi
fram með Tóta trúði. „Tóta litla
frænka, til dæmis.“
Sýnir í Hljómskálagarðinum
En mun Tóti skemmta á 17. júní í
ár?
„Jájájá og það hefur enginn
trúður komið jafn oft fram á þjóð-
hátíðardegi og Tóti trúður,“ segir
Ketill glaður í bragði. Tóti og fé-
lagar munu skemmta gestum og
gangandi í Hljómskálagarðinum
klukkan 13 í dag. „Tóta litla frænka
verður með í för,“ bætir hann ein-
lægur við.
Tóti trúður segir að börn séu bestu áhorfendurnir. Mynd | Rut
Tóti trúður skemmtir börnum sem fyrr en segir margt í dag sem glepur