Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 41
Í mars árið 1913 hófst vinna við hafnargerð í Reykjavík með því að tekið var að sprengja grjót inni í Öskjuhlíð og leggja flutningabraut (járn- braut) frá Öskjuhlíðinni að Ánanaustum og í framhaldi af því að Ingólfs- garði. Eimreiðin, sem er alltaf sýnd á Miðbakka, var keypt hingað til lands 17. apríl 1913 vegna hafnargerðarinnar. Eimreiðin er sett upp fyrir sumar- daginn fyrsta og tekin niður fyrsta vetrardag. Hún er í vörslu Faxaflóa- hafna yfir veturinn. Hinn 16. nóvember árið 1917 voru hafnarmannvirkin afhent. Um svipað leyti var ákveðið að gatan frá Batterísgarði vestur að Slipp skyldi heita Tryggvagata í höfuðið á Tryggva Gunnarssyni. Samfélagsleg verkefni Faxaflóahafnir sf. er styrktaraðili að fjölda samfélagslegra verkefna. Sjóferð um Sundin Þessi skemmtilega og lærdómsríka sjóferð er í boði Faxaflóahafna sf. fyrir nemendur 6. bekkjar á Faxaflóahafnasvæðinu. Til að gera sjóferðina sem ævintýralegasta, þá er botnvarpa eða gildrur settar í sjóinn, til að ná upp sjávarfangi til að sýna nemendum. Ljósmyndasýning Miðbakka Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sett upp veglega ljósmyndasýn- ingu, ásamt þeim Guðjóni Inga Haukssyni sagnfræðingi og Guð- mundi Viðarssyni, á steyptum stöplum við Miðbakka. Það myndefni sem valið er hverju sinni á að gefa vegfarendum góða innsýn í þróun byggðar og hafsækinnar starfsemi. Ljósmyndasýningin hefur vakið mikla lukku meðal almennings og er orðin árlegur viðburður. Sýn- ingin opnar rétt fyrir Hátíð hafsins og stendur fram að hausti. Hátíð hafsins Faxaflóahafnir sf. og Sjómannadagsráð standa sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins, sem haldin er fyrstu helgina í júní. Há- tíðin er haldin sem ein af megin borgarhátíðum Reykjavíkurborgar, í þeim tilgangi að gefa fjölskyldufólki tilefni til að heimsækja hafnar- svæðið og kynnast störfum sjómanna. Hátíðin er fjölskylduhátíð með áherslu á að fólk þurfi ekki að greiða sig inn á viðburði eða dag- skrá hátíðarinnar. Styrkveitingar Á hverju ári leggja Faxaflóahafnir sf. samfélagsmálefnum lið með styrkveitingum. Með styrkveitingunum vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til þess að metnaðarfullt starf á ýmsum sviðum samfélagsins geti dafnað. hagskerfi landsins. Fyrir utan útgerðir, flutningafyrirtæki og hafsækinn iðnað, stóran og smáan, hefur á undanförn- um árum orðið mikill vöxtur í hafsækinni ferðaþjónustu. Með þessum vexti fylgir auk- ið mannlíf og menning. Því er höfnin í rauninni orðin allt í senn sjávarútvegshöfn, ferða- þjónustuhöfn, afþreyingarhöfn og menningarhöfn. er yfir 5.000 tonn. Faxaflóahafnir hafa pantað stálþil í hafnarbakk- ann sem stenst allar nútíma kröfur og hefur hluti verið afhentur nú þegar, þannig að hægt sé að byrja á framkvæmdum. Nýi hafnarbakkinn telst til mjög stórs verks í hafnargerð og því þarf til verks ýmis tæki og tól sem ekki eru til hér á landi. Það sem gerir nýja hafnarbakkann áhugaverðan er að suma verkhluta er verið að vinna í fyrsta sinn hér á landi. Þar má telja rekstur á samsettu þili, rekstur stálbita undir sporbita og endarekstur þeirra í klöpp. Þar að auki þarf að fergja alla verkáfanga bakkagerðar sem tekur langan tíma og stýrir að vissu marki framgangi framkvæmda. Grjótið flutt með járnbraut úr Öskjuhlíð …kynning9 | amk… föstudagur 17. júní 2016

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.