Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016 Áreiðanleg vörn alla nóttina. Þú upplifir hreinleika og ferskleika þegar þú vaknar. Eini tíðatappinn með verndandi SilkTouch™ vængjum NÝJUNG! JJ 24 08 Ferðamannastaðir Það er fyrirséð að mikið álag verð- ur á helstu ferðamannastaði landsins á næstu árum og stjórnvöld þurfa að bregð- ast við með nýrri stefnu og framtíðarsýn Við Old Faithful í Yellowstone- -þjóðgarðinum er þjónustumiðstöð með safni, veitingastað, sýningar- sal, bókabúð og salernisaðstöðu og ýmsu öðru. Byggingin kostaði um 27 milljónir dollara eða nálægt 3,3 milljörðum íslenskra króna. Þetta er ekki eina aðstaðan sem ferða- mönnum er búin nálægt þessum mikla hver. Í næsta nágrenni er hið sögufræga hótel Old Faithful Inn með tilheyrandi aðstöðu um kring. Á hverju ári koma rúmlega þrjár milljónir gesta að Old Faithful. Það er nálægt þeim fjölda sem búast má við að komi að Geysi í Haukadal ef spár um fjölgun ferðamanna ganga eftir og hingað til lands komi um fimm milljónir ferðamanna árlega. Við erum því á þröskuldinum að þurfa að taka ákvörðun um 3 til 4 milljarða króna uppbyggingu við Geysi. Uppbyggingin við Old Faithful er kostuð að hluta með styrkjum en samt að stærstum hluta með að- gangseyri. Það kostar 25 dollara á bíl og 15 dollara á fólk eldra en 16 ára að keyra inn í Yellowstone- garðinn. Það eru um 5.000 krónur á par á bíl með tvö börn undir 16 ára. Hluti þeirar greiðslur renn- ur til uppbyggingar í þeim hluta garðsins sem Old Faithful er. 2,5 milljónir á Þingvelli Ef spár ganga eftir munu yfir 2,5 milljónir manna heimsækja Þingvelli árlega. Til samanburð- Þingvellir verði eins og Stonehenge Old Faithful 5.000 kr. á fjölskyldu Árlegur fjöldi gesta: 3 milljónir Þjónustumiðstöð: 3,3 milljarðar króna Stonehenge 7.000 kr. á fjölskyldu Árlegur fjöldi gesta: 1,3 milljónir Þjónustumiðstöð: 4,4 milljarðar króna Giant’s Causeway 3.850 kr. á fjölskyldu Árlegur fjöldi gesta: 800 þúsund Þjónustumiðstöð: 3,2 milljarðar króna Cliffs of Moher 1.750 kr. á fjölskyldu Árlegur fjöldi gesta: 1 milljón Þjónustumiðstöð: 4,4 milljarðar króna ar sækja um 1,3 milljónir manna Stonehenge heim árlega. Þar var byggð nýlega þjónustumiðstöð upp fyrir 25 milljónir sterlingspunda eða 4,4 milljarða íslenskra króna. Ráðagerðir voru uppi um að byggja enn stærri byggingu en horfið var frá þeim. Hver gestur sem skoðar Sto- nehenge borgar rúm 15 pund eða um 2.650 krónur fyrir aðganginn að fornminjunum, þjónustumið- stöðinni og bílastæðum. Par á bíl með tvö börn sem bæði eru eldri en fimm ára þurfa að borga rúm 40 pund eða rúmlega sjö þúsund krónur. Vegna afslátta fyrir börn, skóla- fólk, eldri borgara og fleiri er erfitt að áætla heildarveltu aðgangseyrir við Stonehange. Varlega áætlað er hún þó ekki minni en 3 milljarðar íslenskra króna. Hluti þeirra fjár- muna fer í rekstur en góður partur rennur upp í byggingarkostnað. Í ljósi komandi bylgju ferða- manna til Þingvalla þurfa stjórn- völd að setja sér upp einhvers kon- ar Stonehange-áætlun. Gestir á Þingvelli voru um 650 þúsund á síðasta ári, verða um 800 þúsund á þessu, tæp milljón á næsta ári og nálægt 2,5 milljónum um miðjan næsta áratug. Menningarfélag í náttúrunni Stonehenge er í umsjón National Tr- ust, sjálfseignarfélags undir vernd ríkisins en með sjálfstæða stjórn og efnahag. National Trust sér um mik- inn fjölda náttúru- og söguminja á Englandi og systurfélög þess sinna sama verkefni í Skotlandi. Þetta er einskonar Hið íslenska bókmennta- félag á náttúru- og sögusviðinu. Kosturinn við þetta fyrirkomu- lag er að verja má tekjum á einum stað til uppbyggingar á næsta. Ef Stonehenge er að kafna í peningum og fólki má byggja upp aðstöðu á öðrum stöðum til að dreifa álaginu. Ef félag eða stofnun sæi um Sto- nehenge eitt og sér er hætt við að tekjustraumurinn myndi leiða til ýktrar uppbyggingar við staðinn. Með því að fela menningarfélagi umsjónina er líka dregið úr hættu á of mikilli kaupmennsku og gróða- hyggju. Þau sem hafa verið meðal 12 milljón árlegra gesta við Niagara- -fossa vita hvaða áhrif það hefur á svipmót merkra staða. 1,5 milljón að Seljalandsfossi Á Norður-Írlandi er stuðlabergs- fjara sem kallast Giant’s Causeway. Fjaran er einkaeign en það stöðv- aði ekki National Trust til að byggja þar skammt frá 3,2 milljarða króna þjónustumiðstöð. Þar kemur fólk og greiðir um 850 krónur á mann fyr- ir bílastæði, sýningu um náttúru- undrið og sögu svæðisins, aðgengi að salernum, veitingum, verslun og þjónustu. Þetta var niðurstaðan þrátt fyrir að landeigendur hafi vilj- að fara aðrar leiðir sem hefðu skilað þeim meira í aðra hönd. Á hverju ári koma um 800 þús- und manns að Giant’s Causeway, álíka fjöldi og reikna má með að heimsæki Seljalandsfoss eftir þrjú ár eða svo. Um miðjan næsta áratug gæti fjöldinn við Seljalandsfoss ver- ið kominn yfir 1,5 milljón. Milljón í Reynisfjöru Sunnan landamæranna á Írlandi vestanverðu eru Moher-klettarn- ir. Þar var nýlega byggð þjónustu- miðstöð fyrir 4,4 milljarða króna. Þar borgar fólk fyrir bílastæði, 850 krónur á hvern fullorðinn, og er greiðslan í raun gjald fyrir þjón- ustu og fræðslu í miðstöðinni þótt þeir sem koma gangandi að svæð- inu þurfi ekki að borga neitt. Á hverju ári kemur um ein millj- ón manna að Moher-klettunum. Það er viðlíka fjöldi og reikna má með í Reynisfjöru árið 2020. Það er því kominn tími til að taka fyrstu skóflustunguna að 5 milljarða króna þjónustumiðstöð við Reynisfjöru, helst ekki seinna en um næstu verslunarmannahelgi. | gse Ef spár ganga eftir mun þurfa að byggja hratt upp aðstöðu á helstu ferðamannastöðum. Tími vegasjoppunnar er liðinn. Aukin ferðamannastraum- ur kallar á veglegar mót- tökustöðvar með fjölþættri þjónustu; fræðslu, veiting- um, verslun og salerni. ÍSLAND 4.0

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.