Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 17. júní 2016
Garðtraktorar
með eða án safnkassa
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Reykjavík Midsummer
Music tónlistarhátíðin hófst
í gær. Hún stendur fram á
sunnudag í Hörpu og teygir
sig líka upp í Mengi við
Óðinsgötu. Eins og áður
er það Víkingur Heiðar
Ólafsson sem heldur um alla
þræði á hátíðinni og fær til
liðs við sig frábæran hóp
tónlistarmanna
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Nokkrum dögum fyr-ir upphaf Reykjavík Midsummer Music hátíðina er allt á fullu hjá Víkingi Heiðari Ólafssyni, píanista og listræn-
um stjórnanda hátíðarinnar sem
nú haldin í fimmta sinn þegar sól-
in er u.þ.b. hæst á lofti. „Þú nærð
mér einmitt á þeim tímapunkti
sem kemur á hverju einasta ári,
að mig langar til að hætta með
hátíðina,“ segir Víkingur og hlær.
Það er allt á haus og þeir sem taka
að sér stór verkefni sem krefjast
mikils skipulags og undirbúnings
kannast eflaust við tilfinninguna.
„Þó þetta sé kannski ekki stærsta
hátíðin í bransanum þá eru hug-
myndirnar stórar sem við erum
að reyna að framkvæma inni í
tónleikasalnum, og eins og með
allt á Íslandi þá er alltaf fámenn-
ur hópur að reyna að gera mikið.
Þræðirnir eru margir sem þarf að
halda um, en á sama tíma er það
einmitt það sem gerir þetta svona
skemmtilegt.“
Víkingur Heiðar leggur metnað
sinn í að hafa engar tvær hátíðir
eins svo það er alls ófyrirsjáanlegt
hvað gerist þegar á hólminn er
komið. „Það er náttúrulega allt dá-
lítið að fara til fjandans og þannig
á listin náttúrulega að vera. Tilf-
inningin þarf að vera sú að maður
sé einhvern veginn á brúninni.“
Það besta við hátíðina er, sam-
kvæmt Víkingi, að leiða saman
ólíka listamenn og þegar við tölum
saman þá eru æfingar við það að
fara að hefjast. Undirbúningurinn
fyrir hátíðina á næsta ári er löngu
hafinn, og stundum gleymist hjá
Víkingi að gera ráð fyrir því að læra
nóturnar sínar nógu snemma fyrir
hátíðina, vegna annarra anna. „Ég
er þannig að ég vil læra hlutina 150
prósent áður en ég fer inn í sal, til
þess að vera frjáls í túlkun. Þetta
þýðir að þegar líður að hátíð er
vinnan mikil við læra alla þessa
tónlist, en margt af henni hef ég
ekki leikið áður á tónleikum. Ég
læri semsagt ekkert milli ára og
held áfram að „prógrammera“ há-
tíðina mjög djarft og gáleysislega
fyrir sjálfan mig.“
Reykjavik Midsummer Music
og hin hátíðin sem Víkingur hef-
ur umsjón með í Svíþjóð og heitir
Winterfest eru mjög ólíkar, ekki
bara af því að þær eru haldnar að
sumri og vetri. Sænska hátíðin,
sem fer fram í sænsku Dölunum,
er stærri í sniðum, ekki síst hvað
varðar mannskap við undirbúning
og skipulag. Stóra verkefni Víkings
flesta daga ársins er síðan að byggja
upp sinn einleikaraferil. Það hefur
Aldrei missa
trúna á
þetta verði
stórkostlegt
gengið vel á undanförnum árum og
framundan eru spennandi tímar.
Hins vegar er greinilegt á máli hans
að skipulagning tónlistarhátíðanna
er með því skemmtilegra sem hann
gerir.
Þrátt fyrir atið í að-draganda hátíðar-innar þá snýst dagleg vinna Víkings um að hægja á sér, þ.e.a.s. fækka nýjum ver-kefnum og dvelja
betur í þeirri tónlist sem hann
tekur að sér að leika. „Ég elska að
þróa flutninginn áfram og áfram.
Það er dýrmætt að fá tíma til að
anda með tónlistinni sem maður
er að takast á við. Það er ekkert
sem kemur í staðinn fyrir tíma í
listinni. Það eru engar styttri leið-
ir, verkið sem þú ert að takast við
vex innra með þér.“
Þessi endurtekning er samt
einmitt eitt af því sem fólk skilur
oft illa varðandi klassíska tónlist.
Af hverju þarf t.d. sífellt að bæta
við nýjum og nýjum upptökum
af tónverkum sem til eru fyrir í
tugum eða hundruðum. „Ég held
reyndar að margar af þessum nýju
upptökum séu óþarfar,“ segir Vík-
ingur. „Mér finnst margt af þessu
ekki snúast um tónlistina held-
ur um það að listamaðurinn hafi
gert þetta, leikið ákveðna tón-
list á nýrri upptöku. Spurningin
ætti auðvitað að vera: hefur þú
eitthvað nýtt að segja um þessa
tónlist? Auðvitað eru allir að koma
með sjálfa sig í verkefnið og þessa
vegna eru engar tvær útgáfur eins,
en mér finnst samt að fólk eigi ein-
göngu að taka eitthvað upp ef það
telur sig hafa eitthvað nýtt að segja
með tónlistinni.“
Þetta er í grunninn hugmynd
Víkings með Reykjavík Midsum-
mer Music, hátíðin á ekki að
endurtaka sig, þó svo að listrænn
stjórnandi hennar sé í sinni dag-
legu uppbyggingu á sínum ferli að
reyna að endurtaka sig, einmitt til
að dýpka túlkun sína. „Ég vil að
fólk eigi erfitt með að skilgreina
hátíðina okkar. Þetta er ástæð-
an fyrir því að maður nennir að
halda þessa hátíð, ég myndi aldrei
hafa hana bara einhvern veginn.
Ég fæ mjög mikið út úr þessari
hugmyndafræðilegu vinnu, hún
gefur mér frí frá því að hugsa ná-
kvæmlega um hvernig ég vil hafa
einhverja hendingu í einhverjum
ákveðnum píanókonserti.
Undirbúningsvinnan er mikil, út
frá þema hátíðarinnar þarf ég að
kynna mér ógrynni af tónlist, langt
umfram það sem að endar á efn-
isskránni. Fimm prósent af árinu
tek ég að mér þetta hlutverk og það
er mjög ólíkt hinum 95 prósentun-
um.“ Þema hátíðarinnar, um hinn
frálsa förusvein (þ. Wanderer), er í
grunninn rómantísk hugmynd en
með efnisskránni toga Víkingur og
félagar þessa hugmynd í allar áttir,
inn í nútímann og framtíðina og út
í geim, en kannski er hugmyndin
samt nær okkur en við höldum.
„Það að fara á tónleika er líka að
vera ferðalangur. Þú ferðast inn í
sjálfan þig og verður að gera það.
Þú þarft að vera viljugur ferðalang-
ur til að tónlist hitti þig fyrir og
hrífi þig. Ef þú vilt ekki hrífast, þá
muntu ekki hrífast,“ segir Víking-
ur Heiðar Ólafsson sem er farinn
af stað í ferðalag sitt og annarra á
Reykjavík Midsummer Music þetta
árið.
Þema hátíðarinnar,
um hinn frálsa
förusvein, er í grunninn
rómantísk hugmynd
en með efnisskránni
toga Víkingur Heiðar
Ólafsson og félagar þessa
hugmynd í allar áttir.
„Tilfinningin
þarf að vera sú
að maður sé
einhvern veginn
á brúninni.“