Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 45
„Kærastan mín keypti nýlega Net- flix sem ég nota auðvitað miklu meira en hún og þar datt ég inn í þætti sem heita Marseille. Þeir fjalla um stjórnmál og bakstung- ur í borgarpólitíkinni í Marseille. Ég hef mjög gaman af því. Þetta er eiginlega franska útgáfan af House of Cards. Það eru líklega margir Íslendingar núna í Marseille þannig það er tilvalið fyrir fólk að kíkja á þessa þætti þegar það kemur heim. Ef það er nógu mikið um pólitík, spillingu og bakstungur þá eru það þættir fyrir mig. Það er algjörlega minn tebolli. Þessir þættir eru í uppáhaldi í augnablikinu. En svo horfi ég auðvitað á House of Cards og Game of Thrones. Það er nóg af því sama þar. Svo hef ég unnið mig að minnsta kosti fjórum sinnum í gegnum all- ar seríurnar af West Wing. Það er einmitt sama þema. Oft á sumrin þegar það er gjörsamlega ekkert í sjónvarpinu þá tek ég nokkra þætti af West Wing. Þetta er eiginlega óheilbrigt stjórnmála „obsession“ hjá mér. Það er auðvitað nógu mikið um stjórnmál í fréttum, en það dugir mér ekki. Það er líka töluvert af svona þáttum í boði og stjórnmála „thrillerar“ virðast vera að færast í aukana. Ég hafði mjög gaman af Borgen þegar þeir voru á sínum tíma og gömlu Yes, minister. Þá eru geggjaðir þættir í gangi á HBO sem heita Veep, þar sem Julia Louis-Dreyfus fer á kostum sem varaforseti Bandaríkjanna.“ Sófakartaflan Stefán Rafn Sigurbjörns- son, fréttamaður á 365 Með óheilbrigt stjórnmála „obsession“ Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins.” www.versdagsins.is …sjónvarp13 | amk… föstudagur 17. júní 2016 Pólitíkin heillar Stefán Rafn vill hafa nógu mikið af spillingu og bakstungum í þáttunum sem hann horfir á. Mynd | Hari Tímalaus klassík á þjóðhátíðardaginn Með allt á hreinu RÚV klukkan 20.10 Ef þú hefur ekki séð Með allt á hreinu þá er komið að því í kvöld. Og ef þú hefur séð hana, eins og allar líkur eru á, þá horfirðu bara aftur og jafnvel enn einu sinni á þessa snilld. Myndin fjallar um hljómsveitirnar Stuð- menn og Gærurnar (Grýlurnar) sem ferðast um landið og keppa. Kafað ofan í nauðgunarmenningu The Hunting Ground Netflix Í þessari mögnuðu mynd er flett ofan af þeim fjölda af nauðgunum sem eiga sér stað á háskólalóðum í Bandaríkj- unum. Talað er við fórnarlömb og aðstandendur og sagt frá eftirmálum og hvernig er tekið á svona málum hjá stjórnvöldum. Oftar en ekki eru svona mál þögguð niður og ekkert aðhafst, en 1 af hverjum 5 stúlkum í háskólum í Bandaríkjunum er nauðgað. Sáluhjálp í þungarokkinu Málmhaus RÚV klukkan 22.15 Átakanleg kvikmynd frá 2013 um stelpu sem lifir áhyggjulausu lífi í sveitinni þar til eldri bróðir hennar deyr af slysförum og hún kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjálp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Þröstur Leó Gunnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikstjórn: Ragnar Bragason. EM um helgina Í dag, föstudag 17. júní 13.00 Ítalía - Svíþjóð E-riðill 16.00 Tékkland - Króatía D-riðill 19.00 Spánn - Tyrkland D-riðill PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.