Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 46
…matur 14 | amk… föstudagur 17. júní 2016 „Engan víking hef ég hitt sem er með slæmt hjarta“ Víkingahátíð er haldin við Fjörukrána í Hafnarfirði um helgina, 21. árið í röð. 200 íslenskir víkingar leggja hönd á plóg Unnið í samstarfi við Fjörukrána Hin árlega Víkingahátíð er haldin nú um helgina, 16.–19. júní, með tilheyr-andi skemmtidagskrá við Fjörukrána í Hafnarfirði. Há- tíðin í ár er númer 20 í röðinni og hefur eigandinn, Jóhannes Viðar Bjarnason, betur þekktur sem Jói á Fjörukránni, frá upphafi séð til þess að skemmta landanum og erlendum gestum með aðstoð góðra fyrirtækja og Hafnar- fjarðarbæjar. Hátíðin í ár er með sama sniði og síðustu ár, en mikill vöxtur hef- ur verið í umfangi og afþreyingu frá því að hátíðin komst fyrst á laggirnar árið 1995. Nú í dag er áhersla lögð á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna, enda hver einasta mínúta helgarinnar skipu- lögð með glæsilegri dagskrá langt fram á kvöld. Þegar líða fer að þessari skemmtilegu hátíð fer að bera á víkingum á svæðinu og koma þeir víðsvegar að frá Evrópu. Jóhannes segir að hér áður fyrr hafi hann þurft að hafa fyrir því að fá víkingana til landsins og þurft að greiða fyrir þá flug, mat og gistingu. En nú sé svo komið að tugir erlendra víkinga sæk- ist enn eftir að koma hingað til lands til að vera viðstaddir þessa hátíð á eigin og nú sjá þeir um að borga flugmiðana og síðan fá þeir frítt upphald meðan á hátíðinni stendur. Fjöldi íslenskra víkinga hefur einnig aukist svo um munar síð- ustu árin, en þeir eru nú um 200 talsins og hafa þeir tekið virk- an þátt í þessari einstöku hátíð á ári hverju, flestir úr Hafnarfirði og víkingafelagi sem stofnað var í kring um Fjörukrána og nefnist Rimmugýgur. Þeir bjóða fram að- stoð sína á hverju ári og segir Jó- hannes að hann sé afar þakklátur þeirri aðstoð sem hann hefur feng- ið frá þessum dyggu íslensku vík- ingum. Nú er svo komið að íslenska víkingahátíðin hefur orðið sér úti um mjög gott orðspor. „Það er bor- ið mikil virðing fyrir þessari hátíð í heimi víkinga,“ segir Jóhannes. „Þessir víkingar núna eru að- allega íslenskir, yfir 200 víkingar alls. Þeir voru flestir litlir strákar sem voru að fylgjast með þessum víkingum sem voru að koma hing- að til lands á árum áður.“ Víkingarnir sem eru á svæðinu eru vanalega um 250–300 talsins og er skemmtanahald á svæð- inu fram á nótt, þar sem víkingar sjá um afþreyingu. Margir gestir koma á hótelið gagngert til þess að vera viðstaddir hátíðina. Frá því að veitingastaðurinn Fjörukráin var stofnuð árið 1990, með pláss fyrir 50 manns í sæti, hefur Jóhannes bætt við sig Vík- ingahóteli með rúmlega 60 her- bergjum og er staðurinn fær um að taka á móti hátt í 500 manns í sæti. Jóhannes vill koma á fram- færi þakklæti fyrir alla þá aðstoð sem hann hefur fengið í gegnum tíðina. Víkingafélagið Rimmugýg- ur, eins öll þau fyrirtæki sem og Hafnarfjarðarbær, hefur lagt hönd á plóg og aðstoðað Jóhannes í að gera hátíðina að þeirri hátíð sem hún er í dag. Þess má geta að börn hafa færi á því að fara í víkingaskóla, sem getur verið mjög skemmtilegt fyr- ir þau, þrátt fyrir að víkingar geti virst óhuggulegir fyrir börnin. „Þessir víkingar líta kannski ekk- ert vel út en engan víking hef ég hitt sem er með slæmt hjarta. En víkingalegir eru þeir.“ Dagskrá hátíðarinnar má nálg- ast á heimasíðu Fjörukrárinnar, www.fjorukrain.is, undir Víkinga- hátíð 2016. Jói á Fjörukránni er kominn í rétta gírinn fyrir árlega Víkingahá- tíð þar um helgina. Mynd | Hari Moðsoðið kryddlegið lambalæri með rósmarín­ kartöflum Fyrir fjóra til sex 1 lambalæri 1 hvítlaukur 1 msk ferskt timían 1 msk ferskt/ þurrkað blóð- berg ½ msk rósmarín ½ msk majoram 5 msk jómfrúarolía salt og pipar 1. Brjótið álpappírinn saman nokkrum sinnum þannig að hann þoli að liggja á berum kol- um. 2. Nuddið lambalærið upp úr olíu og saltið og piprið. „Spekkið“ lærið með hvítlauknum með því að stinga nokkur göt í það með stuttum hníf og troða hvít- lauknum í sárið. 3. Leggið þriðjung af kryddjurt- unum á álpappírinn og svo lambalærið ofan á jurtirnar. 4. Setjið þriðjung af jurtunum ofan á lærið og síðasta þriðj- unginn með hliðunum. 5. Pakkið lærinu vandlega inn og grillið á heitum kolum í 1½-2 klst eftir stærð lærisins. Snúið á hálftíma fresti. 6. Takið svo lærið af grillinu og látið það hvíla í 30 mínútur áður en þið opnið álpappírinn. 7. Á meðan lambið hvílir blúss- hitið þið grillið. 8. Penslið lambið að 30 mínútum liðnum með smáræði af jómfrú- arolíu, saltið aðeins og brúnið það síðan að utan á funheitu grillinu. Það þarf ekki nema mínútu á hvorri hlið þar sem það er þegar eldað í gegn. Gætið þess að halda vökvanum í ál­ pappírnum til haga og nota í sósuna! Fyrir rósmarínkartöflurnar 800 g nýjar kartöflur 4 msk góð jómfrúarolía 2-3 greinar ferskt rósmarín 1 hvítlaukur sjávarsalt og pipar Rósmarínkartöflurnar 1. Takið hvítlaukinn sundur í geira, setjið með kartöfl- unum í eldfast mót (eða álbakka) og veltið upp úr olíunni. 2. Raðið rósmaríngreinum á milli og saltið vel og piprið. 3. Bakið við óbeinan hita í um klukkustund þar til kartöflurnar eru gullnar að utan. Moðsoðið lambalæri á þjóðhátíðardaginn Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu, er á þjóðlegum nótum í dag og færir okkur uppskrift að girnilegu lambalæri sem eldað er að fornum sið Í grunninn er hér um að ræða gamal-kunna en jafnframt frábæra íslenska leið til að elda lambalæri. Moðsuða var gjarn-an viðhöfð á heimilum á öldum áður þegar eldiviður var af skornum skammti. Á mörgum heimilum voru moðsuðukassar úr tré þar sem hey, ull, hálm- ur, fiður, segl eða tjöld voru notuð til einangrunar, eða hvaðeina sem mátti nota til að spara eldiviðinn. Maturinn var settur í einangraðan kassann og kassinn nálægt hitagjafanum. Og svo var bara beðið. Þessi aðferð er enn einfaldari – lambalærið er umlukt ferskum kryddjurtum, pakkað inn í álpappír, sett beint á kolin og grasþaka lögð yfir. Einfalt. Þjóðhátíðarlambið Ragnar Freyr Ingv- arsson matreiðir hér lambalæri að fornum sið. Hann segir að moðsoðið lambið bragðist einstaklega vel og passi vel vilji fólk vera á þjóðlegum nótum í dag.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.