Fréttatíminn - 17.06.2016, Blaðsíða 38
…fjölskyldan 6 | amk… föstudagur 17. júní 2016
Geðtengslin
Heil og sæl, kæra amma og þakkir
miklar fyrir bæði áhugann sem
þú sýnir pistlaskrifunum mínum
og fyrir bréfið þitt góða. Ég átti
einmitt von á viðbrögðum þegar
ég skrifaði um tengslamyndun
ungra barna og þar með tilfinn-
ingaþroska barna til lífstíðar.
Spurning þín er einföld; getur ver-
ið skaðlegt fyrir börn að fara ung í
leikskóla og dvelja þar lengi dags.
„Fyrstu þúsund dagarnir“
Geðtengsl fósturs við móður hefjast
strax í móðurkviði og við fæðingu
byrja báðir foreldrar og fleiri í fjöl-
skyldu barnsins að tengjast nýbur-
anum. Frá 4-5 mánaða aldri þekkja
börn andlit sinna nánustu og upp
úr 6-7 mánaða aldri fara þau að
gera mannamun og bregðast mjög
ólíkt við fólkinu „sínu“ og ókunn-
ugum. Þau stara í forundran á hinn
ókunna, bresta í grát og við köllum
þessi eðlilegu viðbrögð manna-
fælni. En – þau eiga að vera manna-
fælin og hrædd við nýjar aðstæður
því þarna eru geðtengslin að mót-
ast. Barnið grætur, leitar að fólkinu
„sínu“ og vill bara hjúfra sig í kunn-
uglegu fangi og á aldrinum 12-18
mánaða er aðskilnaðaróttinn í há-
marki. Síðan fer óttinn rénandi og
tæplega þriggja ára barn til fimm
ára er farið að treysta umhverfinu
harla vel enda mikið þroskastökk
við þriggja ára markið. Sæunn
Kjartansdóttir sálgreinir hefur rit-
að frábærar bækur sem ég hvet alla
til að lesa; „Árin sem enginn man“
og „Fyrstu þúsund dagarnir“.
Gæðin ráða hvort leikskóli sé
hollur fyrir börn
Það er augljóst að mótaðilar fjöl-
skyldunnar, dagforeldrar eða leik-
skólar, taka við gríðarlegri ábyrgð.
Niðurstöður rannsókna sem hafa
verið gerðar á áhrifum vistunar
barna utan fjölskyldu, benda til að
gæði umönnunar og uppeldis hjá
mótaðilanum ráði mestu fyrir vel-
ferð barnsins, rétt
eins og hjá foreldr-
unum sjálfum.
Ástrík og örvandi
samskipti við
barnið í góðu,
öruggu, rólegu
og vel þekktu
umhverfi
heima og
heiman er
það sem gildir en leikskólabörnin
mælast gjarnan með meiri félags-
þroska og svo vitsmunaþroska og
málþroska heldur en þau sem ein-
göngu alast upp heima. Hins vegar
er vitað að áhrif af veru barna
utan fjölskyldu geta verið neikvæð
ef aðstæður eru ekki nógu góðar.
Þar má nefna of langan vistun-
artíma barnsins, oft og tíðum of
mikinn hávaða, þröngar stofur,
mikil mannaskipti, of mörg börn
á hvern starfsmann eða þá að
barnið lendir á hrakhólum milli
staða og uppalenda vegna þess að
ekki er búið nægilega vel að upp-
eldisþjónustu samfélagsins. Gæti
þetta gilt um Ísland?
Galið samfélag
Þroskalega séð er sem sagt frá-
bært fyrir börn að vera í góðum
leikskóla frá tæplega þriggja ára
aldri og þá hæfilegan tíma í senn,
t.d. 5-7 klst. Hins vegar þarf sam-
félagið okkar að framfleyta sér
rétt eins og við öll verðum að gera
og við viljum velferð og hagsæld
til að styða við hamingju heildar-
innar. Forsenda þessa er atvinnu-
þátttaka beggja kynja og hamingj-
an krefst líka jafnréttis kvenna
og karla til að allir geti notið sín.
Þess vegna verðum við að hlúa að
börnum og barnafjölskyldum og
byggja upp mun meiri uppeldis-
þjónustu heldur en þarfir barna
kalla eftir; sem sagt fyrir frelsi
foreldra, fyrir atvinnulífið, fyrir
skattainnkomuna og þannig fyrir
allt samfélagið. En við erum ekki
að því núna. Draumur minn er
18 mánaða fæðingarorlof sem öll
fjölskyldan gæti skipt á milli sín
en um leið dásamlegir smábarna-
kjarnar innan leikskólans fyrir
eins til þriggja ára börn ef fjöl-
skyldur kjósa þá leið. Síðan tæki
við þriggja ára góður leikskóli
fyrir öll börn með hæfilegum
dvalartíma á degi hverjum enda
forsenda hamingju fyrir þjóðina
að vinnutímar allra styttist ærlega
frá því sem nú er. Þetta kostar fé
og fyrirhöfn en er vel framkvæm-
anlegt ef við kjósum góða framtíð.
Við þurfum bara að leggja gal-
skapinn til hliðar.
Sendið Möggu Pálu spurningar á
maggapala@frettatiminn.is og
hún mun svara í næstu blöðum.
Kæra Magga Pála. Ég er amma en öll ömmubörnin mín eru nú orðin full-
orðin. Ég les pistlana þína með athygli og sá sem ég las í dag velti upp
þeirri spurningu hvort börn undir fjögurra ára aldri eigi yfirhöfuð erindi
í leikskóla í meira en 4 tíma á dag. Ég hef lesið um að hávaðinn í mörg-
um leikskólum sé svo mikill að hann fari oft yfir leyfileg mörk. Og ef
börn búa við þetta í 8 tíma á dag, hvers lags skaða veldur það á heyrn
þeirra og almennri vellíðan? Skaða sem jafnvel gæti komið fram seinna
á ævinni.
Ef ég stæði frammi fyrir þessu vali, þá myndi ég bara senda mín
börn til dagmömmu þar sem 6 börn væru hámarksfjöldinn. Börnunum
okkar er mokað inn í leikskóla og gamla fólkinu á elliheimili. Hvers lags
þjóðfélagi búum við í? Og allt er þetta svo foreldrarnir geti þrælað frá
morgni til kvölds og eru jafnvel í tveimur störfum. Og til hvers er þetta
allt? Til að byggja hús sem er mátulega tilbúið þegar börnin flytja að
heiman? ...
Uppeldisáhöldin
Getur leikskóladvöl
skaðað börn?
Er leikskóli hollur fyrir börn? „Ástrík og örvandi samskipti við barnið í góðu, öruggu,
rólegu og vel þekktu umhverfi heima og heiman er það sem gildir en leikskólabörnin mælast
gjarnan með meiri félagsþroska og svo vitsmunaþroska og málþroska heldur en þau sem
eingöngu alast upp heima.“ Mynd | NordicPhotos/Getty
Fundu frábært
leiksvæði í Heiðmörk
Magnús Már og fjölskylda fara mikið í sund og nýta
leiksvæði borgarinnar vel
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Það er dálítið misjafnt hvað við gerum eftir dögum og ekki síst árs-tíð. Við erum talsvert duglegri að fara út á
vorin og sumrin og dundum okkur
meira inni yfir vetrarmánuðina.
Það er hins vegar lífsnauðsynlegt
að fara eitthvað út alla daga og þá
verður sund oft fyrir valinu,“ segir
Magnús Már Guðmundsson, borg-
arfulltrúi og tveggja barna faðir.
Hann og konan hans, Sigurveig
Sigurjónsdóttir Mýrdal hjúkrunar-
fræðingur, eru dugleg að nýta
frítímann með börnunum. „Við
förum mikið í sund allan ársins
hring. Krakkarnir elska það – og
það er mjög þægilegt að vera búinn
að baða alla að skemmtun lokinni.
Við förum oftast í Breiðholtslaug en
einnig Árbæjarlaug.“
Magnús segir börnin líka una
sér vel á rólóum og leikskólalóð-
um um helgar og þá sé hægt að
velja úr ótalmörgum leiksvæðum
í borginni. „Við fórum um daginn
á leiksvæði í Heiðmörk og það var
æðislegt. Þangað förum við pott-
þétt aftur í sumar. Svo eru þau
orðin mjög öflug að hjóla – en við
komumst einmitt að því um daginn
að dóttir okkar kunni alveg að hjóla
án hjálpardekkja, án nokkurrar að-
komu okkar.“
Í fyrra flutti fjölskyldan í nýtt
húsnæði og hafa þau nú garð út af
fyrir sig, sem Magnús segir alveg
frábært.
„Okkar Sigurveigar bíður hins
vegar talsvert verk að koma garðin-
um í gott horf en krakkarnir una
sér mjög kátir úti í arfanum. Það
eru einfaldlega mikil lífsgæði sem
felast í því að hafa aðgang að garði
þegar maður er með börn á leik-
skólaaldri.“
Á sumrin fer fjölskyldan líka
töluvert í sumarbústaðinn hjá
tengdaforeldrum hans. Þá hafa
þau síðustu ár dvalið nokkra daga
á sumrin í Stykkishólmi þar sem
Magnús var mikið sem barn. „Mér
finnst æðislegt að vera með krakk-
ana þar og sýna þeim staði sem eru
mér kærir auk þess að þau nái að
hitta langömmu Dóru.“
Nýta fríin vel Fjölskyldan gerir ýmislegt
í frítíma sínum. Þau eru dugleg að heim-
sækja leiksvæðin í borginni og á hverju
ári dvelja þau nokkra daga í Stykkis-
hólmi. Mynd | Úr einkasafni