Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.07.2016, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 22.07.2016, Qupperneq 34
…maraþon 10 | amk… FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016 Það hafa aldrei jafn margir erlendir þátt- takendur skráð sig í hlaupið og nú, 3400 manns. Unnið í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur Þegar mörg þúsund manns hlaupa af stað í Reykja-víkurmaraþoni Íslands-banka hefur heilmikill undirbúningur átt sér stað svo allt gangi sem skyldi. Um 600 manns starfa við Reykjavíkur- maraþonið sem er skipulagt af Íþróttabandalagi Reykjavíkur, þar af tvö full stöðugildi allt árið um kring. Íþróttabandalag Reykja- víkur skipuleggur einnig tvö önn- ur árleg hlaup, Miðnæturhlaupið og Laugavegshlaupið. „Handtökin eru mörg, allt frá því að afhenda drykki og skera banana í að halda utan um áheitasíðu, skráningar og mæla brautina,“ segir Anna Lilja Sig- urðardóttir hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Vinsældir Reykja- víkurmaraþonsins fara vaxandi með ári hverju og nú þegar hafa verið slegin skráningarmet, mið- að við sama tíma í fyrra þegar 15 þúsund manns hlupu. Nú hafa 8000 manns skráð sig í Reykja- víkurmaraþonið, en það er um 20% fleiri en voru skráðir á sama tíma í fyrra. „Fólk er farið að skrá sig fyrr til leiks. Bæði æfir fólk í lengri tíma og margir vilja gefa sér góðan tíma í að safna áheit- um.“ Nú hafa safnast rúmlega þrettán milljónir til góðra mál- efna, en á sama tíma í fyrra voru komnar tíu milljónir. „Vinna við að pakka í umslög- in sem hlaupurum er afhent með númerum og öðrum gögnum er hafin um páskana, en útbúa þarf um 17 þúsund umslög,“ segir Anna Lilja. Í hverjum pakka er skráningarnúmer, tímatökuflaga ásamt leiðbeiningum, sundmiði og veglegt tímarit sem gefið er út árlega í tengslum við hlaup- ið. „Áætlað er að 17.656 lítrum af vatni og Powerade verði dreift til hlaupara á meðan hlaupinu stendur og í það verði notuð 85.550 glös,“ segir Anna LIlja. Drykkjastöðvar er staðsettar með 5 kílómetra millibili. „Við erum svo heppin að fá að stór- um hluta til sama fólkið til starfa ár eftir ár. Þetta er mest fólk úr íþróttafélögunum í Reykjavík og með þessari vinnu safna þau fé Endaspretturinn. Þúsundir verðlaunapeninga eru hengdir á alla hlaupara sem koma í mark. Með bros á vör. Á réttu tempói. Hraðastjórar hjálpa hlaupurum að ná markmiðum sínum. Þeir hlaupa á jöfnum hraða sem merktur er á vesti og blöðrum. Göturnar. Margar götur eru lokaðar á meðan hlaupi stendur. Hægt er að kynna sér allar lokanir á marathon.is. Slegið á þorstann. Starfsmenn með útréttar hendur við hverja drykkjastöð sjá til þess að allir fái nægan vökva. Rúmlega 17 þúsund lítrar af drykk er hellt í um 85 þúsund glös til að svala þorsta hlauparanna. Sigur í höfn. Fyrstu hlauparar í flokki karla og kvenna hlaupa í gegnum borða þegar þau koma í mark. Fólkið á bakvið tjöldin Fjöldi fólks stendur að baki þeim stórviðburði sem Reykjavíkurmaraþonið er. Undirbúningur er í gangi allt árið um kring og þegar stóri dagurinn rennur upp eru um 600 manns að sinna margvíslegum verkum. Fagleg vinnubrögð og jákvætt viðhorf þeirra sem að hlaupinu standa er grunnurinn að velgengni Reykjavíkurmaraþons. fyrir sitt félag. Reynsla þeirra af íþróttastarfi kemur að góðum notum, til dæmis þegar kem- ur að því að hvetja hlauparana áfram. Hlauparar hafa haft orð á því hvað stuðningur og hvatn- ing frá brautavörðum og öðrum starfsmönnum hefur mikið að segja,“ segir Anna Lilja. Það góða starf sem fólkið á bakvið tjöldin vinnur hefur skil- að sér í góðu orðspori út fyrir landsteinana. „Það hafa aldrei jafn margir erlendir þátttakendur skráð sig í hlaupið og nú, 3.400 manns, og skráningu er ekki nærri lokið. Flestir sem koma hingað hafa frétt af Reykja- víkurmaraþoninu frá vinum og vandamönnum. Það þykir gott að hlaupa hérna á þessum árstíma, þar sem víða erlendis er ekki hægt að hlaupa vegna hita.“ Hlaupdagurinn sjálfur byrj- ar snemma hjá starfsmönnum Reykjavíkurmaraþons. „Uppsetn- ing á markinu sjálfu hefst fljót- lega eftir miðnætti. Klukkan 4.30 mætir svo hópur fólks til að stilla upp öllu marksvæðinu og tíma- tökuteymið tekur til starfa um klukkan 6. Fyrstu hlauparar eru ræstir af stað kl. 8.40 og tíma- töku lýkur kl. 14.40. Að því loknu tekur við frágangur á hlaupa- brautinni og marksvæði sem lýkur um kl. 18.”

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.