Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 06.08.2016, Page 8

Fréttatíminn - 06.08.2016, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Meðal mánaðarlaun í þess­um verksmiðjum eru rúmlega 600 þúsund kr. Þetta sagði Árni Sigfússon, fyrr­ verandi bæjarstjóri í Reykjanes­ bæ, árið 2014 um framkvæmdir við tvö kísilver í Helguvík. Það var tilhlökkunarefni fyrir bæjarbúa á því landsvæði á Íslandi sem hafði farið einna verst út úr hruninu, að þar væru að verða til vel borguð störf fyrir verkamenn. Hluti bæjar­ búa hafði þurft að framfleyta sér á bótum, eftir að stórveldisdraumar meirihlutans í bænum hrundu eins og spilaborg, bæjarkassinn var tóm­ ur og bankinn gjaldþrota. Kísilver United Silicon á að vera tekið til starfa, samkvæmt áætlun, en það var fyrst kynnt til sögunnar árið 2011. Það hefur hinsvegar taf­ ist. Íslenskir aðalverktakar hættu framkvæmdum á dögunum og saka félagið um að vera í vanskilum með launagreiðslur fyrir einn milljarð króna. Það mál fer væntanlega fyrir dóm. Bærinn er að reyna að rukka inn 100 milljónir fyrir lóðaleigu með atbeina lögfræðinga. Þá kom í ljós fyrir nokkrum dög­ um að fyrirtækið ætlar ekki að gera sérkjarasamning við verkamenn­ ina og vera þar með eina stóriðju­ fyrirtækið á landinu sem ekki gerir það. Verksmiðjan verður keyrð á al­ mennum kjarasamningum en tals­ menn verkalýðsfélagsins spá því að það verði til þess að flytja þurfi inn ódýrt vinnuafl fyrir verksmiðjuna. Þar með bítur vitleysan í skottið á sér. Hitt kísilverið sem Árni Sigfússon greindi frá, er ennþá hola í jörðu og ólíklegt að það verði gangsett á næstunni. Þar eru nokkrir í vinnu, meðal annars fólk á vegum erlendr­ ar starfsmannaleigu. Það fékk sinn sjöunda frest á dögunum þegar það átti að greiða gatnagerðargjöld til bæjarins, samtals 140 milljónir. Kísilver United Silicon og Thorsil í Helguvík fá ýmsar ívilnanir vegna uppbyggingarinnar í Helguvík svo sem helmings afslátt af fast­ eignaskatti og 30 prósenta afslátt af gatnagerðargjöldum. Þá skuldbinda stjórnvöld sig til að leggja ekki á ný gjöld eða skatta, sem varða raf­ magns kaup eða raf orku notk un fé­ lags ins, nema slíkt sé lagt á önn ur fé lög á Íslandi. Þá hafa bæjaryfir­ völd lagt í mikinn kostnað í Helgu­ vík, meðal annars vegna fram­ kvæmda við höfnina til að greiða fyrir stóriðjunni. Þetta er gert í nafni atvinnuupp­ byggingar. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að fyrirtækið greiðir verkamönnum rúmlega 1400 krónur á tímann, auk uppbótar til að slefa upp fyrir lægstu leyfilegu laun í landinu. Þannig fór um hálaunastörfin í kísilverinu og verkalýðsfélagið óttast að fyrirtæk­ ið ætli að flytja inn ódýrt vinnuafl í gegnum starfsmannaleigur og koma því fyrir í leiguhjöllum í bænum. Árið 2007 var mikið um dýrðir í Helguvík þegar Árni Sigfússon tók fyrstu skóflustunguna að risaál­ veri í Helguvík en þar var sannköll­ uð karnivalstemning sanntrúaðra stóriðjusinna. Að vísu átti eftir að tryggja rafmagn fyrir álverið og þegar næg orka reyndist ekki í iðr­ um Reykjaness, svo hægt væri að stinga því í sambandi, greip um sig mikil múgæsing, þar sem leitað var logandi ljósi að sökudólgi. Sóknarpresturinn í Útskálakirkju bað þess í Jesú nafni að stjórnvöld myndu greiða götu álvers í Helgu­ vík og haldnar voru fjöldasamkom­ ur þar sem umhverfisráðherra var hrópaður niður. Það var eitt af stefnumálum nú­ verandi stjórnvalda að álverið yrði loksins að veruleika og draumur­ inn frá 2007 er því enn í fullu gildi. Núna er ekki auðvelt að kenna vinstri grænum umhverfisráðherra um þótt hægt gangi en miðað við þetta á fyrirstaðan miklar þakkir skilið. Í Helguvík er nú þegar risastór kirkjugarður dáinna kosningalof­ orða og núna, þegar sporin hræða, væri ráð að moka yfir álverið líka. Suðurnesin þurftu að glíma við áfall á vinnumarkaði þegar herstöð­ in fór og annað eins þegar efnahags­ hrunið varð. Þeir náðu þó í tvígang að rísa úr öskustónnni og koma at­ vinnulífinu í nær eðlilegt horf, samt reis ekkert í Helguvík nema skýja­ borgir. Núna rísa þar mengandi verk­ smiðjur en þær virðast öðru frem­ ur ætla að verða baggi á því sem fyrir er. Þegar það á að flytja inn vinnuafl til að hægt sé að gangsetja fyrstu stórverksmiðjuna er óhætt að segja að þarna sé að verða til enn ein furðusagan í löngum sagnabálki sem er orðinn til í kringum Helgu­ vík. Þóra Kristín KIRKJGARÐUR DÁINNA LOFORÐA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Af hverju er aldrei haldin hátíð okkar sem engu viljum breyta? Af hverju er ekkert Nei Pride? KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum -25% 1.875kr.80602501-2 - Verð áður: 2.495kr. 3 LÍTRAR HERREGÅRD PALLAOLÍA XO viðarvörn, er ætluð á gagn- varið efni, palla, girðingar og garðhúsgögn. Kemur í veg fyrir gráma og inniheldur sveppa og mygluvarnarefni. Fæst í ljósbrúnu og glæru. SÓL ALLA HELGINA FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIРDREIFING@FRETTATIMINN.IS Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 www.veidikortid.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.