Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 06.08.2016, Side 10

Fréttatíminn - 06.08.2016, Side 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Ólympíuleikarnir ódýrari en síðustu ár – en samt dýrir fyrir Brasilíu í kreppu Myndir | NordicPhotos/Getty Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro hefjast í dag. Þeir lenda á versta tíma fyrir Brasilíu. Válynd veður eru þar um þess- ar mundir vegna bæði efnahagslegrar og stjórnmálalegrar kreppu. Margir Brasilíumenn mótmæla leikunum. Þegar litið er á heildarmyndina kemur þó í ljós að kostnaður við leikana er mun minni en við ólympíuleika á undanförnum áratug- um. Spillingarmál, fjárhagslegt klúður og bruðl á stórum íþróttamótum hefur breytt hugmyndum um slíka viðburði. Skipuleggjendur leikanna í ár eru þó gagnrýndir fyrir að fjárfesta ekki nægilega í varanlegum mann- virkjum til að bæta líf íbúanna í Rio. Stjórnvöld hafa einnig verið sökuð um mannréttindabrot með aðgerðum gegn íbúum fátækrahverfa í borginni. Zika-veiran, mengun og hætta af hryðjuverkum eru og áhyggjuefni. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Síðustu ólympíuleikar – vetrar- ólympíuleikarnir í febrúar 2014 – fóru fram í Sotsí í Rússlandi. Borgin sú liggur við Svartahaf og und- ir tilkomumiklum fjöllum Norður -Kákasus. Keppt var í skíðagreinum í fjallaþorpinu Krasnaya Polyana. Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi að leikarnir yrðu sem allra glæsilegastir, til að sýna heiminum að Rússar væru stórveldi, og dældi hömlulaust peningum í þá. Hann lét til dæmis reisa lest á milli flugvallarins í Sotsí og áður- nefnds fjallaþorps en það er um 50 kílómetra löng leið í gegnum fjallaskörð. Lestin kostaði 8,7 milljarða dollara eða um þúsund milljarða ís- lenskra króna. Skemmst er frá því að segja að sárafá- ir nota lestina í dag. Hún var því í raun reist aðeins til að ferja gesti og íþróttafólk á milli staða í þær rúmu tvær vikur sem leikarnir fóru fram. Samtals kost- uðu vetrarólympíuleikarnir 51 millj- arð dollara – maður þorir varla að reikna þá upphæð í íslenskum krón- um – og eru því dýrustu ólympíuleik- ar sögunnar. Margt bendir til að fjár- glæfrastarfsemi hafi verið stunduð í undirbúningi þeirra, þar sem ólígarkar í náð Pútíns hirtu greiðsl- ur vegna framkvæmda og kostnaður féll á skattgreiðendur. Ódýrara snið og breytt hugsun Sumarleikarnir í London árið 2012 kostuðu um 15 milljarða dollara og leikarnir í Beijing í Kína árið 2008 litla 44 milljarða dollara. Ólympíuleikarnir í Rio í ár kosta sáralítið í þessum samanburði. Í raun er gert ráð fyrir að heildar- kostnaður vegna þeirra nemi um 5-6 milljörðum dollara. Það er minna en fjallalestin ein í Sotsí kostaði. Leik- arnir eru að miklu leyti fjármagnaðir með auglýsinga- og sjónvarpssamn- ingum svo að beinn kostnaður fell- ur ekki á skattgreiðendur nema að óverulegu leyti. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að kostnaður hafi farið fram úr áætlunum en þó ekki í hæstu hæðir. Helst er spurt hvað geri skuli við glænýja velli og hallir fyr- ir íþróttir sem njóta ekki sérstakra vinsælda í Brasilíu. Þó að HM 2014 hafi tekist nokkuð vel, þótti flestum landsmönnum óásættanlegt að reisa glænýja og risastóra fótboltavelli á stöðum eins og í Amasónborginni Manaus. Þar var 45 þúsund manna völlur reistur en kostnaðurinn nam um 200 milljónum dollara. Keppt var fjórum sinnum á honum á HM. Síðan þá hefur þetta stóra mannvirki staðið nánast autt ef frá eru taldir leikir í fjórðu deild og gospeltónleik- ar sem örfá þúsund sækja. Horft til Aþenu 2004 Á síðustu misserum hefur verið flett ofan af hverju spillingarmálinu á fætur öðru í Suður-Ameríku og þar á meðal í íþróttahreyfingum. FIFA- -hneykslið sýndi að knattspyrnu- sambönd í álfunni hafa flest stundað fjárglæfrastarfsemi. Vegna kreppu- ástandsins í Brasilíu hefur and- staða við hvers kyns spillingu og eyðslu með almannafé magnast og því hefur verið hávær krafa í þjóð- félaginu um að kostnaði sé stillt í hóf á ólympíuleikunum. Horft er til Aþenu í Grikklandi í þessu sam- bandi. Þar liggja ýmis mannvirki frá ólympíuleikunum 2004 yfirgefin og ónýt, líkt og þær séu byggingar á geislavirku svæði Tsjernóbýl. Gríska ríkið fór mjög illa út úr leikunum. Talið er að um sjö milljarðar evra hafi fallið á gríska skattgreiðendur, sem þeir máttu auðvitað alls ekki við eins og síðar kom í ljós. Sumir ganga svo langt að segja að ólympíuleikarn- ir hafi í raun sökkt hinu veikbyggða gríska ríki. Ólympíuleikar á BRICS-öld Lula da Silva, fyrrverandi forseti, var á hátindi sínum árið 2009 þegar Rio de Janeiro landaði ólympíuleikun- um. Hann fagnaði ákaft og fór svo frá embætti í árslok 2010, með 70 til 80 prósent fylgi og var þá líklega vinsæl- asti þjóðhöfðingi veraldar. Brasilía var þá talið efnahagslegt stórveldi Fjársvelti Rio de Janeiro héraðs þýddi að lögreglumenn fengu ekki útborguð laun. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI BARNA- GLERAUGU til 18 ára aldurs frá 0 kr. Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.