Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 06.08.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Sumar heitar en löngu gleymdar ástarsögur áttu aldrei að líta dagsins ljós sök- um ritskoðunar. Ein þeirra er ástarsaga Ólafs Davíðs- sonar þjóðsagnasafnara og Geirs Sæmundssonar, prests og vígslubiskups. Þorvaldur Kristinsson, bókmennta- og kynjafræðingur, segir hér frá ástum Ólafs. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þorvaldur Kristinsson, bók- mennta- og kynjafræðingur, hefur um árabil unnið að rannsóknum á sögu samkynhneigðra á Íslandi og í fyllingu tímans munu þær birtast á bók. Sú vinna felst með- al annars í því að leita upp löngu gleymdar ástarsögur sem fæstum var ætlað að líta dagsins ljós. Rit- skoðun af einu eða öðru tagi sá til þess. Ein slík saga segir frá Ólafi Davíðssyni, sem varð einn merk- asti þjóðsagnasafnari þjóðarinnar, og Geir Sæmundssyni, síðar presti og vígslubiskupi. Um ástir þeirra má lesa í dagbók Ólafs frá 1881-1882, en þann vetur voru ungu piltarnir samtíða í Lærða skólanum í Reykja- vík. Eftir að hafa legið í geymslu í áratugi var ákveðið að gefa dag- bækur og bréf Ólafs út í bókinni Ég „Ég kyssi hann og læt dátt að hon- um, hreint eins og hann væri ungmey.“ „Hann er unnusta mín“ læt allt fjúka en í þeirri bók voru öll skrif um ástina til Geirs strok- uð út. Það var svo ekki fyrr en árið 1990 að Þorsteinn Antonsson vakti athygli á þessum köflum og birti þær í bók sinni Vaxandi vængir að þeir komu fyrir sjónir almennings. Og það var þá sem áhugi Þorvaldar kviknaði. Falin og bæld saga „Ríkjandi menning hefur löng- um strokað út þá vitnisburði sem hana grunar að gætu sett skítablett á söguna“ segir Þorvaldur. „Þeim mun neyðarlegra er þetta í ljósi þess að hin útgefna bók bar heitið Ég læt allt fjúka, og er það tilvitnun í orð Ólafs sjálfs. Hann þótti að upplagi óvenju hispurslaus maður og af formála dagbókarinnar má ráða að hann gerði ráð fyrir því að hún yrði varðveitt handa síðari tímum. Heimildir um sögu þjóðarinnar eru ekki allar jafn sýnilegar, öðru nær. Til skamms tíma sá kvenna varla nokkurn stað í þeirri Ís- landssögu sem kennd er í skólum, rétt eins og þær hefðu aldrei ver- ið til, hvað þá að þær hefðu tek- ið til hendinni. Og allt fram undir aldamótin 1900 var fátæk alþýða varla nefnd á nafn á bókum nema þá helst þegar hún komst í kast við lögin og var dæmd til tugthúsvistar eða lífláts. Sama er að segja um það fólk sem lagði ást og girndarhug á sitt eigið kyn. Saga okkar hefur ver- ið falin, bæld og strokuð út, og því er vandi þeirra mikill sem leita að hinsegin veruleika forfeðra sinna og formæðra. Samt er þessi saga jafngömul mannkyninu, hún skipt- ir máli til skilnings á okkar eigin til- veru og tekur á sig fleiri birtingar- myndir en tölu verður á komið,“ segir Þorvaldur sem heldur áfram og segir svo frá; Ástir kvikna „Síðla vetrar 1882 sat piltur norðan úr Hörgárdal með dagbókina sína á hnjánum í litlu herbergi við Aust- urvöll í Reykjavík og trúði henni fyrir tilfinningum sínum. Latínu- skólapilturinn Ólafur Davíðsson var ástfanginn og það á sínum sérstöku nótum: „Skelfing þykir mér vænt um Geir. Hann er líka allra laglegasti piltur og virðist vera vel viti bor- inn. Hann er unnustan mín. Ég kyssi hann og læt dátt að honum, hreint eins og hann væri ungmey. Hann hefur líka leitt okkur Gísla saman. Hann er líka unnusta Gísla. (Ég þori samt ekki að ábyrgjast það). Við gengum oft með unnust- um vorum, og með því vér áttum báðir sömu unnustu þá urðum vér að ganga saman.“ Pilturinn sem þetta ritaði var að verða tvítugur þegar hér var komið sögu og á sínum síðasta vetri í efsta bekk Reykjavíkur lærða skóla sem síðar hét Menntaskólinn í Reykja- vík. Gísli Guðmundsson, sem Ólafur nefnir, var bekkjarbróðir hans, en Geir Sæmundsson var þennan vet- ur fimmtán ára busi í skóla, prests- sonur frá Hraungerði í Flóa. Í árbók Lærða skólans lýsir hann sjálfum sér með þessum orðum vorið sem hann útskrifaðist: „[Geir] var með- almaður á hæð og vel á sig kominn, dökkhár og fríður í andliti og ekki karlmannlegur. Hann hafði með- algáfur og meðalkunnáttu í náms- greinum skólasveina. Hann var söngmaður ágætur og hafði for- kunnarfagran og þýðan róm, en Bakkusar vinur var hann.“ Í hálfrökkrinu Skömmu eftir komu Geirs í skólann tókst náin vinátta með þeim Ólafi enda feður þeirra aldavinir og kært samband milli fjölskyldna þeirra. Þann 28. mars skrifar Ólafur þetta í dagbók sína: „Eftir átta gekk ég með Gísla Guð- mundssyni og Geir og seinast fór- um við inn til Gísla og sátum þar stundarkorn. Vér kveiktum ekki. Það er annars nógu notalegt að sitja svona í hálfrökkrinu hjá góð- um kunningjum og tala út um alla heima og geima. En það er ekki gaman að sjá annan sitja undir kærustunni og sjá hana láta dátt að honum með öllu móti, sjá hana kyssa hann, faðma hann að sér og mæla til hans blíðum orðum; þetta varð ég þó að þola því Gísli sat und- ir Geir og Geir lét dátt að honum en leit ekki við mér. Ég held að ég hafi sannarlega fundið til afbrýðisemi en hún var fjarskalega væg eins og eðlilegt er, því þótt Geir sé kærastan mín þá er hann ekki kærastan mín. Maður hefur víst aldrei jafnheita ást á pilt og meyju.“ Sættir og góður koss Og ástir unglinganna döfnuðu á þeim nótum sem hæfðu tíðarand- anum vorið 1882. Þeir heimsækja hvor annan daglega, stundum oft á dag, sofa saman nótt og nótt, yrkja vísur hvor til annars, skiptast á um að færa hvor öðrum brjóstsykur og vindla og kúra saman í laut í Þing- holtunum þegar vel viðrar. Þetta er löngu fyrir daga útvarps og geisla- spilara og enginn iPod innan seil- ingar, en stundum syngja þeir saman: „Þá upp til Geirs. Hann kenndi mér lagið: „Ég veit yðar myndin in mæra“, fagurt lag og friðblítt. Ég kann ekki við orðið „angurblítt“. Geir varð annars styggur við mig stundarkorn því ég uppnefndi hann öllum illum nöfnum, en sætt- Forboðnar ástir líta dagsins ljós Þorvaldur Kristins- son, bók- mennta- og kynja- fræðingur. Lærði skólinn um aldamótin og Menntaskólinn í Reykjavík í dag . Hugtak- ið homosexualitet eða samkynhneigð varð fyrst til um 1870 með iðn- byltingunni og vaxandi þörf hins kapítalíska samfélags til að kortleggja, skrá og hemja mannlífið Mynd | Rut. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI BARNA- GLERAUGU til 18 ára aldurs frá 0 kr. Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.