Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 06.08.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 06.08.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 6. ágúst 2016 Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Það skiptir miklu máli að vera með skýra mynd á því sem þú vilt gera, eða vera. Góður undirbún-ingur á karakter og því andliti sem þú vilt sýna skilar sér margfalt. Einnig skiptir máli að líða þægilega og vera öruggur,“ segir Gógó, dragdrottning Íslands árið 2015. Gógó er innblásin frá bandarískri húsmóður frá sjötta og sjöunda áratugnum. „Brosið er hennar styrkleiki því er áherslan sett á varirnar og hvernig má gera því hátt undir höfði. Það er mik- ilvægt að ýta undir það sem þú elskar í fari þínu.“ Undirbúningurinn hjá Gógó tek- ur um tvær klukkustundir. Fyrir gleðigöngu helgarinnar vaknar hún klukkan 8 og hefst þá vinnan. „Ég byrja á að raka mig svo tekur förðunin svolítinn tíma. Kærastan mín er förðunarfræðingur svo það kemur sér vel til aðstoðar. Lykil- atriði er góður varablýantur og gerviaugnhár, ég gæti klætt mig í drag með því einu saman. Annars eru vörurnar frá Beautybarnum í Kringlunni þær sem ég nota helst.“ Fyrir byrjendur í dragi hvetur Gógó alla til þess að vera óhrædda við að prófa sig áfram. „Það eru allskyns hugmyndir innra með manni sem má leyfa að springa út. Vinkonur þínar, eða vinir, eiga ef- laust allt sem þú þarft til að byrja. Það mun koma þér á óvart hversu margir vilja hjálpa þér og hafa gaman af því. Einbeittu þér að því að hafa gaman og aldrei pæla í því hvað öðrum finnst, það er ekki þitt vandamál.“ Gógó er full eftirvæntingar fyrir gleðigöngunni en hún lifir fyrir að skemmta fólki. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Þemað í ár eru skrímsli og álfar. Það var of týpískt fyrir mig að vera álfur svo ég kaus skrímslið. Ég verð drottn- ing skrímslanna – svört regnboga- gyðja. Litapallettan er byggð á regnboganum sem birtist þegar olía mætir vatni. Fangar regn- bogann en líka myrkrið.“ Gógó saumaði kjólinn sinn sjálf. „Ég er að leggja lokahönd á kjólinn. Þetta „lúkk“ er svolítið öðruvísi en ég er vön, en gríðarlega spennandi.“ Drag-ðu þig upp Dragdrottning Íslands árið 2015, Gógó Star, fer yfir mikilvæg atriði í undirbúningi á dragdrottningu. Hún segir ótrúlegt hversu margir hafa gaman af því að hjálpa. Það skiptir öllu máli að hafa gaman og pæla aldrei í því hvað öðrum finnst. Gleðigangan hefst í dag, 6. ágúst, klukkan 14. Gengið er frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni. Á Fiskidegin- um mikla á Dalvík verður öllu til tjaldað að vanda. Það stærsta, mesta og sjaldgæfasta. Í ár verða átján 120 tommu pítsur ferjaðar með lyftara inn í umhverfisvænan ofn og hátíðargestir geta gætt sér á sneið af pítsu með saltfiski, ólífum og tómötum. Einn sjaldgæfasti fiskur heims, kragaháfur, verður til sýningar. Hann var veiddur í fyrra, sjómönn- um og fræðimönnum landsins til mikillar undrunar. Fiskurinn er sagður vera „lifandi steingerv- ingur“ og sást síðast til hans í Japan árið 2007, áður var hann talinn útdauð- ur. Kragaháfur Dalvíkinga kom til bæjarins með togara, í dag er uppstoppaður og varðveittur um ókomin ár. Hátíðarhöld á Fiskideginum verða með glæsilegu móti en stærsta svið landsins var reist við bryggjuna. Þar koma fram stjörnur Dalvíkur; Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Matti Matt. Sömuleiðis verður Salka Sól á staðnum, Regína Ósk og Selma Björns, syngjandi glaðar. Stærsta pítsa landsins og sjaldgæfasti fiskur heims Kragaháfur einn sjaldgæfasti fiskur heims. Keppt á hjólabretti á ólympíuleikunum Blað var brotið í hjólabrettasögunni á miðviku- dag þegar alþjóðlega ólympíunefndin samþykkti að keppt yrði á hjólabretti á sumarólympíuleik- unum í Tókýó árið 2020. Þó margir vilji halda brettaiðkun á jaðrinum fagna enn fleiri ákvörðuninni, enda von til þess að stjórnvöld um heim allan muni nú búa betur að íþróttinni með húsnæði og fjármagni. Hjóla- brettasenan er sterk hér á Íslandi þrátt, fyrir að aðstöðu hafi oft verið ábótavant. Spennandi verður að sjá hverjir verða fulltrúar Íslands á brettinu á ólympíuleikunum eftir fjögur ár. Gógó Star á opnunar- kvöldi fyrir Hinsegin dagana. Mynd | Rut Morgunstundin Fyrsta gleðigangan Mynd | Rut „Yfirleitt vakna ég með Urði snemma á morgn- ana, við fáum okkur morgunmat saman og leyfum hinum tveimur að sofa lengur,“ segir Úlfhildur Ey- steinsdóttir sem með konu sinni, Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, á tvö börn með níu mánaða millibili, Urði sem er eins árs og Eystein sem er þriggja mánaða gamall. Aldís er nú í fæðingarorlofi með Eystein en Úlfhildur komin aftur til vinnu eftir fæðingarorlof sitt vegna fæðingar Urðar. „Um helgar eigum við hins vegar fjölskyldu- stundir við morgunverðinn,“ segja þær, en í dag verður morgunstundin þó líklega öðruvísi en aðra daga. „Við ætlum í bröns hjá vinkonu okkar þar sem verða aðrar hinsegin fjölskyldur áður en Gleði- gangan byrjar, svo fer ég og hitti tengdó og ætla að sjá til hvort ég fer í gönguna eða horfi bara á úr fjarlægð með börnin,“ segir Aldís, en Úlfhildur verður einn kynna á Arnarhóli þegar gangan fer fram. „Þetta verður líklega fjölskylduvænni hátíðar- höld fyrir okkur en áður, við erum allavega ekki að fara á neitt djamm eftir gönguna,“ segja þær, en í dag munu systkinin Urður og Eysteinn upplifa Gleðigönguna í fyrsta sinn á ævinni. | sgþ

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.