Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 06.08.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 06.08.2016, Síða 24
Katrín Bessadóttir katrin@frettatiminn.is „Við ætlum að vera á Arnarhóli í dag á stóra sviðinu og minnast þess að það eru 3 ár síðan Gylfi vinur okkar Ægisson ætlaði að kæra okk- ur fyrir leggangaáróður – og spila auðvitað lagið sem reitti hann svona mikið til reiði,“ segir Sig- ríður Eir Zophoníasardóttir, eða Sigga sem skipar hljómsveitina Evu ásamt Völu Höskuldsdóttur. Margir muna eftir fjaðrafokinu í kringum Hinsegin hátíðina 2013 þegar Gylfi Ægisson gagnrýndi gleðigönguna og ekki síst frammistöðu Hljóm- sveitarinnar Evu þegar þær stjórn- uðu hátíðinni á Arnarhóli og hót- aði þeim lögsókn fyrir fyrrnefndan leggangaáróður. „Hann var voða reiður yfir laginu „Hver er kall- inn?“ af því það kemur brú í laginu þar sem við syngjum „hver vill ekki tvö leg, tvö leg“. Þetta er líklega besta kæruefni sem ég veit um. Við tölum alltaf um þetta þegar við spilum lagið,“ segir Sigga en þær Vala bera þó engan kala til Gylfa fyrir vikið og kæran varð aldrei að veruleika. Hinsegin sögur og baðstofustemning Á sunnudagskvöldið heldur Eva síðan tónleika á Kiki sem er orðinn er árviss viðburður. „Það er orðin hefð hjá okkur að vera með tón- leika á Kiki á hinsegin dögum og reifa síðasta árið. Við ætlum bara að hafa baðstofustemningu, erum vanar því að spjalla svolítið milli laga, förum aðeins inn á hinsegin sögur og spilum lögin okkar. Venju- lega höfum við verið í upptaktin- um fyrir Hinsegin daga og spilað á miðvikudeginum en núna erum við á sunnudeginum að loka hátíðinni áður en fólk fer inn í venjulega lífið sitt aftur.“ Sigga segir þær Völu fara um víð- an völl þegar þær spjalla milli laga en í ár er þeim hugleikin umræð- an um hinsegin málefni. „Við vilj- um hvetja til þess að við höldum spilunum á lofti allan ársins hring. Hinsegin dagar eru alveg geggjað- ir og allskonar málefni fljúga upp í loftið á þessum tíma. Ég held að við þurfum að vera duglegri að halda hlutunum á lofti, alltaf,“ segir Sigga en bætir við að vissulega sé hópur fólks sem er ötull allt árið við að halda hinsegin umræðu gangandi. Lykillinn að tala við börnin Í umræðunni um hinsegin fólk er oft mikil áhersla lögð á ungt fólk sem er að stíga fyrstu skrefin út úr skápnum og eldra fólk sem man tímana tvenna í hinsegin mál- um. Sigga segir þetta góðra gjalda vert en þó verði að fara í rótina og eyða fordómum áður en þeir byrja að skemma út frá sér. „Ég held að lykillinn að þessu öllu sé að tala við börnin okkar. Verandi orðin hinsegin foreldri ég finn fyrir svo geðveikislega mörgum veggjum sem við erum að rekast á, strax,“ segir Sigga en hún á 18 mánaða gamla dóttur með unnu- stu sinni, Tótlu Sæmundsdóttur. „Núna erum við tvær mæður og við höfum alveg fengið að heyra „æ hún er nú svolítið mikið í bláu“, svona eins og það sé verið að segja að við megum alveg vera hinsegin foreldrar og hinsegin fjölskylda en við ættum nú kannski ekki að vera að búa til lesbíur úr börnunum okkar. Þetta eru skilaboðin þó að þau séu kannski ómeðvituð,“ segir Sigga sem segist einnig strax taka eftir því í kringum sig að börn eru sett í „heterónormatívt“ eða gagn- kynhneigt samhengi, litlar stelp- ur spurðar hvort þær séu skotnar í strákum og þar fram eftir götun- um. Hljómsveitin Eva var stofnuð fyr- ir um 5 árum og hefur hún kom- ið jafnoft fram á hinsegin dögum. „Mér finnst ótrúlega mikilvægt að taka virkan þátt og ég fer alltaf í ein- hvern meyran gír. Fer að hugsa um fólkið sem er búið að labba á und- an manni og þá sem koma á eftir manni og hvað maður getur gert.“ Tónleikar Evu eru á Kiki á sunnu- dagskvöld og hefjast klukkan 21. Þriggja ára afmæli leggangaáróðursins Baðstofustemning og hinsegin sögur – hver vill ekki tvö leg? Vala og Sigga í Hljómsveitinni Evu verða á Arnarhóli í dag að spila lagið sem reitti Gylfa Ægisson til reiði og á Kiki annað kvöld með baðstofustemningu og hinsegin sögur. Mynd | Rut Við fögnum fjölbreytileikanum Til hamingju með daginn …reykjavík pride 4 | amk… LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Ég held að lyk- illinn að þessu öllu sé að tala við börnin okkar. Ver- andi orðin hinsegin foreldri ég finn fyrir svo geðveikislega mörgum veggjum sem við erum að rekast á, strax.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.