Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Viðskipti Ákvörðun banda
rísku sjónvarpsstöðvarinnar
NBC að hætta við spurninga
þátt í tengslum við QuizUp
appið, virðist hafa komið
eins og þruma úr heiðskíru
lofti.
Búið var að skipuleggja upptökur á
þættinum og eins var búið að finna
þáttunum stað í dagskrá sjónvarps-
stöðvarinnar, en fyrsti þátturinn
átti að fara í loftið 5. mars á næsta
ári.
Eins og greint var frá fyrr í vik-
unni hefur Plain Vanilla sagt upp
öllu sínu starfsfólki, eða 36 stöðu-
gildum, en stofnandi fyrirtækisins,
Þorsteinn Baldur Friðriksson, sagði
ástæðuna vera ákvörðun NBC um
að hætta við framleiðslu þáttanna.
QuizUp hefur raunar verið í
nokkrum vandræðum frá því í
janúar á þessu ári en þá kom Glu
Mobile með 7,5 milljón dollara
hlutafé inn í fyrirtækið, eða um
níu hundruð milljónir króna. Þá
var markmiðið að sameinast innan
fimmtán mánaða.
Þá þegar var greint frá því að
fyrirtækið ætti í vandræðum en
Glu Mobile gerði í raun yfirtöku-
samning við Plain Vanilla um að
þeir gætu tekið fyrirtækið yfir á
næstu 15 mánuðum og greitt fyrir
það fyrirfram samið verð. Þá þegar
var búið að segja upp um helmingi
starfsfólks fyrirtækisins.
Appið komst í sögubækurnar
í tækniheiminum fyrir hraðasta
vöxt smáforrita í sögu Appstore.
Vandinn var þó að tekjur héldust
ekki í hendur við vöxtinn, og þó að
appið hefði fengið 40 milljónir not-
enda á tiltölulega skömmum tíma,
komst það ekki inn á topp 200 list-
ann yfir þau smáforrit sem þénuðu
mest. Því var þá fleygt fram í gríni
að um væri að ræða mest-minnstu
sigurgöngu sögunnar þegar kæmi
að vexti smáforrita. Enn nota
nokkur hundruð þúsunda appið,
samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans. | vg
Vitað að Plain Vanilla væri í
vandræðum frá áramótum
Þorsteinn B. Friðriksson hafnaði tilboði upp á 12 milljarða króna árið
2013 í QuizUp. Plain Vanilla hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki í dag.
Mynd | Hari
Menning Indverska leik
stýran Deepa Mehta verð
ur heiðursgestur á RIFF
kvikmyndahátíðinni og er
væntanleg til landsins. Sýnd
verður eldfim heimildar
mynd hennar um gerendur
í hinni hrottalegu hópnauð
gun í Dehli árið 2012.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Mehta er margverðlaunaður hand-
ritshöfundur, leikstjóri og fram-
leiðandi og tekur við heiðursverð-
launum RIFF fyrir æviframlag sitt
til kvikmyndagerðar. Meðal þekkt-
ustu verka hennar er þríleikurinn
um frumöflin; kvikmyndirnar Eld-
ur, Jörð og Vatn sem komu út á ár-
unum 1996–2005. Vatn var tilnefnd
til Óskarsverðlaunanna í flokki er-
lendra kvikmynda.
Mehta er fædd á Indlandi en
fluttist síðar til Kanada og þar sem
hún starfar nú. Flestar kvikmynda
hennar tengjast Indlandi á einn
eða annan hátt og hafa margir af
þekktustu leikurum Indlands farið
með hlutverkin.
Þrjár kvikmyndir Mehta verða
sýndar á RIFF en auk þess verður
hún með „masterclass“ í Norræna
húsinu fyrir áhugasama.
Nýjasta kvikmynd hennar,
Anatomy of Violence, kemur beint
af kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Í henni fjallar Mehta um einn al-
ræmdasta glæp sem framinn hef-
ur verið á Indlandi, hina hrotta-
legu hópnauðgun og morð á 23 ára
gamalli konu í strætisvagni í Nýju
Delhi árið 2012. Málið vakti óhug
um allan heim og kallaði á fjölda-
mótmæli í öllum helstu borgum
Indlands. Myndin blandar saman
staðreyndum og skáldskap, en ell-
efu leikarar spinna þar aðstæður
nauðgaranna sex í samvinnu við
Mehta. Einnig verða kvikmyndirn-
ar Midnight’s Children, frá árinu
2012 og Beeba Boys, frá árinu 2015,
sýndar á hátíðinni, en íslenski tón-
listarmaðurinn Biggi Hilmars, sem
kenndur var við hljómsveitina
Ampop, samdi tónlistina í síðar-
nefndu myndinni.
RIFF hefst 29. september og
stendur til 9. október.
Með eldfima mynd um hópnauðgunina í Dehli
Kvikmyndin Anatomy of Violence,
fjallar um gerendur í hinni hrottalegu
hópnauðgun á Indlandi, árið 2012, þar
sem sex menn nauðguðu 23 ára konu
í strætó.
Deepa Mehta hefur
verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna
en tekur við
heiðursverðlaunum
RIFF í ár.
Mansal Grunur leikur á að
hælisleitendur hafi verið
í svartri vinnu á Hótel
Framnesi í Grundarfirði.
Í tvígang hefur lögreglan
gert rassíu ásamt verkalýðs
félaginu á staðnum.
Brugðist var við orðrómi í þorp-
inu í byrjun sumars um ólöglegt
vinnuafl og að einn hælisleitandi
svæfi í þvottagámi fyrir utan hót-
elið. Sagan endurtók sig síðan í
lok júlí. Guðbjörg Jónsdóttir hjá
Verkalýðsfélagi Snæfellinga segir
að í bæði skiptin hafi frést af komu
eftirlitsaðila og þeir gripið í tómt.
En þótt engir hafi verið við störf
á hótelinu þegar að var komið,
reyndist fólkið, sem er frá Pakistan
og Rúmeníu, búa í húsi í þorpinu á
vegum eiganda hótelsins.
Guðbjörg segir að áfram verði
haft eftirlit með hótelinu. Það sé
erfitt að nálgast þessi mál þar sem
starfsfólkið sé oftast hrætt við eft-
irlitsaðila og reyni að flýja af hólmi
eða koma sér undan því að svara.
| þká
Lögreglan og verkalýðsfélagið gripu
í tómt en fundu nokkra hælisleitendur
í íbúð á vegum hótelsins.
Mynd | Commons.wikimedia
Hælisleitendur í svartri vinnu
Fangelsismál „Það var mikil
óánægja meðal foreldra
ungmenna í skólanum með
að fangar, með misjafnan
feril að baki, væru að taka
þátt í útskriftarathöfnum
með nemendum og það var
því tekið fyrir það,“ segir
Olga Lísa Garðarsdóttir,
skólameistari FSU. Hún
segir að þetta breyti því þó
ekki að skólinn hafi mikinn
metnað í kennslu fanga.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Guðmundur Ingi Þóroddsson, for-
maður Afstöðu, félags fanga, fær
ekki að taka þátt í útskriftarathöfn
Verzlunarskólans ásamt öðrum
nemendum í dag, föstudag klukkan
tvö, þótt bæði hann og skólastjórn-
endur þar vilji það. Fangelsismála-
stofnun hefur bannað honum að
vera viðstaddur. Hann segir ástæð-
una vera þá að Fjölbrautaskóli
Suðurlands á Selfossi, sem hefur
mest allt framhaldsnám fanga með
höndum, hafi tekið fyrir slíkt eftir
kvartanir frá foreldrum.
Olga Lísa segir að einungis hafi
reynt tvisvar á bannið eftir að hún
tók við og í bæði skiptin hafi verið
haldnar útskriftarathafnir í fang-
elsinu. Hún segir málið í Verzlun-
arskólanum og afstöðu skólastjórn-
enda í FSU vera ósambærileg mál.
Annars vegar sé um að ræða út-
skrift eldri nemenda í fjarnámi
og hinsvegar útskrift með ungum
krökkum í dagskóla.
„Það er enginn heimsendir þótt
ég fái ekki að útskrifast með öðr-
um nemendum, en þetta er leiðin-
legt fyrir foreldra mína. Eins veit
ég að skólastjórnendur og kennar-
ar vildu hafa mig með,“ segir Guð-
mundur sem lauk stúdentsprófi á
tveimur og hálfu ári. Hann hefur
afplánað dóm fyrir fíkniefnasmygl
undanfarin ár og stundað fjarnám
í Verzlunarskóla Íslands.
„Ég er að vekja athygli á þessu
máli út af öðrum föngum sem eru
í sömu stöðu. Fangelsismálastofn-
un á ekki að komast upp með að
nota eina manneskju sem grýlu
til að halda niðri föngum um allt
land. Mér finnst þetta út í hött,“
segir Guðmundur Ingi og segir að
þetta virki ekki hvetjandi á fanga
sem vilji bæta sig og stunda nám.
„Það er enginn heimsendir þótt ég fái ekki að útskrifast með öðrum nemendum,“
segir Guðmundur Ingi Þóroddsson.
Fangar fá ekki að
útskrifast með
öðrum nemendum
Olga Lísa Garðars-
dóttir, skólameistari
FSU, þar sem fyrst
var tekið fyrir
sameiginlega útskrift
fanga og annarra
nemenda, segir að
foreldrar hafi kvart-
að vegna fanganna.