Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 6

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Fíknefni Jafn margir hafa látist hlutfallslega vegna ofneyslu morfíntengdra lyfja á Íslandi og Bandaríkjunum sé miðað við hverja hundrað þúsund íbúa. Þá eru Ís- lendingar með hæsta hlutfall andláta vegna lyfjaeitrana á Norðurlöndum. Aldrei höfðu jafn margir látist af neyslu lyfja í Noregi 2014, en þá dóu 260 einstaklingar. Tvisvar sinnum fleiri létust á Íslandi árið 2015 hlutfallslega. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Meiriháttar fíkniefnafaraldur er í gangi í Bandaríkjunum en árið 2014 var slegið met í andlátum þegar rétt yfir 47 þúsund létust vegna ofneyslu lyfja og var það í fyrsta skiptið sem fleiri létust vegna ofneyslu fíkniefna en umferðarslysum. Svipað ástand er hér á landi, en á síðustu tíu árum hafa að meðaltali 16 látist í bílslysum á hverju ári. Ofneysla fíkniefna hér á landi síðustu þrjú ár er ítrekað yfir þeim tölum, en bara á þessu ári hafa 23 látist og er eitt andlát til viðbótar til skoðunar hjá Landlækni, samkvæmt verkefnastjóra lyfjamála. Þá varð töluvert stökk á milli árana 2014, þegar 26 létust, og svo árið 2015, þegar 36 létust. Færa má rök fyrir því að snörp stígandi í andlátum hafi átt sér stað á Íslandi ári eftir að vart var við sama stökk í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum árið 2014. Nokkru munar á Íslandi og Banda­ ríkjunum þegar litið er til heildar­ talna yfir andlát, hafa Bandaríkja­ menn vinningin, en þegar ofneysla morfíntengdra lyfja er skoðuð kem­ ur í ljós að Ísland og Bandaríkin eru nánast á pari þegar kemur að dauðs­ föllum. Nítján létust á Íslandi vegna ofneyslu morfíntengdra lyfja árið 2015, en í Bandaríkjunum voru rúm­ lega 18 þúsund sem létust af sömu orsökum árið 2014. Inni í þeim töl­ um er heróínneysla. Inni í tölum Ís­ lendinganna er metýlfenídat, sem kalla má hið íslenska heróin. Tölur frá árinu 2015 í Bandaríkjunum eru ekki komnar fram. Landlæknir skrifaði grein í Læknablaðið í sumar þar sem lýst var áhyggjum af þessari þróun. Í greininni segir: „Mest not­ uðu lyfin á Íslandi sem innihalda ópíóíða eru blöndur parasetamóls og kódeins en árið 2014 fengu ríflega 22.000 einstaklingar ávísað Park­ ódín forte. Skammtur á hvern sjúk­ ling af ávísunum af Parkódín forte á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2016 jókst um 17,5% samanborið við sama tímabil árið 2006 og er umhugsun­ arefni.“ Það er því ljóst að almenn neysla á morfínskyldum lyfjum hefur stóraukist á örskömmum tíma hér á landi. Ef reiknað er sama hlut­ fall þeirra sem misnota lögleg lyf í Bandaríkjunum og á Íslandi, sem eru um hálft prósent, kemur í ljós að hópurinn hér á landi telur að minnsta kosti á annað þúsund manns. Ólafur B. Einarsson, verk­ efnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis, segir þetta hlutfall var­ lega áætlað miðað við fyrrgreinda aukningu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn­ ir á Vogi, segist ekki merkja miklar breytingar í meðferðinni á Sjúkra­ húsinu á Vogi, en bætir við að það séu engu að síður augljós teikn á lofti og það þarf að hafa varann á. „Það er margt sem bendir til þess að eitthvað sé að hreyfast og eitt­ hvað sé að koma fram sem við get­ um líklega ekki merkt fyrir en eftir ár eða tvö,“ segir Þórarinn, en eðli svona faraldra er bæði hægt og lúm­ skt, enda misnotkun lyfja og fíkni­ efna á margan hátt falið vandamál. Þá bætir ekki úr skák að ekki er mögulegt að nálgast talnaefni frá Maðurinn kom til landsins í lok ágúst, en ekkert er vitað um fortíð hans. Hann hefur flakkað um Evrópu í tíu ár. Mynd | Rut Lögreglan kannar fortíð dularfulls manns Dómsmál Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi gæslu- varðhaldsúrskurð yfir karl- manni sem kom hingað til lands á fölsuðu vegabréfi 23. ágúst síðastliðinn. Maðurinn reyndist vera með íslenskt vegabréf sem hann sagðist hafa keypt fyrir þúsund evr- ur, eða 130 þúsund krónur. Athygli vekur að engin leið er að sannreyna hver maðurinn er, en hann segist hafa verið á flakki í Evrópu í tíu ár án dvalar­ leyfis í Evrópu eftir að hafa flúið heimahagana, en ekki er tilgreint hvaðan maðurinn er í úrskurði hæstaréttar. Þá segir einnig í dómi að yf­ irvöld í þeim löndum sem hann hefur verið í Evrópu hafi aldrei haft afskipti af manninum. Maðurinn segist hafa komið hingað til lands til þess að vinna. Lögreglan hefur tekið fingraför af manninum og beðið er upp­ lýsinga frá öðrum löndum til þess að staðreyna hvort maðurinn sé sá sem hann segist vera. Ekkert er því vitað um forsögu mannsins og með öllu óljóst hver hann er. Hæstiréttur felldi úr gildi gæslu­ varðhaldsúrskurð yfir manninum en úrskurðaði hann í farbann. | vg Lyfjadauði álíka hér og í Bandaríkjunum Hlutfallslega dóu jafnmargir úr yfirskammti morfíntengdra lyfja í Bandaríkjunum og á Íslandi.Mynd | Shutterstock 2014 Bandaríkin Lyfjadauði alls 14,5 Þar af morfíntengd efni 5,8 af hverjum 100.000 íbúum 2015 Ísland Lyfjadauði alls 10,9 Þar af morfíntengd efni 5,8 af hverjum 100.000 íbúum LYFJADAUÐI EFTIR LÖNDUM Ísland nær Bandaríkjunum en Norðurlöndunum Bandaríkin 2014 14,5 Ísland 2015 10,9 Noregur 2014 5,0 Danmörk 2014 4,6 Af hverjum 100 þúsund íbúum Landlæknaembættinu né Rann­ sóknarstofunni í lyfja­ og eiturefna­ fræði, um andlát vegna lyfjaeitrana aftur í tímann. Því er ómögulegt að greina þróun þessara mála með óyggjandi hætti síðustu ár. Sem gefur hugsanlega nokkra mynd af ákveðnu andvaraleysi þegar kemur að málaflokknum.www.husgagnahollin.is 558 1100 Ævintýralegt haust í Höllinni Þú finnur nýja bæklinginn á www.husgagnahollin.is Ævintýralegt haust í Höllinni Reykjavík • Akureyr i • Ísafjörður www.husgagnaholl in.is MIRAGE Þriggja sæta, bogadreginn sófi. Slit sterkt áklæði. Stærð: 241 x 110 x 90 cm 149.990 kr. 189.990 kr. KAMMA Hægindastóll. Dökkgrátt áklæði. Stærð: 83 x 85 x 105 cm 69.990 kr. 89.990 kr. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir augljós teikn á lofti og það þurfi að hafa varann á.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.