Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 7

Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 7
| 7FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Kynferðisbrot Ekki hafa jafn margar kærur borist til lögreglu á einu ári og árið 2015. Kærum fjölgaði um 55 og voru alls 125. Ekki hafa jafn margar nauðganir borist inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin tíu ár og árið 2015, en þá voru 125 nauðganir til rannsóknar. Lög- reglan birti á fimmtudaginn árs- skýrslu lögreglustjórans á höf- uðborgarsvæðinu þar sem þetta kemur fram. Næst versta árið í þessum mála- flokki var árið 2013 en þá voru 115 nauðganir kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það var sama ár og upp komst um barna- níðinginn Karl Vigni Þorsteinsson sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir allnokkur kynferðisbrot sem beindust meðal annars að fötluð- um einstaklingum. Þegar ársskýrslur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu eru skoðað- ar kemur í ljós að aldrei nokkurn- tímann hefur slíkur málafjöldi kynferðisbrota borist inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu síðan lögreglustjórinn fór að skila sérstökum ársskýrslum árið 2007. Sé litið til ársins 2014 kemur í ljós að kærðum nauðgunum til emb- ættisins fjölgaði úr 70 upp í 125, og því voru 55 fleiri nauðganir kærðar árið 2015. Ekki er ljóst hverju sætir en sam- kvæmt upplýsingum frá Neyðar- móttöku vegna nauðgana, þá hafa tölurnar staðið nokkuð í stað síð- ustu ár, og rokkað á bilinu 120 til 140 ár ári sem leita til neyðarmót- tökunnar á hverju ári. Aftur á móti leituðu 677 einstak- lingar til Stígamóta á síðasta ári. Af þeim voru 302 einstaklingar sem leituðu aðstoðar vegna eigin mála í fyrsta skipti. Þá stefnir í að kærum fækki ekki mikið í ár, en bara í júlí síðastliðn- um bárust yfir 40 kærur vegna kynferðisbrota inn á borð lög- reglunnar. | vg Metfjöldi kæra vegna nauðgana Kærurnar skila sér ekki með sakfellingu „Þarna geta verið ýmsar ástæð- ur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastýra Stígamóta, spurð hvort Stígamót hafi svör þegar kem- ur að þessari miklu fjölgun sem hef- ur orðið í kærðum nauðgunum til lögreglunnar. Þar vegur líklega þyngst að um- ræðan er orðin opnari og meðvit- und meiri og fólk situr síður undir því ofbeldi sem beinist gegn því. „Sýnileiki kynferðisbrota er að verða meiri og kannski eru konur farnar að kæra frekar erfiðu brot- in,“ segir Guðrún og tekur sem dæmi nauðganir þar sem konur eru til að mynda drukknar þegar verknaðurinn á sér stað, en tölu- verð viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu sem hefur skilað þeim árangri að konur kæra frekar of- beldi. Málaflokkurinn er þó langt því frá í góðum málum, að sögn Guð- rúnar, en hún bendir á að þó að kærum vegna kynferðisbrota fjölgi víðast hvar, þá skila málin sér ekki í sama mæli með sakfellingu fyrir dómstólum. Slíkt eigi bæði við hér á landi sem og annarstaðar. Því má ætla að aðeins lítill hluti af þeim 125 nauðgunum sem voru kærðar endi með sakfellingu. Guðrún segir tölur Stígamóta og lögreglunnar ólíkar, þannig leiti annarskonar hópur til Stígamóta en sá hópur hefur sjaldnast leitað til lögreglu vegna afbrotanna. Stíga- mót töldu 155 nauðganir í töluefni sínu fyrir árið 2015 en Guðrún árétt- ar að aðeins 8% þeirra mála endi í opinberum tölum lögreglunnar. | vg Alls bárust 125 nauðgunarkærur inn á borð lögreglu á síðasta ári. Þá voru yfir 40 kynferðisbrot kærð í júlí síðast- liðnum. Guðrún Jónsdóttir segir aukn- ingu á kærum hugsanlega vegna umræðunnar undanfarið, en bendir jafnframt á að kærurnar leiði sjaldnast til sakfellingar. BYRJAÐU STRAX Í DAG Holtagarðar · Tjarnarvellir · Urðarhvarf NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Passaðu vel upp á líkamann í vetur og komdu þér í frábært form. Hlökkum til að sjá þig! 6.540 KR. ENGIN BINDING Á MÁNUÐI B ra n d e n b u rg | s ía

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.