Fréttatíminn - 02.09.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Drottningu grænlenskra
stjórnmála kastað á dyr
Það gerist ekki oft að stjórn-
málafólk sé hreinlega rekið
úr stjórnmálaflokkum í
kjölfar hneykslismála. Fólk
þarf vissulega stundum
að segja af sér embætti í
kjölfar embættisafglapa og
stundum rýkur það á dyr
vegna ósættis en í tilfelli
hinnar grænlensku Alequ
Hammond, fyrrum for-
manns jafnaðarmanna í
Siumut-flokknum og for-
sætisráðherra í grænlensku
landsstjórninni, var henni
hreinlega varpað á dyr.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Aleqa Hammond, sem hafði í upp-
hafi ferlis síns verið kölluð drottn-
ing grænlenskra stjórnmála, þurfti
að segja af sér embætti forsætisráð-
herra og hætti sem formaður Si-
umut, grænlenska jafnaðarmanna-
f lokksins, árið 2014 þegar upp
komst að hún hafði notað 1,9 millj-
ónir af opinberu fé, til að greiða
fyrir ferðalög sín og fjölskyldunn-
ar. Málið olli miklu fjaðrafoki á
sínum tíma, hún þurfti að endur-
greiða féð auk embættismissisins
en var aldrei dæmd fyrir fjárdrátt.
„Mistök ráðherra á Grænlandi
leiða til brottreksturs eða þeir
hætta sjálfir og ráðherrar hafa
verið kærðir og dæmdir vegna
óvandaðrar notkunar á risnu,“
segir Kristjana Guðmundsdóttir
Motzfeldt, sem er búsett í Græn-
landi og þekkir vel til í Siumut-
-flokknum. Hún bendir á að það
séu ekki bara mistökin sem séu
algengari en á Íslandi heldur þyki
það sjálfsagt mál að stjórnmála-
menn taki afleiðingunum, öfugt
við það sem gengur og gerist hér.
„Kristjana bendir á að fleiri stjórn-
málamenn hafi verið bendlaðir
við misferli vegna greiðslna fyr-
ir ferðalög þegar málið kom upp.
„Þau stálu engu en þau brutu lög-
in. Kuupik Kleist sem er einn besti
núverandi stjórnmálamaður Græn-
lands, tók afleiðingunum strax og
sagði af sér sem formaður Inúíta-
f lokksins. Hann er einfaldlega
hættur. Aleqa Hammond reyndi
hinsvegar að hanga á klónum í
embætti og það leiddi af sér fjöl-
menn mótmæli við þingsetninguna
haustið 2014 sem er einsdæmi á
Grænlandi. Þingsetningin er mik-
il hátíðastund sem allir taka þátt
í sem geta. Í þetta sinn fjölmennti
fólk á hávær mótmæli sem leysti
nærri því upp athöfnina. Það varð
til þess að hún hrökklaðist frá völd-
um, nauðug, viljug.”
Varð strax ráðherra
Aleqa Hammond varð formaður Si-
umut-flokksins árið 2009, skömmu
eftir að flokkurinn tapaði kosning-
um og lenti í stjórnarandstöðu.
Flokkurinn hafði þá verið við völd
í landinu í þrjátíu ár eða frá því
Grænlendingar fengu heimastjórn.
Aleqa er rúmlega fimmtug, fædd
árið 1965 í bænum Narsag en hún
ólst upp í Uummannaq í norð-
ur Grænlandi. Faðir hennar var
veiðimaður sem fórst af slysförum
í veiðiferð þegar hún var sjö ára
en móðir hennar býr enn í heima-
bænum. Hún lagðist í ferðalög eftir
grunnskólann og vann tilfallandi
vinnu í ýmsum löndum. Hún sneri
heim til Grænlands árið 1987 og
lauk stúdentsprófi í einskonar há-
skólabrú. Hún stundaði um tíma
háskólanám, bæði í Kanada og
Grænlandi en lauk ekki prófi. Áður
en hún sneri sér að stjórnmálum,
starfaði hún aðallega að ferðaþjón-
ustu.
„Hún var nýkomin á þing
fyrir f lokkinn þegar Jonathan
Motzfeldt, sem þá var forsætisráð-
herra og formaður Siumut, gerði
hana að ráðherra í landsstjórn-
inni,“ segir Inga Dóra Markussen,
framkvæmdastjóri Vestnorræna
ráðsins, þegar hún rifjar upp æv-
intýralegan frama Alequ. Hún varð
ráðherra fjölskyldu- og dómsmála
en tók síðar við ráðuneyti fjármála
og utanríkismála.
Þá þegar voru ýmis teikn á lofti
sem naumlega tókst að þagga nið-
ur.
Hljóp af sér leigubílaskuld
Árið 2008, þegar hún var fjár-
málaráðherra í grænlensku lands-
stjórninni, var hún til að mynda
kærð til lögreglu fyrir að hlaupa
burt frá leigubíl til að komast hjá
því að greiða fyrir farið, þegar hún
var á heimleið, all nokkuð við skál.
Stjórnmálakonan kvaðst harma
atvikið þegar upp komst og slapp
með skrekkinn í það sinn.
Árið 2009 varð Aleqa Hammond
formaður Simut-jafnaðarmanna-
flokksins og fjórum árum síðar
vann hún stórsigur í kosningun-
um 2013 og varð fyrst grænlenskra
kvenna til að taka við forsætisráðu-
neytinu í grænlensku landsstjórn-
inni.
„Aleqa er mjög klár stjórnmála-
kona, ræðuskörungur og með
mikla persónutöfra enda nýtur
hún mikillar alþýðuhylli,“ segir
Inga Dóra. „Hún heillaði fólk upp
úr skónum en fyrir þá sem þekktu
til bak við tjöldin, var alveg ljóst
að hún átti erfitt uppdráttar inn-
an flokksins. Hún hlaut mjög skjót-
an frama innan flokksins en þegar
hún varð formaður hans kom fljót-
lega í ljós að hana skorti tengsl við
baklandið. Inga Dóra bendir á að
Siumut sé mikill karlaflokkur með
sterk tengsl við veiðimannasamfé-
lagið og sjómennskuna og þar hafi
Aleqa ekki átt sterkar rætur.
Talaði tungum tveim
Grænlenska þjóðin stóð frammi
fyrir miklum áskorunum vegna
fjölda erlendra stórfyrirtækja sem
hugðu á vinnslu náttúruauðlinda
í landinu, svo sem málma, olíu
og gulls. Þetta gaf hugsjónum um
frjálst og óháð Grænland, byr und-
ir báða vængi og Aleqa naut mik-
illa vinsælda sem stjórnmálamað-
ur fyrir vikið, enda boðaði hún að
Grænland gæti orðið sjálfstætt ríki
innan 20 ára með því að nýta auð-
lindir sínar.
Efnahagsástandið í landinu
var bágborið, um tíu prósenta
atvinnuleysi og neikvæður hag-
vöxtur. Áhersla Alequ á sjálfstæði
Grænlendinga færði henni marga
aðdáendur en gerði það líka að
verkum að hún var gagnrýnd fyr-
ir óbilgirni og hroka og ekki síst
óraunsæi. „Fólki gramdist hvern-
ig hún talaði tungum tveim,“ segir
Inga Dóra. „Hún talaði í útlöndum
eins og sjálfstæðisbaráttan væri
Inga Dóra Markussen segir of snemmt að afskrifa Alequ Hammond í grænlensk-
um stjórnmálum. Hún spáir því að hún láti lítið fyrir sér fara um tíma en dúkki
síðan upp í landsmálunum, jafnvel fyrir nýjan flokk.
Í þessum bæ, Uumannaq,
ólst grænlenska stjórnmála-
konan Aleqa Hammond upp.
Hún virðist hafa í vopna-
búri sínu ýmsar aðferðir
popúlista sem hafi fært
henni sérstöðu í græn-
lenskum stjórnmálum, ekki
síst hæfileikann til að taka
umræðuna yfir og fólk með
stormi, og nota samfélags-
miðla ótæpilega.