Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 02.09.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 02.09.2016, Qupperneq 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 mun stærra mál í umræðunni á Grænlandi en hún er. Þá rak hún fleyg á milli dönskumælandi fólks í landinu og Grænlendinga með því að neita að tala dönsku opin- berlega. Þetta aflaði henni fjölda stuðningsmanna en það af laði henni líka óvina.“ Sveik út hótelgistingu Árið 2013 rifjaði danska blaðið Berlingske upp að hún hefði hlot- ið dóm 1996 fyrir að hafa svikið út jafnvirði níutíu þúsund króna ís- lenskra á hóteli, með því að nota ítrekað lokað greiðslukort gegn betri vitund. Hún slapp með sekt- argreiðslu ásamt því að þurfa að greiða upphæðina til baka til hót- elsins. Bent var á það í kjölfarið að hún hefði ekki skýrt flokknum frá þessu dómsmáli þegar hún bauð sig fram til trúnaðarstarfa. Ýmsar aðrar sögur um neyðarlegar uppá- komur forsætisráðherrans gengu ljósum logum innan Siumut flokks- ins þótt þær kæmust ekki í hámæli annars staðar. En svo féll sprengjan sem leiddi til afsagnar hennar, þegar hún var sökuð um að hafa dregið sér tæpar tvær milljónir sem flokksformaður og forsætisráðherra. „Þetta sner- ist í raun og veru um ferðir hennar í embættiserindum þar sem fjöl- skylda hennar var með. Í þeim til- fellum hafði skrifstofa grænlensku landsstjórnarinnar keypt flugmiða og hótel fyrir hana og aðra fjöl- skyldumeðlimi, en rukkað hana um það sem sneri að fjölskyldunni. Hún hafði hinsvegar samið um að greiða það á afborgunum og var því komin í skuld við landsstjórn- ina vegna einkaskulda sinna,“ seg- ir Inga Dóra. Hún segir hinsvegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að hún hafi ekki ætl- að að greiða peningana til baka. Glæsileg kosning á danska þingið Aleqa Hammond var þó síður en svo hætt afskiptum af stjórnmálum þótt hún hafi fallið af stalli í lands- stjórninni. Hún bauð sig fram sem þingmaður Grænlands á danska 2016 Rekin úr Simut-flokknum, eftir að hún neitar að segja af sér þingmennsku í kjölfar fjármálahneykslis með greiðslukort frá danska þinginu. Hún missir jafnframt sæti sitt í öllum þingnefndum. Stjórnmála- ferill Alequ Hammond 2005 Þingmaður fyrir Siumut, grænlenska jafnaðarmannaflokkinn. 2005 Ráðherra fjölskyldu- og dómsmála. 2007 Ráðherra efnahags- og utanríkismála. 2009 Tekur við forystu í Simut-flokknum. 2009 Verður forsætisráðherra Grænlands, fyrst kvenna. 2014 Hættir sem forsætisráð- herra í kjölfar ávirðinga um fjármálamisferli. 2014 Hættir sem formaður Siumut-flokksins. 2015 Kjörin sem þingmaður Grænlands á danska þjóðþingið. Fær metfjölda atkvæða í almennum kosningum. 2016 Óháður þing- maður Græn- lands á danska þjóðþinginu. þjóðþinginu árið 2015 og fékk glæsilega kosningu, í raun fleiri at- kvæði í embættið í persónukjöri en dæmi voru áður um. Það heyrð- ust þó einhverjar óánægjuraddir, aðallega í Danmörku. Þar þótti skrítið að Grænlendingar sendu stjórnmálamann á danska þing- ið sem hefði ekki verið treystandi fyrir að fara fyrir danska jafnað- armannaflokknum og heldur ekki fyrir grænlensku landsstjórninni. Margir Danir hugsuðu henni líka þegjandi þörfina fyrir ýmis stór- yrði sem hún hafði látið falla um í viðleitni sinni til að gera sjálf- stæðshugsjónina að kosningamáli í Grænlandi. En því miður þá leið ekki lang- ur tími þar til gagnrýnendur henn- ar fengu kærkomið tækifæri til að segjast hafa varað við henni. Al- eqa Hammond varð uppvís að því að misnota greiðslukort sitt sem hún hafði til afnota sem fulltrúi Grænlands á danska þjóðþinginu. Alls hafði hún notað um tvö hund- ruð og þrjátíu þúsund krónur í einkaneyslu. Kortið mega þingmennirnir einungis nota til að kaupa flugmiða eða greiða fyrir leigubíla þegar þeir eru í embættiserindum. Aleqa gaf sjálf þá skýringu að hún hefði gripið til kortsins í neyð, þegar hennar eigið var lokað. Sú skýring féll þó um sjálfa sig þegar sýnt var fram á að hún hefði notað kortið í byggingavöruverslun og matvöru- verslun í Nuuk. Hvað nú Aleqa? Aleqa var stödd erlendis þegar hún glataði að sögn greiðslukortinu sínu. Hún var ekki á leið til Græn- lands heldur á fund fólksins í Borg- undarhólmi og kom þetta sér því afar illa. Í framhaldinu bað hún skrifstofu þingsins um að mega nota kortið frá þjóðþinginu og bakfæra reikninginn, þegar henn- ar eigið kort væri komið í gagnið. Það leyfi var gefið. Þingkonan hélt hinsvegar áfram að nota kortið í þrjár vikur eftir að til Grænlands var komið. Allt þar til skrifstofa danska þingsins greip í taumana. „Vinkona mín hringdi í mig og sagði, ertu búin að heyra þetta um Alequ? og ég bara dæsti og spurði, hvað nú?,“ segir Inga Dóra. Stjórn þingsins hefur greint frá því að upphæðin verði dregin frá launum þingkonunnar. Stjórn Simut flokksins krafðist þess að hún segði af sér embætti og hótaði að draga til baka stuðning flokks- ins við hana ef hún gerði það ekki. „Það voru margir á móti því að hún fengi annað tækifæri í stjórnmál- um, þegar þetta spurðist út varð allt brjálað.“ Stjórnmál og uppskriftir Aleqa Hammond virðist hafa í vopnabúri sínu ýmsar aðferðir popúlista sem hafi fært henni sér- stöðu í grænlenskum stjórnmálum, ekki síst hæfileikann til að taka umræðuna yfir og fólk með stormi, og nota samfélagsmiðla ótæpilega. Milli þess sem hún kastar inn í um- ræðunu pólitískum yfirlýsingum deilir hún út kökuuppskriftum eða barnamyndum. „Hún hafði ennþá gríðarlega al- þýðuhylli og mikið persónufylgi,“ segir Inga Dóra. „Þess vegna varð fólk líka svona reitt þegar hún gerði þetta enn eina ferðina. Hún er svona stjórnmálamaður sem er með slóðina af aðdáendum á eftir sér á Facebook. “ Aleqa Hammond segist sjálf hafa valið að ganga úr flokknum, eftir að henni var stillt upp við vegg. Hún átti að segja sig frá stöðu sinni á danska þinginu og kalla til vara- mann, eða missa stuðning flokks- ins. Hún segist vera kosin með fjölda atkvæða til að berjast fyrir hugsjónum sem hún trúi á og velji því að halda áfram, utan flokka, og segja skilið við Siumut. „It’s complicated“ Aleqa segir að gerðir hennar hafi vissulega haft afleiðingar og hún skilji mætavel þá stöðu sem hún hafi komið flokknum í. Núna sé hinsvegar búið að taka á mál- inu og líti þannig á að því sé lok- ið. Hún segist vera leið yfir því að hafa valdið fjölda fólks vandræð- um, hún hefði getað breytt öðru- vísi en hún gerði. Hún taki á því fulla ábyrgð en nú haldi starfið áfram í þinginu. Inga Dóra segir að þess vegna sé allt of snemmt að afskrifa Alequ Hammond í grænlenskum stjórn- málum. Hún spáir því að hún láti lítið fyrir sér fara um tíma en dúkki síðan upp í landsmálunum, jafn- vel fyrir nýjan flokk. „Ef stjórn- málaþátttaka hennar hefði ver- ið ástarsamband, þá myndi hún ekki senda út Facebook-statusinn: „Politics and Aleqa Hammond are no longer in a relationship,“ held- ur: „It’s complicated.“ „Ef stjórnmálaþátttaka hennar hefði verið ástar­ samband, þá myndi hún ekki senda út Facebook­ statusinn: „Politics and Aleqa Hammond are no longer in a relationship,“ heldur: „It’s complicated.“ Aleqa Hammond í grænlenskum þjóðbúningi ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, Helga Ágústssyni sendiherra og Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Nuuk. Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt er búsett í Grænlandi og þekkir vel til í Si­ umut­flokknum. Hún bendir á að það séu ekki bara mistök stjórnmálamanna sem séu algengari í Grænlandi en á Íslandi heldur þyki sjálfsagt mál að stjórnmálamenn taki afleiðingunum. Hér er hún með fyrrverandi eiginmanni sínum Jonathan Motz­ feldt, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Simut, sem nú er látinn. SEPT Kringlukráin Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími 568 0878 kringlukrain@kringlukrain.is www.kringlukrain.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.