Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 24

Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Við lifum skemmtilega tíma. Það er ekki hægt kvarta undan doða eða leiðind­um. Samfélög okkar eru að ganga í gegnum miklar breytingar; efnahagslegar forsendur riðlast und­ ir atvinnuvegum og búsetu, hug­ myndir fólks um hamingju og gott líf umbreytast og helstu stofnanir hafa staðnað og þurfa að endurfæðast. Að miklu leyti var Hrunið gott. Það afhjúpaði ágalla ríkjandi hugmynda. Það var sem við hefðum keyrt á vegg við endann á blindgötu. Þá var ekki annað að gera en bakka aftur út. Það gekk Íslendingum vel. Þrátt fyrir að Hrunið hafi valdið mörgum miklu tjóni hefur þjóðin nú ágæt tækifæri til að byggja upp gott samfélag. Og betra en áður. Og um það ætti stjórnmálaumræð­ an að snúast? Hvert viljum við fara? Eigum við að reyna aftur við blind­ götuna? Komumst við kannski í gegnum vegginn ef við gefum í? Ef við gerum meira af því sama og við gerðum fyrir Hrun? Við getum keyrt aftur inn blind­ götuna ef við ákveðum það. En líka ef við ákveðum ekkert annað. Það er ákvörðun í sjálfu sér að taka ekki ákvörðun. Ef við tökum ekki aðra stefnu þá fylgjum við fyrri stefnu. Og því miður er það líkleg niður­ staða. Í það minnsta bjóða stjórn­ málin ekki upp á ákafa umræðu um nýja stefnu. Það er langt síðan stjórnmála­ umræðan á Vesturlöndum snerist um uppbyggingu betra samfélags. Það var einkenni umræðunnar frá eftirstríðsárunum og fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var horft fram í leit að lausn. Hvernig gátum við stytt vinnutíma, aukið þægindi, bætt réttindi og aukið jöfnuð? Þegar olíukreppan skall á í byrjun áttunda áratugarins var hins vegar komið þrot í bjartsýnina. Hugmynd eftirstríðsáranna um gott samfélag var byggð á öðrum og einsleitari gildum en komust á yfir­ borðið þegar fleiri hópar fengu rödd, kröfðust réttinda, hljómgrunns og virðingar. Þótt markmiðið hafi ver­ ið að gefa öllum tækifæri tapaðist hinn einfaldi samhljómur þegar all­ ir hófu upp rödd sína. Í stað þess að auka samhljóm leiddu samfélagsum­ bæturnar til ákafari deilna um gildi, markmið og leiðir. Út úr þrengingum olíukreppunnar risu því stjórnmál sem horfðu ekki til framtíðar að lausnum heldur for­ tíðar. Framtíðin var ekki lausn held­ ur vesen. Nýfrjálshyggjan vildi lækna sam­ félagið af spillingu félagslegra mark­ miða. Hún vildi frelsa stofnanir, eignir og verkefni úr hrammi ríkis­ ins og færa þau aftur út á markað­ inn, í sitt náttúrlega umhverfi. Við vorum ekki lengur samfélag á leið fram til betri lausna heldur samfélag á leið aftur til gamalla lausna. Samhliða því að snúa umræðunni frá framtíð að fortíð varð stjórnmála­ umræðan upptekin af ógn. Okkur stafaði ógn af furðulegustu hlutum. Hér heima gátu það verið kommar, Baugur, Evrópusambandið, kröfu­ hafar, múslimar. Annað einkenni þessa viðsnún­ ings var að áherslan fór frá fé­ lagslegum lausnum, hefðbundn­ um stjórnmálum, að tæknilegum lausnum. Við áttum ekki að stefna að tilteknum markmiðum, til dæm­ is samfélagslegum jöfnuði, heldur myndi hin allra besta lausn spretta fram ef við pössuðum okkur á að snerta sem minnst við sigurverki markaðarins. Stjórnmálin lögðu sig því niður að mestu. Í stað stjórnmálalegra markmiða var rætt um tæknilegar lausnir. Að hálfu leyti var þetta gert vegna þess að ný kynslóð stjórnmála trúði því að búið væri að finna lausn á öll­ um helstu pólitísku deilumálum. En að hálfu var markmiðið að leiða umræðuna frá stjórnmálum og að tæknilegum álitamálum. Það var markmið í sjálfu sér að ræða ekki stjórnmál vegna þess að markmiðið var að breyta sem minnstu. Það er ástæða þess að pólitísk umræða á Íslandi getur snúist um staðsetningu spítala, flugvallar eða mosku. Hver kunni að verða niður­ staðan í samningum við kröfuhafa eða hvernig best sé að hnýta lausa enda við afléttingu hafta. Hvernig vaxtakjör fólk semur um sín á milli. Og svo framvegis. Við erum orðin svo von þjarki stjórnmálamanna um tæknilegar lausnir að við erum farin að trúa að það sé í raun pólitísk umræða. Sem það er ekki. Stjórnmálamenn ættu náttúrlega að ræða sín á milli og við okkur um hvert við viljum að samfélagið stefni en ekki tækni­ leg úrlausnarmál, sem stjórnmála­ mennirnir hafa hvorki hæfni né þekkingu á að leysa. Næst þegar stjórnmálamenn koma til okkar og vilja ræða við okk­ ur um tæknileg úrlausnarmál ætt­ um við að segja nei, takk. Og biðja frekar um pólitíska umræðu um hvernig samfélagi við viljum búa í. Gunnar Smári OKKUR VANTAR MEIRI PÓLITÍK, EKKI MINNI Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS BOSTON f rá 15.999 kr.* MONTRÉAL f rá 15.999kr.* SAN FRANCISCO f rá 23.499 kr.* LOS ANGELES f rá 23.499 kr.* VERTU WOW Í AMERÍKU *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. sept . - mars sept . - nóv. sept . - nóv. okt .- mars TORONTO f rá 15.999 kr.* sept . - mars

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.