Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Maryam Raísi og Zahra Mes-
bah hafa verið bestu vinkon-
ur frá því þær fóru saman
í Kringluna fyrir rúmu ári.
Þær eru báðar afganskir
flóttamenn, Zahra hefur
fengið hér hæli en Maryam
ekki.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Við Zahra hittumst fyrst þegar við
mamma vorum nýkomnar til lands-
ins. Þá vantaði okkur símakort og
vissum ekkert hvert við ættum að
snúa okkur. Zahra hjálpaði okkur
og við höfum verið vinkonur síð-
an,“ segir Maryam Raísi. Líkt og
áður hefur komið fram í fréttum
var Maryam og móður hennar,
Torpikey Farrash, synjað um hæli
hér á landi fyrir sjö mánuðum.
Synjunin var kærð til kærunefndar
útlendingamála og bíða þær niður-
stöðu. Fái þær aftur synjun verða
þær sendar til Afganistan.
Hafa ekki átt vinkonur í mörg ár
„Ég frétti að hingað væri komin
fullorðin afgönsk kona með dóttur
á mínum aldri og ég vildi auðvit-
að strax hitta þær og hjálpa þeim.
Við hittumst á Hlemmi og ég að-
stoðaði þær við að kaupa síma-
kortið en svo ákváðum við að fara
líka í Kringluna. Þegar við vorum
búnar í Kringlunni fórum við heim
til mín þar sem þær hittu mömmu
og systur mína og við höfum
allar verið vinkonur síðan,“ segir
Zahra Mesbah.
„Mamma var líka mjög spennt að
hitta móður Zöhru því hún hefur
ekki verið í miklum samskiptum við
aðrar konur síðastliðin ár. Þegar við
bjuggum í Svíþjóð þá vorum við á
mjög einangruðum stað þar sem
voru aðallega afganskir karlmenn
svo við eignuðumst engar vinkon-
ur þar,“ segir Maryam en áður en
þær mæðgur sóttu um hæli á Ís-
landi biðu þær eftir hæli í Svíþjóð í
þrjú ár. „Þetta var svo góður dagur
fyrir okkur því allt í einu vorum við
að gera venjulega hluti með öðrum
konum, eitthvað sem við höfðum
ekki gert í mörg ár.“
Útskúfun fyrir að kasta slæðunni
Dagurinn sem þær Zahra og
Maryam lýsa var í ágúst á síðasta
ári, mánuði eftir að Maryam og
Torpikey komu hingað til lands
frá Svíþjóð og þremur árum eftir
að Zahra, systir hennar og móðir,
fengu hér hæli. Zahra og Maryam
hafa því aðeins þekkst í rúmt ár en
kalla samt hver aðra systur í dag.
Á meðan við tölum saman sitja
þær hlið við hlið í sófanum, hald-
ast í hendur og botna setningar
hvor annarrar. Þær tala saman í
síma tvisvar á dag og hittast með
mæðrum sínum að minnsta kosti
vikulega og borða saman. Vinátta
þeirra var þó erfiðleikum bundin í
upphafi þar sem Maryam og Torpi-
key hafa kastað slæðunni og tekið
kristna trú.
„Afganskar konur eru alltaf und-
ir valdi karlmanns, hvort sem það
er eiginmaður eða fjarskyldur fjöl-
skyldumeðlimur. Við erum hér á
eigin vegum en afganskir karlmenn
hér á landi hafa bannað öðrum kon-
um að vera í samskiptum við Mar-
yam og Torpikey því þær eru ekki
með slæður. En við höfum alltaf
stutt þær og þeirra ákvörðun. Þær
eru frjálsar konur og mega gera
það sem þær vilja. En ímyndaðu
þér hvernig karlmenn í Afganistan
eru fyrst afganskir karlmenn á Ís-
landi haga sér svona. Þær eiga enga
von þar.“
Að geta deilt gleði og sorg
„Frá því að við fréttum að það
ætti líklega að senda Maryam og
Torpkey aftur til Afganistan hefur
okkur liðið mjög illa. Ekki bara
okkur heldur líka mæðrum okkar
sem hafa þurft að þola allt of mikið.
Þeim hefur liðið betur eftir að þær
fundu hvor aðra því allir þurfa ein-
hvern til að deila með, hvort sem
það er gleði eða sorg. Við erum fjöl-
skylda í dag og ég má ekki til þess
hugsa að þær verði einar á götunni
í Afganistan. Það er verst fyrir þær
en auðvitað erum við líka hryggar
yfir því að missa fjölskyldu okkar
aftur,“ segir Zahra en hún missti
bróður sinn og föður þegar hún
var ung.
„Ég vil helst ekki hugsa um fram-
tíð mína og mömmu í Afganistan,
það er of erfitt. Afganistan er ekki
góður staður fyrir konur, sérstak-
lega ekki konur sem eru á eigin
vegum,“ segir Maryam.
Munuð þið reyna að halda sambandi
ef þið verðið aðskildar?
„Auðvitað, við erum fjölskylda og
það breytist aldrei,“ segir Zahra
„Við verðum alltaf vinkonur,
sama hvað gerist,“ segir Maryam.
Verðum alltaf vinkonur,
sama hvað gerist
á Tenerife með GamanFerðum!
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
AMSTERDAM f rá
7.999 kr.*
EDINBORG f rá
7.999 kr.*
LONDON f rá
6.999 kr.*
FRANKFURT f rá
9.999 kr.*
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
DUBLIN f rá
7.999 kr.*
FARÐU
Á FLAKK!
sept . - des .
sept . - mars
sept . - mars
sept . - mars
sept . - mars
„Þetta var svo góður
dagur fyrir okkur því
allt í einu vorum við að
gera venjulega hluti með
öðrum konum, eitthvað
sem við höfðum ekki gert
í mörg ár.“
Maryam Raísi