Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 02.09.2016, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 02.09.2016, Qupperneq 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 „Daginn sem gengið var til kosninga, þá um morguninn, vorum við tíu prósentustigum undir í könnunum. Þeir höfðu allir á röngu að standa ... Við náðum til fólksins sem hafði verið skilið útundan af hinu alþjóð- lega stórfyrirtækjaveldi. Við náðum til fólks sem hafði aldrei kosið áður, en trúði því að það gæti endurheimt yfirráð yfir eigin landi og landamær- um og endurheimt sjálfsvirðingu sína og stolt með því að kjósa með Brexit.“ Skilaboðin til stuðningsmanna Trump voru skýr: Það væri ekkert að marka kannanir sem sýndu að Hillary hefði tveggja tölustafa for- skot né stjórnmálaskýrendur sem fullyrtu að Trump gæti ekki unnið. Kjósendur Trump ættu að læra það af stuðningsmönnum Brexit að aldrei ætti að láta úrtöluraddir draga úr sér kjark eða leyfa andstæðing- um sínum að útmála sig sem ras- ista eða fordómafullt fólk sem hefði orðið undir í lífinu: „Ekki gleyma því að það er allt hægt ef nógu mikið af góðu fólki er tilbúið til að standa uppi í hárinu á elítunum.“ Baráttan fyrir Brexit og kosninga- barátta Trump áttu ekki aðeins það sameiginlegt að lykillinn að sigri væri hinn sami, heldur rifjaði Farage líka upp að stuðningsmenn Brexit og Trump ættu sameiginlegan óvin í Obama, sem hefði komið til Bret- lands í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslunnar til þess að hvetja Breta til að yfirgefa ekki Evrópu- sambandið og „tala niður til okkar. Hann kom fram við okkur eins og við værum einskis virði.“ Nokkuð sem fundargestir þóttust kannast við í fari Obama. Farage lýsti að vísu ekki formlega yfir stuðningi við Trump, enda ný- búinn að fordæma Obama fyrir að hafa skoðanir á kosningum í Bret- landi: „En ég get sagt ykkur eftir- farandi: Ef ég væri bandarískur rík- isborgari gæti ég ekki kosið Hillary Clinton þó að mér væri borgað fyrir það.“ Hvað er þetta „Brexit“? Ræða Farage vakti umtalsverða athygli í Bandaríkjunum, bæði vegna þess að það er næsta fáheyrt að erlendir stjórnmálaleiðtogar stígi á svið með forsetaframbjóð- endum á kosningafundum og líka vegna þess að Nigel Farage var nánast algerlega óþekktur meðal fundargesta. Óvísindaleg könnun The Guardian sýndi að átta af hverj- um tíu fundargestum vissu hvorki hver Farage var né við hvað var átt þegar talað var um „Brexit“. Viðbrögðin við ræðu Farage voru í samræmi við þetta. Þó fundargest- ir hefðu klappað og hrópað fagnað- aróp þegar Farage mærði Trump eða gagnrýndi Obama vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að bregðast við þegar hann talaði um Evrópu- sambandið, Brexit og Brussel. Sam- kvæmt The New York Times voru kjósendur Repúblikanaflokksins í Mississippi því ekki með það á hreinu hvenær þeir áttu að baula eða klappa. Fulltrúar nýrrar hægrihreyfingar Farage er vitaskuld ekki sá fyrsti sem bendir á líkindin á milli kosn- ingabaráttu Trump og Brexit. Svipuð öfl virðast að verki beggja vegna Atlantshafsins: Hræðsla við útlendinga og innflytjendur og reiði knúin áfram af efnahagslegri og fé- lagslegri óvissu. Kjósendahóparnir virðast líka svipaðir, eldra og minna menntað hvítt fólk, sérstaklega karlmenn úr verkalýðsstétt og lægri borgarastétt. Niðurstaða þjóðar- atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi hefur líklega líka sannfært marga Evrópubúa um að það sé varhuga- vert að vanmeta popúlískar fjölda- hreyfingar, þar með talið Trump, sem samkvæmt Brexitkosningun- um gæti allt eins átt eftir að sigra í nóvember. Það er að vísu fátt sem bendir til að svo fari. Fyrir utan nokkr- ar kannanir í kjölfar landsfundar Repúblikanaflokksins í lok júlí hef- ur Hillary Clinton verið með öruggt forskot alla kosningabaráttuna, og þó sérstaklega í lykilfylkjum sem Trump yrði að vinna til að geta sigr- að. Það er engu að síður full ástæða til að staldra við, því kosningafund- urinn í Jackson Mississippi, þar sem Trump og Farage stóðu hlið við hlið og fordæmdu elítur í Brussel og Washington, beinir sjónum okk- ar að merkilegri þróun sem á sér nú stað á hægrivæng stjórnmál- Trump sem andlit nýrrar alþjóðlegrar öfgahreyfingar anna beggja vegna Atlantshafsins: Risi nýrrar róttækrar popúlískrar hægrihreyfingar, svokallaðs „jaðar- hægris“, sem einkennist öðru frem- ur af íslamófóbíu og nýrasisma. Jaðarhægrið, The Alt-Right Daginn eftir kosningafund Farage og Trump í Jackson, Mississippi, hélt Hillary Clinton ræðu í Reno, Nevada, sem fjallaði um bandaríska birtingarmynd þessarar hreyfingar, „the Alt-Right“, tengsl Trump við hana og þá ógn sem af hreyfingunni stafar. Hugtakið Alterative Right var fyrst sett fram árið 2008 af heim- spekingnum og dálkahöfundinum Paul Gottfried, einum af áhrifa- meiri hugmyndafræðingum banda- rískra íhaldsmanna. Gottfried hélt því fram að ósigur Repúblikana í kosningunum 2008 kallaði á endur- nýjun og endurskipulagningu í röð- um hægrimanna. Þörf væri á nýju hægri sem væri valkostur við þá stefnu sem ríkt hafði á valdaárum Bush, og gæti jafnframt sigrast á fulltrúum ný-íhaldsstefnunnar sem lagt höfðu undir sig Repúblikana- flokkinn. Um leið yrði lífi blásið lífi í flokkinn og alla bandarísku hægrihreyfinguna. Hugtakið var skömmu seinna tekið upp af Richard Spencer, áköfum talsmanni „hvítrar þjóð- ernishyggju“ og forstöðumanni þjóðernissinnaðrar hugveitu, The National Policy Institute. Spencer var, að því er virðist, fyrstur til að tala um „Alt-Right“ og kalla eftir breiðfylkingu allra á jaðri hægrisins sem væru ósáttir við þróun banda- rísks samfélags. Valdatíð Barack Obama skapaði kjöraðstæður fyrir vöxt þessarar hreyfingar, en hún dafnaði mjög á samfélagsmiðlum og í spjallþráðum á síðum eins og Breitbart News. Teboðshreyfingin og öfgahægri Líkt og teboðshreyfingin er jaðar- hægrið frekar óskýr og illskil- greinanleg hreyfing. Ólíkt teboðs- hreyfingunni hefur hins vegar lítið verið skrifað um jaðarhægrið og við höfum í raun engar áreiðan- legar rannsóknir á samsetningu eða hugmyndafræði hreyfingar- innar. Svo virðist hins vegar að á meðan teboðshreyfingin spratt úr grasrót Repúblikanaflokksins sé uppruna jaðarhægrisins að stórum hluta að leita utan flokksins. Um leið er augljóst að nokkur skörun er á hreyfingum og að jaðarhægrið hefur tekið upp mikið af orðræðu teboðshreyfingarinnar. Eftir því sem krafturinn fór úr teboðshreyf- ingunni virðist hann líka hafa færst yfir í róttækari farvegi. Jaðarhægrið er í gruninn frekar ósamstæður hópur fólks sem á sér þó það sameiginlegt að vera reitt yfir því sem það upplifir sem hnign- un bandarísks samfélags: Bandarík- in eru að gefast upp fyrir niðurrif- söflum pólítískrar rétthugsunar og fjölmenningar, og evrópsk arfleið Bandaríkjanna og vestræn gildi eiga undir högg að sækja sökum fjölg- unar innflytjenda. Óttinn við upp- gang íslamstrúar virðist sérstaklega áberandi, og þá um leið sú sann- færing að Bandaríkin hafi misst kjarkinn til að takast á við „íslmaó- fasista“, bæði innan Bandaríkjanna og á alþjóðavettvagi. Á miðvikudaginn í síðustu viku tók Nigel Farage, fyrrum leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP, þátt í kosninga- fundi Donald Trump í borginni Jackson í Mississippi. Farage notaði tækifærið til að hvetja viðstadda til að „endurheimta Bandaríkin“ með hjálp Donald Trump. „Í mínum huga hafið þið fengið einstakt tækifæri.“ Farage hvatti einnig fundar- gesti til að sýna öllum sem vildu hafa vit fyrir þeim eða þætt- ust vita betur í tvo heimana því reynslan úr þjóðaratkvæða- greiðslunni um Evrópusambandsaðild Bretlands sýndi að allt væri hægt: Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Trump og Farage á kosningafundi í Jackson Mississippi, fimmtudaginn 24. ágúst. Farage sagðist vera kominn til að færa stuðn- ingsmönnum Trump „skilaboð vonar og bjartsýni“: „Ef litla fólkið, alvöru fólkið, ef venjulega, heiðarlega fólkið er tilbúið til að standa saman og berjast fyrir því sem það truer á, þá getum við sigrast á stórbönkunum, við getum sigrast á stórfyrirtækjunum“. Hollenski þjóðernisöfgamaðurinn Geert Wilders á landsfundi Repúblikana- flokksins í júlí síðastliðnum. Breitbart Media hélt hóf til heiðurs Wilders og öðrum útvöldum gestum á landsfundinum þar sem Milo Yannopoulos, einn af umdeildari talsmönnum Trump, og einn ritstjóra Breitbart, lýsti Wilders sem einum af mikilvægustu „vonarneistum vestrænnar siðmenningar“ og „krossfara fyrir frelsi og vestræna menningu“. Óvísindaleg könnun The Guardian sýndi að átta af hverjum tíu fundar- gestum vissu hvorki hver Farage var né við hvað var átt þegar talað var um „Brexit“. M yndir | G etty Sérblað um Heilsu móður & barns Þann 10. september auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300 kristijo@frettatiminn.is | 531 3307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.