Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 Heillaður af Guðmundar-og Geirfinnsmálinu Jack Latham ljósmyndari hefur rann- sakað sakamálið í tvö ár. Ljósmyndarinn Jack Latham sökkti sér í Guðmundar- og Geirfinnsmálið í tvö ár í sam- starfi við Gísla Guðjónsson réttarmeinafræðing. Útkom- an lítur dagsins ljós í næstu viku í bókinni Sugar Paper Theory og á ljósmynda- sýningu á bresku eyjunni Guernsey. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu var sakborningunum sögð saga sem þau sjálf voru aðalpersónur í. All ir sex sak born ing arn ir neituðu aðild þegar þeir voru yfi r heyrðir í upp hafi, en við frek ari yfi r heyrsl- ur fóru þeir að játa. Þau enduðu því með því að trúa skáldskapnum. Því dýpra sem ég kafaði og því meira sem ég vissi um afdrif þessara sex einstaklinga, sem öll upplifðu minnisleysi og áfallastreituröskun vegna sálræns álags, og allt órétt- lætið sem þau urðu fyrir, vissi ég að mig langaði til að gera þetta mál að viðfangsefni næstu bókar,“ seg- ir ljósmyndarinn Jack Latham sem gefur út bók um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í næstu viku. Óljós mörk Jack vann að ljósmyndaseríu í Bandaríkjunum árið 2013 þegar hann rakst fyrir tilviljun á mál Guð- mundar og Geirfinns. „Síðasta verk fjallaði að einhverju leyti um vand- ann við að setja fram ljósmynd sem sagnfræðilega staðreynd og upp frá því fór ég á fullt í rannsóknarvinnu á ólíkum sagnahefðum. Sú vinna togaði mig til Íslands, inn í þjóð- sögurnar og ævintýrin og allt í einu rakst ég á Geirfinn, sem hvarf sporlaust líkt og álfar eða huldufólk hefðu numið hann á brott. Mörkin á milli staðreynda og ímyndunar hafa alltaf heillað mig og í þessu saka- máli er allt að finna sem heillar mig við ljósmyndun sem listform.“ Jack hafði samband við Gísla Guð- jónsson réttarsálfræðing sem vann fyrst að málinu árið 1974 og var síð- ar fenginn til aðstoðar við endur- upptöku málsins. „Gísli sýndi verk- inu strax áhuga og var til í að vinna þetta með mér en þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur skrifað lýsingu málsatvikum. Textinn hans er mjög vísindalegur, segir frá engu öðru en köldum staðreyndum, og í bland við textann sér lesandinn ljósmynd- ir sem dansa á mörkum staðreynda og skáldskapar,“ segir Jack. Fjallar um afdrif sakborninganna „Bókin fjallar ekki um það hver morðinginn er heldur er hún um afdrif þessara sex einstaklinga sem voru ákærðir. Mig langaði alls ekki að gera einhverskonar tilfinninga- klám þar sem sakborningar sitja alvarlegir fyrir eða nota gamlar dag- blaðaklippur af grátandi Erlu Bolla- dóttur. Það eru því engar myndir af sakborningum en ég hafði samband við þau öll og úr varð að þau tóku þátt í ritstjórnarferlinu. Við Erla erum sérstaklega góðir vinir í dag og hún ætlar að mæta á opnunina hér í Englandi í næstu viku.“ Jack segir alla hafa verið einstak- lega hjálplega í öllu ferlinu en það hafi komið honum sérstaklega á óvart hversu hjálpleg lögreglan var. „Lögreglan kemur auðvitað ekki vel út í þessu máli, en lögreglan hef- ur verið ótrúlega hjálpleg og aðstoð- að okkur Gísla á allan mögulegan hátt. Ég efast stórlega um að breska lögreglan sé jafn hjálpleg, sérstak- lega ekki við listamenn.“ Gísli Guðjónsson réttarmeinafræðingur vann fyrst að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu árið 1975 en fluttist síðar til Englands þar sem hann þróaði kenningar um falskar játningar. Hann er í dag talinn vera einn helsti sérfræðingur heims á sviði rétt- arsálfræði. Gísli skrifar textann í bókina Sugar Paper Theory. „Mörkin á milli stað- reynda og ímyndunar hafa alltaf heillað mig og í þessu sakamáli er allt að finna sem heillar mig við ljósmyndun sem listform.“ volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM V H /1 6- 03 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.