Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016 GOTT UM HELGINA Uppáhalds tónverk þjóðarinnar Í vor efndu Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV til netkosningar meðal landsmanna þar sem leitað var að eftir- lætis tónverkum þjóðarinnar. Hægt var að velja úr lista með vinsælum klassískum verkum eða tilnefna önnur. Þau tónverk sem yrðu hlutskörpust myndu svo hljóma á sérstökum hátíðartóneikum Sinfóníunnar. Þúsundir atkvæða féllu í kosningunni en þau tónverk sem hlutu flest atkvæði sigruðu með nokkrum yfirburðum. Nú er komið að því að flytja óskalög þjóðarinnar. Hvar? Í Hörpu Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 2500 - 3500 kr. (UPPSELT en í beinni útsendingu á RÚV) Haustið byrjar með Mean Girls Hver man ekki eftir Lindsay Lohan í hinni geysivinsælu kvikmynd Mean Girls sem kom út árið 2004? Hvernig væri að byrja haustið á því að safnast saman í Bíó Paradís og horfa saman á þessi stórskemmtilegu gamanmynd? Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 1600 kr. Samfélagsmálin rædd í þaula Fundur fólks er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu sem byrjar í dag og verður einnig á morgun. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök verða með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Í dag og á morgun Myndlist minimalísks aga Í dag er opnun á sýningu Sig- urðar Guðjónssonar í Berg Contempary. Sýningar Sig- urðar mynda sterka heild og verk hans hafa skýr höfundar- einkenni. Hann notar vídeó og hljóð – náttúruleg hljóð og hluti, vélar, manngert umhverfi og gömul tæki – af minimal- ískum aga en nær þó að draga fram í þessum viðfangsefnum mörg lög af merkingu og tilf- inningum. Hvar? Berg Contemporary Hvenær? Í dag kl. 17 Þjóðernishyggja á Norðurlöndum Mikið hefur verið rætt um upp- gang þjóðernisflokka á Norður- löndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norður- löndum. Hann segir frá efni henn- ar á Fundi fólksins. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Í dag kl. 13 Bara ein jörð Um helgina fer fram um- ræðufundur um loftslagsmál í Norræna húsinu en baráttuhópur- inn París 1,5 stendur fyrir téðum fundi. París 1,5 berst fyrir því að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°. Hópurinn vill tryggja að loftslagsmál verði eitt af stóru kosningamálunum í haust. Hvar? Norræna hús inu Hvenær? Í dag kl. 15 .30 Pantanir í síma: 588 8998 joifel@joifel.is Yndisfagrar skírnartertur að hætti Jóa Fel 15% afsláttur af öllum skírnartertum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.