Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
„Í Glæsibæ slær hjarta Laugardalsins“
Allflestir Íslendingar ættu að þekkja til Glæsibæjar; verslunarkjarna sem staðið hefur í áratugi í Laugardalnum og
sameinar margskonar verslanir og þjónustu undir einu og sama þaki. Svæðið iðar af lífi og þar má finna alls konar
fólk sem bæði vinnur þar og verslar. En hverjir eru í Glæsibæ og hvað eru þeir að gera þar?
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Verslunarkjarni #6
Á ferðalagi frá Hvolsvelli
Þær Elín og Rikka eru á leið til Borgarness frá Hvolsvelli til að njóta seinustu
daga sumarsins. Með í för eru mamma Elínar og systir en þær eru í stuttu
stoppi í Glæsibæ til að kaupa snarl fyrir bílferðina.
Sú stutta keyrir
til ömmu
Daníel og Júlía eru að fara í
heimsókn til ömmu Júlíu og
ætlar sú stutta sjálf að keyra
þangað, að eigin sögn, en
hún fann þennan fína nýja bíl
í miðjum Glæsibæ. Feðgin
in koma alla leið úr Hafnar
firði en ákváðu að stoppa við
í verslunarmiðstöðinni til að
kaupa sér að drekka og kíkja á
hlaupagræjur.
Lögfræðingur
á Saffran
Brian vinnur á Saffran og er frá
Kenía. Hann fékk rétt að stökkva
frá vinnu til að ná í linsurnar
sínar í gleraugnabúð
Glæsibæjar. „Ég er
að byrja í skólan
um. Var í tölv
unarfræði
í HR en
ákvað að
skipta yfir
í lögfræði
núna í
haust.
Kannski
verð ég
einhvern
tímann
lögfræðingur
Saffran!“
Í greiðslu á Kúltura
Guðmunda Lilja kemur ekkert sér
lega oft í Glæsibæ en er nýfarin að
koma í hárgreiðslu í Kúltura hár
greiðslustofu. Hún býr í Fossvogi en
vinnur í grennd hárgreiðslustofuna
og því kjörið tækifæri til að sækja
þangað þjónustu.
Ofnæmislyf seldust upp
Lífrænt
heillar
„Mér finnst þessi
búð, Uppskeran,
svo spennandi.
Skilst að hér sé
allt lífrænt en ég er
mikið fyrir það. Ég bý
í nágrenninu og kem
oft hingað í Glæsibæ.
Best finnst mér samt
að fara á Saffran að fá
mér að borða.“
Með
græn meti
í bæinn
„Við erum að koma úr
Biskupstungum en við
komum alltaf í bæinn
með grænmeti og selj
um til Asia Supermar
ket og Fisku,“ segir
Sigurður sem er ásamt
konu sinni Mardiu
og tveimur dætrum
í stuttri heimsókn í
Glæsibæ til að heilsa
upp á aðra dóttur
þeirra sem vinnur á
Tokyo Sushi.
Rauðar
rósir og
„órans“
Ólafía blóma
sali hefur rek
ið búðina Dal
ía í sex ár. Hún
segir viðskiptin
í blóma en Dalía
er eina blómabúðin á svæðinu. Að
spurð segir hún rósir vera blóm sum
arsins. „Vegna allra brúðkaupanna.
Rauðar rósir og „órans“.“
Æskuvinir hittast fyrir tilviljun
Smári og Kolbrún eru gamlir vinir sem hittust fyrir tilviljun í Glæsibæ á þess
um blíðskapardegi og eru kát. „Við erum búin að vera vinir frá því að við vor
um unglingar,“ segir Smári sem býr í nágrenninu.
„Ég bý í Breiðholti og gekk alla leið hingað í Glæsibæ í dag. Það er svo
mikilvægt að húka ekki inni allan liðlangan daginn. Þegar maður skellir sér út
hittir maður alltaf eitthvað skemmtilegt fólk – eins og hann Smára minn hér!“.
„Hér er gott að vera. Í Glæsibæ
slær hjarta Laugardalsins,“ segir
Smári.
„Það er allt í góðu standi núna en í sumar seldist
næstum allt upp af ofnæmislyfjum“ segir Amanda,
sem vinnur í apótekinu í Glæsibæ, og brosir breitt. „Í
sumar var fólk mikið að kaupa eitthvað við geitungabit
um. Mýbit voru líka algeng.
Þetta breytist þó allt
núna með haustinu.“