Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 44
44 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 2. september 2016
Ísland er eina landið þar sem hægt er að fara á brimbretti og
snjóbretti á sama tím, segir Filip Polach.
Hann er mikill útivistargarpur og nýtur sín best á brimbretti við Snæfellsnes þar sem hann býr í sumar bústað með
kærustu sinni og bróður.
„Ég kom hingað fyrir tveimur
árum frá Tékklandi því ég vissi að
Ísland væri eina landið þar sem
maður gæti farið á brimbretti og
snjóbretti á sama tíma árs. Reyndar
var ég hér í ákveðnum erindagjörð
um. Átti að ljósmynda úti vistarfólk
í íslenskri náttúru en ég gjörsam
lega féll fyrir þessu landi og tveggja
vikna ferð teygðist til dagsins í
dag.“
Filip kynntist kærustunni sinni
hér á landi og saman búa þau í
sumarbústað á Snæfellsnesi með
bróður hans. Ástæða þess ku vera
sú að á Snæfellsnesi er gott að vera
á brimbretti og á ströndinni milli
Arnarstapa og Búða skapast oft góð
skilyrði fyrir brimbrettaglaða til að
skella sér í sjóinn.
„Við bræðurnir förum mjög oft
saman og byrjum á því að fara
í blautgalla svo okkur verði ekki
kalt þegar ofan í er komið. Ef ekki
væri fyrir þá myndi maður bókstaf
lega drepast úr kulda! Síðan svaml
ar maður áfram og liggur með
magann á brettinu, höfuð fram, og
þegar alda er í aðsigi verður maður
að bregaðst snögglega við og vippa
sér upp á brettið, báðir fætur nið
ur, beinn í baki. Og þá hefst gam
anið.“
En hvernig er með brimbrettageir-
ann á Íslandi, eru margir í þessu?
„Þegar ég var að byrja var hægt
að telja brimbrettafólk á fingr
um annarrar handar sér, svo fáir
voru að þessu, en það hefur gjör
breyst og talan er allavega búin
að tvöfaldast. Ég veit um slatta
af útlensku brettafólki sem sest
hér að í lengri eða skemmri tíma
og áhugi Íslendinga virðist hafa
aukist skyndilega á íþróttinni. Það
er samt dálítið fyndið að bretta
samfélagið er ekkert brjálæðis
lega opið og ef fólk finnur góðan
stað til að fara á brimbretti þá er
það ekkert að segja öðrum frá því.
Vill hafa svæðin út fyrir sig – sem
er miður.“
Hvað framtíðarplön varðar seg
ist Filip bara ætla að halda áfram
að vera á brimbretti við strend
ur Íslands. „Já, maður fylgir bara
streyminu.“
Fylgir bara streyminu
Filip Polach er ungur maður frá Tékklandi
sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum
og féll fyrir tvennu á Íslandi; náttúrunni og
íslenskri stelpu.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
„Þegar ég var að byrja
var hægt að telja brim-
brettafólk á fingrum
annarrar handar sér,
svo fáir voru að þessu,
en það hefur gjörbreyst
og talan er allavega
búin að tvöfaldast.“
Færeyski tónlistarmaðurinn
Heiðrik, eða Heiðríkur eins og Ís
lendingar eru farnir að kalla hann,
hefur sent frá sér plötuna Funer
al. Lögin á plötunni eru uppgjör
Heiðriks við fortíð sína.
„Þetta er mjög persónuleg plata
sem ég gerði hér á Íslandi en
fjallar um fortíð mína í Færeyj
um. Mörgum þykir titilinn frekar
myrkur, Funeral – jarðarför, en
þarna er ég eiginlega tala um skil í
lífinu, að gera upp tímabil og hefja
annað. Maður vill fá endapunkt
svo maður geti haldið áfram,“
segir Heiðrik sem telur áhrifin í
tónlistinni koma frá þjóðlagatón
list, djassi og tónlistarmönnum á
borð við Roy Orbison og Marlene
Dietrich.
Í listum hefur Heiðrik fundið sér
útrás í myndlist, tónlist og kvik
myndagerð sem hann lærði í Dan
mörku. Hann byrjaði að syngja
þegar gelgjuskeiðinu lauk en tutt
ugu og eins árs gamall ákvað hann
að flytja frá Færeyjum, úr samfé
lagi sem á þeim tíma, að minnsta
kosti, var langt frá því að venjast
hugmyndinni um samkynhneigð.
„Ég er fæddur árið 1983 og er
af kynslóð sem ekki var jafn ein
angruð og þær sem á undan komu
í Færeyjum. Vitanlega hefur margt
breyst í Færeyjum og samkynja
hjónabönd voru leyfð í vor, sem
auðvitað er frábært, en samt á
eftir að ræða margt.“
Tónlistin á nýju plötunni er
látlaus og órafmögnuð. Þarna eru
píanó, strengir og úkúlele, svo
eitthvað sé nefnt, og líka fínleg,
mjúk og brothætt
rödd Heiðriks sem
syngur um líf sitt
á ensku. „Þetta er
tónlist um mig og
fólkið í lífi mínu,“
segir hann, „í
fortíð, nútíð og
framtíð.“ | gt
Heiðrik gerir upp fortíðina
Endapunktur markar nýtt upphaf
„Á plötunni er ég að gera
upp tímabil og hefja
annað,“ segir fær-
eyski söngvarinn
Heiðrik.
Ný sýning með verkum
Sigurðar Guðjóns sonar
verður opnuð í Berg
Contemporary við Klappar-
stíg í dag klukkan 17.
Tímatengd myndlist og myndir
á hreyfingu sem settar eru fram
með ýmsum hætti eru það svið
myndlistarinnar sem hefur verið í
hve mestri gerjun á síðustu árum.
Einn þeirra íslensku listamanna
sem hefur náð góðum og forvitni
legum tökum á henni er Sigurður
Guðjónsson.
Í verkum hans, sem bera yfir
leitt skýr höfundareinkenni, koma
saman náttúra og manngert um
hverfi. Hljóðrás verkanna skiptir
oft einnig miklu máli, ekki síður
en það sem augað nemur. Skyn
færin vega hvort annað upp og
fylla upp í upplifun áhorfandans
af verkunum. Verkin eru oft hæg
fara og fallega endurtekningasöm
og þegar best tekst til draga þau
áhorfandann til sín.
Á sýningunni í Berg Contemp
orary verða nýleg verk sem Sig
urður hefur unnið á síðustu árum
en ekki hafa komið fyrir sjónir al
mennings á sýningum hér á landi.
Ef marka má texta Jóns Proppé,
má gera ráð fyrir að Sigurður
sé mikið með hugann við úrelta
tækni í verkunum sem þarna
verða til sýnis.
Berg Contemporary er nýleg
ur og glæsilegur sýningarstaður
við Klapparstíg sem áhugafólk
um íslenska myndlist ætti ekki að
láta fram hjá sér fara, né heldur
þeir sem eru tilbúnir til að reyna
á skynfærin með opnum huga. | gt
Myndir og hljóð með togkraft
Mynd | Hari