Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 48

Fréttatíminn - 02.09.2016, Síða 48
Gott að ræða samfélagsmál Um helgina fer fram Fundur fólksins sem er tveggja daga hátíð um samfélagsmál og fer fram í Norræna hús- inu. Boðið er til samtals milli almenn- ings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka. Gott að fara í bíó Það er gott að fara í bíó um helgar. Fá sér popp og kók með. Í kvöld verður kvik- myndin Mean Girls sýnd í Bíó Paradís en myndin sló rækilega í gegn árið 2004 og má telja líklegt að troðfullt verði í sal bíóhússins í kvöld. Gott að byrja haustið á þeim skvísum. Gott að vera góður við aðra Lífskúnstnerinn Stephen Fry segir að margt skipti vissulega máli í lífinu eins og að vera ákveðinn, með keppnisskap, duglegur og svo framvegis, en á endan- um skipti langmestu máli að vera góður. Verum góð við hvort annað. Það skiptir mestu máli. GOTT UM HELGINA Fólkið mælir með… Björn Teitsson Morgunmatur: Big Mac! Ekki þessi erfðabreytta kjöt- -og majónesklessa á McDonalds, heldur tvöfaldur macchiato á Te & kaffi. Þvílíkur orðaleikur. Ég er ekki mikið fyrir fasta fæðu á morgnana en það myndi mögu- lega breytast ef Brauð & Co væri á leið minni til vinnu. En ég borga glaður fyrir gott kaffi. Facebook grúppa: Við Þórður Gunnarsson olíuhagfræðing- ur stofnuðum grúppu tileinkaða chili-ávextinum fyrir nokkru. Fólk deilir þar brunasögum eða hendir jafnvel saman í pöntun á sósum sem eru bannaðar fólki með undirliggjandi öndunarfæra- eða hjartasjúkdóma. Svo eru bornar saman bækur um sterkustu rétti á veitingastöðum á Íslandi, sem eru reyndar allir á sama veitinga- stað. Bitte. Þáttur til að sofna yfir: Stöffi sem ég hef séð margoft. Seinfeld, Freaks and Geeks eða einhverjum matreiðsluþáttum. Svo er útvarp- ið. Og hlaðvarpið. Ný Víðsjá er að taka á sig mynd, Orð um bækur er klassík og Ævar Kjartansson gerir alltaf góða hluti. Svo má mæla með Spinnipúkanum, Fílalag eða Eusebio á Alvarpinu. Inga Björk Bjarna­ dóttir Morgunmatur: Ég er mjög úrill á morgnana og get ekki hafið samræður fyrr en ég er búin með tvo bolla af kaffi. Ef ég er of sein, gríp ég ávöxt á leiðinni út og í raun er ekki til betri leið til að byrja daginn en með einu greipi enda stútfullt af vítamínum og trefjum. Facebook grúppa: Hópur íslenskra Seinfeld aðdáenda, „Not that there’s anything wrong with that“, er í miklu uppáhaldi þó virknin mætti vissulega vera meiri. Fyrir þau okkar sem eiga ættingja og vini sem skilja ekki tilvísanir í þessa 20 ára gömlu sjónvarps- þætti og hafa engan áhuga á seinfeldískum sögum úr hvers- dagslífinu er grúppan eins og vin í eyðimörk. Þáttur til að sofna yfir: Seinfeld er eins og gefur að skilja eini þáttur- inn í lífi mínu og ég vil helst ekki horfa á neitt annað. Ég horfi yf- irleitt alltaf á einn eða tvo þætti fyrir svefninn enda get ég illa sofnað ef ég fæ ekki minn daglega skammt af Jerry, Elaine, George og Kramer. ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.