Fréttatíminn - 02.09.2016, Page 50
Prince neytti „englafæðu“
Charlene Friend er ein af fyrrum kærustum
Prince heitins. Það kom henni ekki á óvart
að heyra um það magn læknadóps sem
fannst á heimili söngvarans eftir hans dag.
Charlene segir að Prince hafi stundum ver-
ið vakandi í allt að fimm daga samfleytt, án
þess að borða eða drekka og var á sífelldum
þönum milli heimilis síns og upptökuversins.
„Ég þurfti að næla mér í kríublund við hvert tæki-
færi til þess að halda mér gangandi,“ segir Charlene.
Hún segist hafa spurt hann hvernig í ósköpunum hann færi að þessu
og svar hans var: „Englafæði. Matur fyrir sálina, ekki úr holdi.“ Þegar
Prince svaf loksins, setti hann álpappír í alla glugga, hækkaði hitann í
herberginu og svaf í svarta myrkri.
Ringo Starr í áfengismeðferð
Bítilinn Ringo Starr er kominn í áfengismeðferð og
hefur verið þar í nokkrar vikur. Hann verður þar
inni þangað til hann fer í tónleikaferðalag með
hljómsveit sinni. Heimildarmaður RadarOn-
line sagði: „Ringo vildi sjálfur fara í meðferð.
Hann hefur verið edrú í mörg ár, en hefur
alltaf áhyggjur af því að falla. Það er hans
stærsti ótti. Það eru miklar freistingar í kring-
um hann, sérstaklega þegar hann er á tón-
leikaferðalagi. Þess vegna vildi hann fara í með-
ferð áður en hann færi í ferðina, sem er ábyggilega
mjög skynsamleg ákvörðun hjá honum.“
Ringo fór í meðferð árið 1988 í Arizona Sierra Tucson meðferðarstöð-
inni og sagði Ringo sjálfur frá því að hann hefði mætt dauðadrukkinn í
meðferðina.
Lisa Marie Presley að missa forræði yfir
dætrum sínum?
Lisa Marie Presley gæti misst forræðið
yfir tvíburadætrum sínum vegna drykkju
og lyfjafíknar sinnar. Fyrrum eiginmaður
Lisu, Michael Lockwood, hefur farið fram
á fullt forræði yfir stelpunum. Lisa bað um
að barnaverndarnefnd myndi fylgjast með
öllu um leið og hún og Michael skildu en
gæti séð eftir því núna, því hún var send í
meðferð en hún er háð áfengi, verkjatöflum
og öðrum lyfjum. Michael mun nota þetta sér
til framdráttar og mun meðal annars segja að hann
hafi séð mikið um stúlkurnar því Lisa sé óáhugasamt og fjarlægt for-
eldri. Samkvæmt heimildarmanni hefur barnfóstra séð mikið um stúlk-
urnar ásamt Priscillu, ömmu þeirra.
Blac Chyna, unnusta og verðandi
barnsmóðir Rob Kardashian, bróð-
ur Kardashian-systra, hefur verið
honum stoð og stytta á erfiðum tím-
um, en hann hefur glímt við þung-
lyndi. Hann sagði sjálfur frá þessu í
einlægu viðtali í tímaritinu People
á dögunum.
„Við höfðum verið vinir um tíma
áður en við byrjuðum saman. Hún
var manneskja sem ég gat leitað
ráða hjá. Hún eldaði fyrir mig og
við töluðum og allt og ekkert. Hún
kom með jákvæða strauma inn í líf
mitt og ég vissi það um leið og við
hittumst fyrst að ég vildi meira en
bara vera vinur hennar,“ sagði Rob
meðal annars í viðtalinu.
Honum leið mjög illa að lifa fyrir
framan myndavélarnar í þáttunum
Keeping up with the Kardashians,
sérstaklega eftir að hann bætti á sig
kílóum og greindist með sykursýki
2. „Chyna hefur hvatt mig áfram og
með hjálp hennar hef ég náð að yfir-
stíga óöryggi og félagsfælni.“
Þættir með þeim skötuhjúum
hefjast á sjónvarpsstöðinni E! í sept-
ember. Þar er þeim fylgt eftir frá
trúlofun að meðgöngu, en Chyna
gengur nú með þeirra fyrsta barn.
Fyrir á hún einn son.
Stoð og stytta á erfiðum tímum
Blac Chyna er bjargvættur Rob Kardashian.
Jákvæðir straumar
Rob vissi strax að
hann vildi eitthvað
meira þegar hann
kynntist Blac Chyna.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Þetta er mjög skemmti-legt, en talsvert öðru-vísi en það sem ég var að gera. Mér líður svo-lítið eins og ég vinni
hálfan daginn núna. Ég vinn bara
átta tíma í staðinn fyrir sextán,
það er voða þægilegt,“ segir Frið-
rik Valur Karlsson matreiðslumað-
ur sem tók nýlega við mötuneyti
og veitiningaþjónustu Þjóðleik-
hússins. Þangað til í vor rak hann
staðinn Friðrik V á Laugaveginum
ásamt eiginkonu sinni, Arnrúnu
Magnúsdóttur. En þau ákváðu að
loka staðnum þrátt fyrir miklar
vinsældir og velgengni vegna veik-
inda Arnrúnar.
Maturinn eins og leiksýningar
Friðrik kann vel við sig á nýja
staðnum, enda eldhús Þjóðleik-
hússins vel tækjum búið, sem gefur
honum kost á því að matreiða allt
frá grunni. Starfsfólk hússins fær
þó ekki veislumat á hverjum degi þó
auðvitað sé maturinn alltaf góður
og næringarríkur. „Ég get ekki verið
með stórsteikur út í eitt, en það er
gaman fyrir mig að fá að gera aftur
fiskibollur, plokkfisk og svona hefð-
bundna rétti. Þetta er eins og með
leiksýningarnar. Sumar sýningar
eru bara alltaf eins og þannig eru
sumir þjóðlegir réttir. Gullna hliðið
er eins og það er og plokkfiskurinn
er eins og hann er. Maður setur ekki
leikarana í spandexgalla í þegar það
á ekki við. En vissulega er ég með
eitthvað skemmtilegt inn á milli.“
Áhyggjur af forminu
Friðrik segir Þjóðleikhúsið
einstaklega líf legan vinnustað
og honum hefur verið vel tekið
af starfsfólkinu, sem er mun fjöl-
breyttari hópur en hann gerði sér
grein fyrir. „Ég hafði smá áhyggj-
ur af því að koma hingað eftir að
hafa verið í „fine dining“ ógeðs-
lega lengi. Nú er ber ég bókstaflega
ábyrgð á fólkinu. Það er sama fólk-
ið í mat hjá mér á hverjum degi,
þannig ég get ekki bara verið að
leika mér með smjör og rjóma. Þetta
verður að vera innan skynsamlegra
marka. Það er ákveðin áskorun,“
segir Friðrik kíminn, og starfsfólk-
ið virðist ánægt með það sem hann
býður upp á. „Starfsfólkið er alla-
vega að skila sér vel í mat ennþá.
Ég veit reyndar að menn hafa verið
Streitulosandi
afslöppun í
leikhúsinu
Borða matinn sinn Friðrik segir starfsfólk leikhússins duglegt að klára af diskunum sínum. Mynd | Hari
Friðrik Valur tók nýlega við mötuneyti Þjóð-
leikhússins, en hann rak sinn eigin veitinga-
stað, Friðrik V, á Laugaveginum um árabil.
Hann segir það ágætis tilbreytingu að vinna í
8 tíma á dag í stað 16.
að hafa áhyggjur af því að halda sér
ekki í nógu góðu formi. En hvort
það er mitt vandamál, veit ég ekki.“
Enginn að væla út borð
„Mér finnst líka svo fallegt að hér
er borin virðing fyrir mötuneytinu.
Það borða allir matinn sinn. Menn
eru ekkert að hamstra á diskinn
og henda í ruslið. Svo er þetta lítið
mötuneyti, það eru allir vinir og
borða saman. Ég segi ekki að ég
sé nískur en mér finnst leiðinlegt
að fara illa með mat. Þannig þetta
hentar vel minni hugmyndafræði.“
Og Friðrik heldur líka í sínar venj-
ur, eins og fara einu sinni í viku að
hitta grænmetisbændur til að sækja
grænmetið sem hann eldar. „Ég
kann ekkert annað og er orðinn svo
gamall þannig ég fer ekki að breyta
því úr þessu.“
Friðrik er hins vegar feginn að
vera laus við auka vesenið sem
fylgir veitingarekstri. „Nú fer ég
bara í vinnuna og elda fyrir ákveðið
marga. Það er enginn að hringja
í mann og reyna að væla út úr
manni borð, þar sem alltaf er troð-
fullt. Enginn biðlisti og ekkert „no
show“ sem var stundum að plaga
mann. Að elda er streitulosandi, en
hitt bullið í rekstrinum er streitu-
valdandi, þannig nú er ég bara í
afslöppun og er ógeðslega ham-
ingjusamur með þetta.“
Ég get ekki
verið með
stórsteikur út í eitt,
en það er gaman
fyrir mig að fá að
gera aftur fiskibollur,
plokkfisk og svona
hefðbundna rétti.
…fjörið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016