Fréttatíminn - 02.09.2016, Side 62
…námskeið kynningar 14 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016
Glæsileg aðstaða
Í Sparkhöllinni í Kópavogi eru fjórir glænýir,
hágæða battavellir. Mynd | Rut
Dans
Fjölbreytt námskeið eru í boði í Plié Heilsu og Dans sem nýverið fluttist í Sparkhöllina í
Kópavogi. Mynd | Rut
Taekwondo
Í Mudo Gym er frábær aðstaða og þjálfarar. Mynd | Rut
Fjölskyldufyrirtæki
Sigtryggur Snorrason er aðalþjálfarinn í Mudo Gym og Þórunn er rekstrarstjóri Sparkhallarinnar. Á milli þeirra er Rebekka, dóttir Þórunnar. Mynd | Rut
Hús fullt af heilbrigðu lífi
Í Sparkhöllinni í Kópavogi eru fjórir frábærir knattspyrnuvellir til leigu, hvort sem er fyrir íþróttafélög, vinahópa eða
barnaafmæli. Í sama húsi er einnig Mudo Gym, þar sem meðal annars er kennt Taekwondo, sem og Plié Dans og Heilsa.
Unnið í samstarfi við Sparkhöllina
Við erum mjög ánægð með viðtökurnar og þetta hef-ur farið vel af stað,“ segir Þórunn Kristín Snorra-
dóttir, rekstrarstjóri Sparkhallar-
innar í Kópavogi.
Sparkhöllin var opnuð í
lok síðasta árs með veglegu
knattspyrnumóti og í vor voru
salir hallarinnar mikið nýttir af
meistaraflokkum og bumbubolta-
hópum. Þessir fyrstu mánuðir
hafa verið nýttir til reynslu og til
að fínpússa starfsemina þannig
að nú í haust fer allt á fullt. Bæði
í knattspyrnusölunum, í Mudo
Gym og Plié Dans og Heilsu sem
nýverið flutti starfsemi sína í
húsið.
Fjölbreytt fótboltastarf í
Sparkhöllinni
Í Sparkhöllinni eru fjórir glænýir,
hágæða battavellir. Vellirnir eru
misstórir og henta bæði íþrótta-
félögum sem og hópum.
„Það er frábært fyrir íþróttafé-
lögin að koma hingað þegar illa
viðrar. Ég tala nú ekki um þegar
litlu krakkarnir eru látnir hita upp
með því að ýta snjónum af gras-
inu. Þau félög sem hafa æft hérna
hafa verið mjög ánægð enda er
þetta frábært gras sem hannað
er sérstaklega fyrir battavelli og
þolir mikið álag og snúninga.
En svo fáum við mikið af fyrir-
tækjum sem vilja til dæmis nýta
hádegið. Þessir hörðustu mæta á
morgnana og spila. Þeir geta þá
farið að skokka eftir vinnu,“ segir
Þórunn.
Á kvöldin er algengt að vina-
hópar leigi sér völl og spili fót-
bolta og þá skemmir eflaust
ekki fyrir að hægt er að horfa á
boltann í beinni á skjávarpa þar
sem hægt verður að fá sér einn
kaldan yfir leik. Eins er hægt að
leigja völl fyrir yngri hópa, til að
mynda fyrir afmælisveislur, og þá
er hægt að kaupa pítsur og af-
mælisköku með.
„Á morgnana er knattspyrnu-
akademían okkar rekin í hús-
inu en hún er ætluð stelpum og
strákum á aldrinum 10-16 ára. Í
Akademíunni er lögð áhersla á
gæði þjálfunar, styrktarþjálfun,
snerpu- og liðleikaæfingar. Þar
er einblínt á hvern einstakling
fyrir sig og unnið í veikleikum
og með styrkleika allra á mis-
munandi hátt. Hvert námskeið
stendur í fjórar vikur og hefst
þann 12. september. Þjálfarar
okkar eru Ólafur Páll Snorrason,
aðstoðarþjálfari meistaraflokks
kk. Fjölnis, Eiður Ben Eiríksson,
þjálfari meistaraflokks kvenna
hjá Fylki, Stefán Logi Magnús-
son, markvörður mfl. KR og Hans
Sævarsson, þjálfari 2. flokks karla
hjá FH.“
Þá er algengt að einkaþjálfar-
ar úr öllum áttum leigi aðstöðu í
Sparkhöllinni, enda hentar höllin
frábærlega fyrir alls kyns þjálfun.
Líf og fjör í Mudo Gym
En það er fleira en fótbolti í
Sparkhöllinni. Mudo Gym opnaði
þar snemma árs og hefur sú stöð
slegið í gegn.
„Við náðum alveg ótrúlega
góðu starti og erum gríðarlega
ánægð með viðtökurnar sem við
fengum. Við erum aðallega með
Taekwondo en líka ýmsa styrkt-
ar- og þolþjálfun. Þetta eru alvöru
æfingar fyrir venjulegt fólk. Svo
höfum við verið mikið í barna-
starfinu og erum með hópa allt
niður í tveggja ára. Það er líf og
fjör hér,“ segir Þórunn.
Mudo Gym hefur verið í sam-
starfi við Styrktarfélag ein-
hverfra, Bláan apríl, og hefur
starfrækt sérstakan hóp fyrir
einhverfa. „Við erum mjög stolt að
geta boðið upp á þá tíma.“
Hún segir að Sigursteinn, bróðir
sinn, beri hitann og þungann af
þjálfun í Mudo Gym, enda er hann
með hæsta belti í Taekwondo á
Íslandi og fyrrum landsliðsþjálfari
í greininni.
„Við erum með keppnishóp hér
og í honum eru margir Íslands- og
Norðurlandameistarar sem unnið
hafa ótal medalíur úti í heimi.
Þetta er sterkur og flottur hópur,“
segir Þórunn.
Metnaðarfullt starf í Plié
Á annarri hæðinni er svo Plié
Dans og Heilsa að koma sér fyrir
og hefst vetrardagskráin næsta
mánudag, 5. september. Plié var
áður í Smáralind og hefur getið
sér gott orð fyrir fjölbreytt og
metnaðarfullt starf.
„Við erum ótrúlega glöð að
hafa fengið þær hingað. Þetta eru
mjög metnaðarfullar stelpur sem
bjóða upp á mikið og skemmtilegt
barnastarf. Þær hafa mjög heil-
brigða nálgun gagnvart kennslu
hjá ungum nemendum,“ segir
Þórunn.
Fjölbreytt dansnámskeið,
ballett, jóga og hugleiðslunám-
skeið eru í boði í Plié og hægt
er að kynna sér námskeiðin vel
á heimasíðunum, www.plie.is og
www.hugarfrelsi.is.
Hraður vöxtur á fyrsta ári
Augljóst er að Sparkhöllin er að
vaxa hratt á sínu fyrsta starfsári
og segir Þórunn að þau systkinin
horfi spennt til framtíðar. „Já, hér
er allt að fyllast af heilbrigðu lífi.
Við erum í andlegu jafnvægi og
líkamlega vel á okkur komin, sum
okkar alla vega,“ segir hún glettin.
Allar nánari upplýsingar má
nálgast á heimasíðunni,
www.sparkhollin.is.