Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 63

Fréttatíminn - 02.09.2016, Blaðsíða 63
Fjölbreytt myndlistanám fyrir allan aldur Áhersla á snertingu við efni og aðferðir. Unnið í samstarfi við Myndlistaskólann Nú fara haustnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík að hefjast. Líkt og endranær er boðið upp á fjölbreytt nám fyr- ir alla aldurshópa; börn allt frá fjögurra ára aldri geta sótt nám- skeið í skólanum. „Við leggjum áherslu á að vera með fámenn námskeið svo að krakkarnir fái ró og næði og athygli frá kennaran- um. Hjá yngstu börnunum er há- mark 6 í hóp,“ segir Áslaug. Í vet- ur boðið upp á nýjung; námskeið sem kennt er á frönsku og ef það gengur vel höfum við áhuga á að bjóða upp á námskeið fyrir börn á fleiri tungumálum. Yngstu hóparnir sækja svoköll- uð blönduð námskeið og fá þjálf- un í ýmis konar tækni, fá að prófa að teikna, mála og leira og eftir því sem börnin eldast geta þau valið sér sérsvið. „Tíu til tólf ára hóparnir geta lagt áherslu á teikn- ingu, vídeó eða t.d. hreyfimyndir, svo eru myndasögur mjög vin- sælar. Unglingar geta síðan valið enn fleira; málningu, teikningu eða grafík, leir eða gips. Í haust bjóðum við nýtt námskeið fyrir unglinga sem við köllum Youtube hrærivélina. Þá eru þeir að sækja sér efni á netið og klippa til og endurvinna. „Við leggjum mikla áherslu á snertingu við efnið og kennslu í tækni og aðferðum í bland við hugmyndavinnu. Til dæmis erum við nýbúin að endurgera hjá okkur myrkraherbergið. Nem- endur dagskóla taka námskeið í filmuljósmyndun, framköllun og stækkun og slík námskeið eru líka í boði fyrir unglinga og full- orðna nemendur kvöldskóla,“ segir Áslaug. Fullorðnir geta nefnilega líka sótt fjölbreytt nám- skeið í Myndlistaskólanum. „Yfir- leitt eru þau kennd á kvöldin en nokkur þó á daginn. Við bjóðum ýmis námskeið, m.a. í teikningu, módelteikningu, vatnslit, málun og leir, bæði grunnnámskeið og sérhæfðari námskeið eins og t.d. í portretti, skopmyndagerð og barnabókaskreytingum.“ Myndlistaskólinn er staðsettur á Hringbrautinni; JL húsinu vest- ur í bæ. Vert er að benda á að barnadeild skólans starfrækir útibú í Breiðholti, í Miðbergi, við hliðina á Gerðubergi. Því þurfa börn búsetti austast í bænum ekki að ferðast alla leiðina vestur eftir til að sækja námskeiðin. Allar upplýsingar um námskeiðin og starfsemina má finna á mir.is. Myndlistaskólinn býður upp á fjórar námsleiðir á háskólastigi, keramik, málaralist, teikningu og textíl. Einnig er boðið upp á tveggja ára nám fyrr nemendur með þroskahömlun sem fá grunn í myndlist. Nemendur sem ætla sér í listaháskóla en hafa ekki nám eða reynslu að baki geta sótt for- nám sem gefur þeim góðan grunn í myndlist. Einnig geta nemendur sem hafa lokið tilteknum fjölda eininga í framhaldsskóla tekið 2 ára nám á framhaldsskólastigi og lokið stúdentsprófi við Myndlista- skólann. Myndlistaskólinn …námskeið kynningar15 | amk… FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2016 Áslaug Thorlacius „Við leggjum áherslu á að vera með fámenn námskeið svo að krakkarnir fái ró og næði og athygli frá kennaranum.“. Mynd | Rut Erla Traustadóttir „Okkur finnst frábært að hafa fjölbreyttan félaga- hóp. Það auðgar starfið og gerir það skemmtilegra.“ Mynd | Hari POWERtalk starfrækir deildir víða um land; Kópavogi, Mosfellsbæ, Patreksfirði, Akureyri og Selfossi, auk Reykjavíkur. Einnig er starfandi enskumælandi deild í Mosfellsbæ. „Þetta snýst líka um að fólk geti tekið þátt í umræðum og hlustað á aðra.“ Erla Traustadóttir Landsforseti POWERtalk á Íslandi. Gerir lífið mun skemmtilegra POWERtalk veitir einstaklingsmiðaða þjálfun í framkomu, tjáningu og fundasköpum. Unnið í samstarfi við POWERtalk POWERtalk eru alþjóðasam-tök sem leggja áherslu á að bjóða upp á einstak-lingasmiðaða þjálfun í framkomu, ræðumennsku, tjáningu. Erla Traustadóttir er landsforseti POWERtalk á Íslandi. „Við erum með félaga frá 22 ára aldri en flestir eru frá þrítugu og upp úr og bæði kyn. Okkur finnst frábært að hafa fjölbreyttan félagahóp. Það auðgar starfið og gerir það skemmtilegra,“ segir Erla. Sumir verða að læra að hlusta Flestir sem hefja þátttöku í POWERtalk eru að sækjast eft- ir þjálfun í að koma fram. „Þetta snýst ekki bara um að halda ræður , þetta er almenn þjálfun í að koma fram. Margir sem koma til okk- ar eru í námi og eiga erfitt með að standa upp og spyrja kennarann spurninga. Eða geta ekki tjáð sig á foreldrafundum. Flestir vinnu- staðir krefjast þess að fólk vinni í hópum og hafi skoðanir á hlutun- um og tjái sig, mörgum finnst það mjög erfitt. Þetta snýst um að læra að tala fyrir sínum hugmyndum og standa á sínu,“ segir Erla og bætir við að sumir félagar hafi líka komið því þeir þurftu að læra að hlusta og þegja. „Þetta snýst líka um að fólk geti tekið þátt í umræðum og hlust- að á aðra.“ Hæfnismat eftir frammistöðu Grunnþjálfun fer fram í deildum innan POWERtalk og fer starf semin fram frá september fram í maí/júní. Yfirleitt eru haldnir tveir fundir í mánuði. „Það er alltaf skipulögð dagskrá í gangi. Yfirleitt fá félagar verkefni sem það veit fyrirfram að það þarf að leysa og fær ákveðinn tímaramma. Svo erum við líka að þjálfa fólk í að takast á við óund- irbúnar aðstæður, það er hluti af þjálfuninni líka,“ segir Erla. „Hvert verkefni er með skilgreindar kröfur þannig að maður veit þegar maður undirbýr sig til hvers verður horft. Hvernig byrja ég ræðuna, hvernig held ég áfram, um hvað á ég að tala og svo framvegis. Við gefum mjög góðar leiðbeiningar og eftir hvert verkefni sem flutt er fær viðkom- andi hæfnismat. Það er mjög mikil- vægt í þessu starfi að fólk viti hvar það á að bæta sig.“ Þjálfun í fundarsköpum Innan POWERtalk á Íslandi býr mikil reynsla og þekking og hafa sumir félaganna verið virkir í yfir 30 ár. Þátttaka í POWERtalk er einnig leið- togaþjálfun þar sem meðlimir geta farið að taka að sér verkefni innan samtakanna, stjórna fundum og fá þjálfun í fundarsköpum. „Það eru endalaus verk efni að vinna og fólk fer smám saman að miðla til hinna,“ segir Erla og bendir á að þetta sé vissulega eins og að fá verkfæri í hendurnar. Lífið skemmtilegra Þó að samtökin haldi námskeið við og við segir Erla galdurinn þó liggja í því að stunda viðfangsefnið líkt og íþróttir væri um að ræða. „Ef þú heldur þér ekki við efnið fennir fljótlega í sporin. Flestir fá fiðr- ildi í magann áður en þeir þurfa að standa fyrir framan fjölda og tala en þarna ertu kominn með þjálfun og þessi verkfæri til þess að takast á við þessar aðstæður, fara út fyrir þægindahringinn og gera hluti sem þú þorðir ekki áður. Lífið verður svo miklu skemmtilegra þannig.“ Nú í september eru deildir POWERtalk með kynningarfundi og allir vel- komnir til þess að kynna sér starf- semina án skilyrða. Allar upplýsingar um starf POWERtalk er að finna á powertalk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.