Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016 Sakamál „Ég er ekki hissa á því að þetta mál hafi verið fellt niður, segir Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV- samtakanna. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Mál nígerísks hælisleitanda sem var grunaður um að hafa smitað konur vísvitandi af HIV-veirunni hefur nýlega verið fellt niður hjá Héraðssaksóknara enda tókst ekki að sanna að hann hefði vitað sjálf- ur að hann væri smitaður. Hann hafði alltaf eindregið neitað sök, en smit tveggja kvenna var rakið til mannsins og hann var í mánuð í gæsluvarðhaldi. „Þetta mál fyllir mig ólýsan- legri hryggð og vanþóknun. Það er hörmulegt að halda því fram að menn smiti aðra vísvitandi af illvilja án þess að hafa neitt í höndunum. Ég hélt að við værum komin á annan betri stað í tilver- unni en það, enda eru komin lyf við sjúkdómnum og fólk smitar ekki aðra meðan það er í lyfjameð- ferð,“ segir Einar Þór. Hann segir að þessi glæpavæðing sé eins og aftan úr forneskju þegar óttinn var í algleymingi. „Það að þessi sjúkdómur hafi lagst sérstak- lega á homma, eiturlyfjaneytend- ur og fólk frá þróunarlöndunum hefur alla tíð haft áhrif á viðhorf fólks til hans þótt gagnkynhneigð- ir séu nú í meirihluta þeirra sem smitast. Það er varla hægt annað en að spyrja sig hvort það hefði verið komið svona fram ef hann hefði verið hvítur íslenskur milli- stéttarmaður en ekki svartur hæl- isleitandi frá Afríku.“ Eiríkur Hilmarsson lögmaður mannsins segir að skjólstæðingur sinn vilji ekki ræða málið við fjöl- miðla. Einar Þór Jónsson spyr sig hvort það hefði verið komið svona fram ef maðurinn hefði verið hvítur millistéttarmaður en ekki svartur hælisleitandi. Þetta mál fyllir mig hryggð og vanþóknun Skattaskjól Ríkisskattstjóri er enn að skoða 83 mál á grundvelli gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. Skatt- rannsóknarstjóri skoðar nú þegar þrjátíu mál á grund- velli gagnanna en bíður þess að fá gögn frá Ríkiskattstjóra til að geta haldið áfram með hin. Alls var um að ræða upplýsingar um 585 félög í skattaskjólum og tengsl 400 Íslendinga við aflands- félög. Í flestum tilvikum er um að ræða skjöl um stofnun félaga og skjöl í formi umboða sem skráðir stjórnarmenn félaganna hafa veitt nafngreindum einstaklingum til stjórnunar og skuldbindinga þeirra. Jafnframt eru þar upplýsingar um eigendur hlutafjár í félögunum. Í gögnunum er hins vegar ekki að finna bankayfirlit eða aðrar fjár- hagsupplýsingar. Ríkiskattstjóri hefur sent út bréf til einstaklinga og lögaðila, þar sem grunur leikur á að tekjur af aflands- félögum hafi ekki verið taldar fram og farið fram á skýringar Skúli Eggert Þórðarson segir að refsinæmið miðist einungis við van- goldna skatta, ekki við ársskýrslur eða eyðublöð sem hafi ekki verið útfyllt eins og reglugerðir kveði á um. Þrír ráðherrar, Bjarni Bene- diktsson, Ólöf Nordal og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, reyndust hafa átt í aflandsfélögum á einhverju tímabili samkvæmt upplýsingum í Panama-skjölunum. Þau hafa öll fullyrt að nægum upplýsingum hafi verið skilað til skattsins vegna máls- ins en komið hefur fram að formsat- riðum var ekki fullnægt. | þká Skoða 83 mál á grundvelli gagna um aflandsfélög Þrír ráðherrar voru meðal þeirra sem áttu í aflandsfélögum en ekki er ljóst hvort þau fengu bréf frá Ríkisskatt- stjóra. Kaþólski söfnuðurinn þarf að rísa upp Kynferðisbrot Ísleifur Friðriksson trúir ekki öðru en að kaþólski söfnuðurinn á Íslandi rísi nú upp gegn aðgerðaleysi stjórnenda kirkjunnar. Þótt ánægjulegt sé að ríkið hafi staðfest að hann hafi sætt illri meðferð innan kaþólsku kirkjunnar, hafi kirkjan skilið við hann án nokkurs réttlætis. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ísleifur Friðriksson fékk loks stað- festingu á því frá hinu opinbera að frásögn hans af kynferðislegu, andlegu og líkamlegu of beldi skólastjórnenda Landakotsskóla og starfsmanna kaþólsku kirkjunnar, hafi átt við rök að styðjast. Ísleifur greindi fyrst frá þessu opinberlega fyrir fimm árum og hefur barist fyrir því að vera tekinn trúanlegur síðan. Á dögunum fékk hann ásamt fleiri fyrrum nemendum Landa- kotsskóla boð um sanngirnisbætur frá ríkinu vegna skaðans sem þau hlutu af ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar. Eftir að málið blossaði fyrst upp í fjölmiðlum lét kirkjan stofna óháða rannsóknarnefnd til að rýna í við- brögð kirkjunnar manna við ásök- unum um ofbeldi. Fyrir þeirri nefnd fór Hjördís Hákonardóttir fyrrum hæstaréttardómari. Í kjölfar niðu- staðna nefndarinnar vildu starfs- menn kaþólsku kirkjunnar stofna aðra rannsóknarnefnd til að fara yfir málið á ný. Þær niðurstöður voru aldrei gerðar opinberar. Að auki var stofnað fagráð kaþólsku kirkjunnar. Ísleifur segist fagna sáttaboði rík- isins; „Ég er mjög ánægður með að- komu ríkisins, Reykjavíkurborgar og sýslumanns, að þessu máli. Ég fagna því gríðarlega að fá þessa staðfestingu og sanngirnisbæturn- ar voru hærri en mig grunaði. Við- brögð kirkjunnar við þessu máli öllu hafa hinsvegar verið máttlaus og ekki leitt til neins. Kirkjan hefur stofnað nefndir og fagráð sem ekk- ert hefur komið út úr. Ég var aldrei boðaður til samtals við starfsmenn kirkjunnar. Þeir ollu mér enn meiri sársauka með fáranlegum viðbrögð- um sínum.” Það var niðurstaða Fagráðs kaþ- ólsku kirkjunnar á sínum tíma, að Ís- leifur hefði ekki sýnt fram á að kaþ- ólska kirkjan hefði brotið á honum. Ríkið hefur nú komist að þveröfugri niðurstöðu. „Það fylgdi enginn hugur þeim orðum sem starfsmenn kirkjunnar hafa látið falla um þetta mál. Og ég er enn rasandi hissa á því að söfn- uðurinn hafi leyft kirkjunni að af- greiða þetta svona. Það heyrðist aldrei múkk í neinum.“ Ísleifur segist aldrei hafa verið á höttunum eftir peningum. „En nú verður kirkjan að svara því hvort hún vilji biðja mig afsökunar og gangast við því sem borið var upp á sínum tíma. Ég vil að biskup biðji mig persónulega afsökunar í hámes- su á páskadagsmorgun.” Fréttatíminn reyndi án árangurs að ná tali af kaþólska biskupnum Davíð Techner. Séra Patrick Breen er staðgengill biskups en vildi alls ekki svara spurningum um málið. „Það er best að biskupinn heyri af þessu máli fyrst og ákveði hvernig eigi að bregðast við því. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta.“ Ísleifur Friðriksson er rasandi hissa á að aldrei hafi heyrst múkk í söfnuði kaþólsku kirkjunnar. Mynd | Hari Patrick Breen staðgengill kaþólska biskupsins vill ekki bregðast við því að ríkið greiði nú fólki sanngirnisbætur vegna skaða sem það hlaut af illri meðferð innan kaþólsku kirkjunnar. Þetta mál er búið að stórskaða flokkinn, segir Björn Harðar- son. Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is Notendavænn góður filter á hjólum fyrir raf- suðureyk og ryk • Auktu framleiðni og gæði • Bættu strarfsumhverfið Stjórnmál Björn Harðarson formaður Framsóknar- félags Árborgar segist styðja Sigurð Inga Jóhannsson til formennsku í Framsóknar- flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé búinn að fyrirgera sínu trausti og verði að fara frá. Björn segir að flestir Framsóknar- menn á Suðurlandi sem hann hafi rætt við, styðji Sigurð Inga. Það séu örfáar undantekningar en þeim finnist illa farið með formann- inn. Björn Harðarson formað- ur Framsóknarfélags Ár- borgar segist styðja Sig- urð Inga Jóhannsson til formennsku í Framsóknar- f lokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son sé búinn að fyrirgera sínu trausti og verði að fara frá. Hann seg- ir að f lestir Framsóknar- m e n n á Suðurlandi sem hann hafi rætt við, styðji Sigurð Inga. Það séu örfá- ar undan- tekningar en þeim finnist i l la far- ið með for- manninn. “Þetta mál er búið að stórskaða f lokkinn og eina lausnin er að Sigurður Ingi taki við flokknum. Hann segir að úrslitin ráðist í raun á kjördæmisþinginu í Mývatnssveit á laugardaginn. “Ef Sigmundur Davíð vinnur ekki sannfærandi sigur í baráttunni um fyrsta sæti, þá er þetta búið.” Framsóknarfélag Reykjanesbæjar samþykkti ályktun á fimmtudags- kvöld þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson er hvattur til að bjóða sig fram til for- manns. Að sögn Kristins Þórs Jakobssonar fundarstjóra kom tillagan á óvart en snarpar um- ræður urðu um hana þar sem menn skiptust í t v o hópa. “Fram- sóknar- menn eru ekki þekktir fyrir að taka af stalli sína foringja.” | þká Sunnlendingar sækja að Sigmundi Davíð

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.