Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016
The Get Down eru þættir sem skil-
greina má sem tónlistardrama
með spaugilegu ívafi. Tónlistin og
lífsstíllinn sem henni fylgir keyra
söguna áfram í þáttunum. Við
fylgjumst með lífi nokkurra ung-
menna í Bronx. Draumar þeirra
eru stórir og snúast oftast um
frægð og frama.
Inn í söguna fléttast pólitík í
borginni, áætlanir athafnamanna
um uppbyggingu á niðurníddum
svæðum og gríðarleg gerjun í tón-
listinni. Það er sama gerjun og lagt
hefur grunninn að mörgu því sem
við þekkjum úr tónlist samtímans
á árunum sem eru liðin frá því að
þættirnir eiga að gerast.
Heillandi tími
Árið er 1977 og við kynnumst aðal
söguhetjunum, ungmennunum
Ezekiel og Mylene. Hún er prests-
dóttir sem syngur í kirkjunni og
hann spilar undir. Ezekiel er
hæfileikaríkur strákur án þess vita
af því eða viðurkenna það. Haus-
inn er fullur af rímum og reiði,
rapptónlist sem þarf að komast út,
en Ezekiel er haldið niðri í skólan-
um og fær ekki að blómstra.
Mylene er hins vegar greinilega
stjarna sem er ætlað að skína. Hún
syngur eins og engill og dreymir
um frægð og frama á fjarlægum
diskósviðum utan við hverfið. Inn
í líf þessara krakka og vina þeirra
blandast bæði hatrömm valda-
barátta í undirheimum og á póli-
tíska sviðinu. Á sveimi eru líka
goðsagnakenndar hetjur götunn-
ar, þannig að margt minnir hér á
Shakespeare: Ungir elskendur sem
ná kannski saman og kannski ekki,
flokkadrættir og furðuverur.
Þetta er stór heimur og New York
er í kreppu þrátt fyrir að sunnar
í borginni, syðst á Manhattan, sé
búið að reisa tvíburaturnana sem
ætlað er að vera tákn nýrra tíma.
Kókaín streymir inn í næturlífið og
klíkurnar berjast um yfirráð.
Sagan gerist á menningarlegum
flekaskilum. Diskóið er að deyja,
hip hoppið að festa rætur í þessu
hverfi sem margir telja að hafi ver-
ið fæðingarstaður þeirrar tónlist-
ar. Sætur taktur og áhyggjulaus
lífsgleði eru að víkja fyrir hörðum
rímum um lífsbaráttuna. Þeldökkir
krakkar um alla borg þrá að öðlast
rödd, en fjölmiðlar og allt umhverfi
miðast út frá þörfum þeirra hvítu.
Allir lausir útveggir hverfisins
M
yn
d
| N
et
fli
x
Sjónvarpsþættirnir The Get Down, sem sjónvarpsveitan
Netflix frumsýndi nýlega, eru forvitnilegt sambland söngva-
gleði, leikhústakta og sviðsetningar á liðnum tíma í New
York. Þættirnir spretta fram úr hugmynd ástralska leikstjór-
ans Baz Luhrmann. Sögusviðið er Bronx hverfið undir lok
áttunda áratugarins, þegar borgin var í mikilli mótun og
menningin kraumaði.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Sungið í
stórborginni
og heilu lestirnar eru notaðar í
veggjakrot sem er listformið sem
veitir útrás yfir órétti heimsins og
notað er til að merkja svæðin, ná
yfirráðum. Að hluta til fer sagan
fram á sögufrægum skemmtistöð-
um, á borð við CBGB’s og Studio
54, en gerjunin er að færast út á
göturnar með tilkomu rappsins og
lífið er að skipta um takt.
Forvitnileg sviðsetning
Í harðri veröld er alltaf tími fyrir
söng, sem brestur á af og til í þátt-
unum. Það þarf ekki að koma nein-
um sérstaklega á óvart að taktarnir
í The Get Down eru leikrænir og
stundum dálítið ýktir því það er
ástralski kvikmyndagerðarmaður-
inn Baz Luhrmann sem að stendur
að baki þeim.
Hug my nd i n hef u r feng-
ið að malla lengi í kollinum hjá
Luhrmann, í um tíu ár, en þá hafði
hann vakið athygli heimsbyggðar-
innar með kvikmyndunum Rauðu
myllunni og Rómeó og Júlíu.
Fyrsta sería þáttanna sam-
anstendur af tólf þáttum (sex eru
komnir út). Flestir eru þættirnir
upp undir klukkustund á lengd en
fyrsti þátturinn, sem Luhrmann
leikstýrir sjálfur, er fullri bíó-
myndalengd, 93 mínútur.
Það er oft nokkur hraði í þátt-
unum, hópsenur vel útfærðar og
persónugalleríið stórt. Borgin sjálf
er líka í stóru hlutverki og Baz
Luhrmann bregður á það ráð að
sýna okkur vítt yfir sögusviðið sem
aftur kallar á erfiðleika. Þrátt fyrir
að það komi sumum einkennilega
fyrir sjónir, þá leysir Luhrmann
margt í þáttunum með aðferðum
leikhússins. Þannig ganga leik-
myndir fram og til baka í sjón-
sviði myndavélarinnar, til dæmis
hreyfast fallnir útveggir til, eða þá
að reykur leggst yfir sviðið.
Viðtökur
Sitt sýnist hverjum um ágæti þátt-
anna en eitt er víst að áhugafólk
um söngdrama og litríkt sjónvarps-
efni ætti að geta fengið nokkuð fyr-
ir sinn snúð. Hugmyndasmiðurinn
Baz Luhrmann er alvanur því að
skipta áhorfendum í hópa, með og
á móti. Það virðist takast líka núna.
Sumir tala um meistaralega
takta og heillandi sögur og persón-
ur, á meðan öðrum gagnrýnend-
um finnst frásögnin alltof óhrein
og uppbrotin. Einn gallinn sem
talinn hefur verið á nýju þáttun-
um er að stíllinn breytist nokkuð
eftir fyrsta þáttinn, sem jafnframt
er sá eini sem Luhrmann leikstýr-
ir. New York Times talaði samt um
seríuna sem West Side Story okk-
ar tíma, bara með röppurum og
diskódrottningum. The Get Down,
West Side Story og Romeó og Júl-
ía eru svo sem allt sögur af sama
brunni, en þá sögu þarf hver kyn-
slóð að segja upp á nýtt.
The Get Down gerist í það
minnsta á heillandi tíma og sögu-
sviðið er spennandi. Tilraun
Luhrmanns og félaga til að fjalla
um f lekaskil í menningarsögu
Bandaríkjanna er allrar athygli
verð.
Þau Herizen
Guardiola og
Justice Smith
hafa vakið
mikla athygli
fyrir hæfileika
sína og
frammistöðu
í hlutverkum
Mylene og
Ezekiel.
Sagan gerist á menn-
ingarlegum flekaskilum.
Diskóið er að deyja, hip
hoppið að festa ræt-
ur í þessu hverfi sem
margir telja að hafi verið
fæðingarstaður þeirrar
tónlistar. Sætur taktur
og áhyggjulaus lífsgleði
eru að víkja fyrir hörðum
rímum um lífsbaráttuna.