Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 38
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnar-firði, sendi á dögunum frá sér bókina Hollt nesti - morgunmatur og milli- mál. Rósa hefur skrifað um mat í blöð og tímarit í næstum tuttugu ár og hefur gefið út nokkrar mat- reiðslubækur svo hún er enginn ný- græðingur þegar kemur að matar- gerð. „Ég er alltaf að spá og spekúlera í nýjum uppskriftum og nýjum möguleikum. Síðustu ár hef líka tekið mikið af myndum, þannig ég er alltaf með eitthvert efni í vinnslu. Bókin er því samsafn uppskrifta sem ég hef sjálf unnið með í eldhúsinu með krökkunum mínum í gegnum árin,“ segir Rósa um tilurð upp- skriftanna í bókinni. „Ég er alltaf að reyna að hafa nestið hjá krökkunum fjölbreytt og girnilegt og þannig að það gefi þeim réttu orkuna. Það er svo mikilvægt að nestið og millimál- ið sé hollt og næringarríkt, og hafi góð áhrif á blóðsykurinn. Ég hugsa uppskriftirnar út frá því, það er enginn hvítur sykur eða hvítt hveiti notað. Ég er mikið með fræ, hnet- ur og hafra sem við vitum að gefur góða orku.“ Dóttir Rósu, Margrét Lovísa, hef- ur líka mikinn áhuga á matargerð og hefur síðustu ár hugað vel að holl- ustunni. „Hún á nokkrar uppskriftir í bókinni og vann með mér að þessu. Uppskriftirnar eru því hugsaðar þannig að stálpaðir krakkar og ung- lingar eigi auðvelt með fylgja þeim,“ segir Rósa, en hver uppskrift inni- heldur ekki mörg hráefni. Þá notar hún einföld hráefni sem við þekkj- um langflest og eru til í skápunum heima. „Mér finnst mikilvægt að þetta sé einfalt, bæði hvað hráefni og vinnslu varðar. Ef manni dettur Hægt að gera mjög hollt úr einföldum hráefnum Einfalt Það er einstaklega auðvelt að útbúa þessi stykki, þau þarf ekki einu sinni að baka. Orkustykki með kókos og trönuberjum - sem ekki þarf að baka 5 dl hafraflögur ½ dl kókoshveiti ½ dl kókosmjöl 50 g smjör 1 tsk. vanilludropar 1 dl hunang, fljótandi 1½ dl kókosolía, fljótandi 1 dl möndlur, smátt saxaðar 1 dl þurrkuð trönuber, söxuð 1. Blandið saman í stórri skál hafraflögum, kókoshveiti og kókosmjöli. 2. Bræðið smjör og blandið saman við vanilludropa, hunang og kókosolíu. 3. Hrærið síðan þurrefnum og vökvablöndu vel saman. 4. Bætið möndlum og trönuberjum saman við. 5. Setjið blönduna í form og þrýstið vel og jafnt niður. 6. Kælið í a.m.k. 2 klukkustundir og skerið í bita. 7. Geymist í lokuðu íláti í kæli. Girnilegar Hollar og góðar múffur eru tilvaldar sem millimál. Haframúffur með banönum og kókos 12 stk. 8 dl hafraflögur 1 dl kókosmjöl 1½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 3 egg 1 dl hunang eða hlynsíróp 2 vel þroskaðir bananar, maukaðir 200 g grísk jógúrt ½ tsk. vanilludropar 1. Hitið ofninn í 200 gráður. 2. Blandið þurrefnum saman í skál. 3. Hrærið egg, hunang, banana, jógúrt og vanilludropa saman í annarri skál. 4. Blandið síðan öllu saman. 5. Skiptið deiginu í múffuform og bakið í 20 mínútur. Mæðgur hjálpast að Rósa og dóttir hennar, Margrét Lovísa, deila áhuganum á matargerð og sú yngri á nokkrar uppskriftir í bókinni. Rósa Guðbjarts sendir frá sér nýja matreiðslubók með áherslu á nesti og millimál. Allar uppskriftirnar eru hollar og einfaldar þannig að stálpaðir krakkar og unglingar eiga auðvelt með að fylgja þeim. í hug að búa til orkustykki þá á það ekki að þýða að maður þurfi að fara út í búð og leita að allskonar skrýtn- um hráefni. Það er hægt að gera mjög hollt úr einföldum hráefnum. Bókin á að höfða til almennings sem vill hafa matarræðið í hollari kantin- um. Það eru engar öfgar.“ Þegar Rósa útbýr mat fyrir fjöl- skylduna reynir hún að nota tiltölu- lega hreint hráefni og kynnir það fyrir börnunum. „Það er mjög gott að fá þau til liðs við sig með því að láta þau hjálpa til að sjá um nestið sitt. Í bókinni eru til dæmis nokkr- ar uppskriftir að orkustykkjum sem þarf ekki einu sinni að baka. Það er mjög þægilegt fyrir krakka. Þau hafa líka bara svo gaman af því að gera þetta.“ …heilsa 6 | amk… LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2016 Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.