Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016 Þegar þú bítur í lærisneiðina á sunnudaginn er gott að hafa í huga að aðrir eru búnir að bíta í hana á und- an þér, hún er nánast hálfétin. Og mjólkurglasið er hálftæmt. Þú ert búin að greiða margfalt fyrir veislu- borðið úr íslenskri náttúru og þótt þú sér venjulegur ókræsilegur ís- lenskur launaþræll sem sniglast um með hús á bakinu, er ekki þar með sagt að matvælaframleiðendur geti ekki gert sér mat úr þér. Nú þegar mikill minnihluti þing- manna hefur skuldbundið okkur til að greiða 140 milljarða til bænda og stórfyrirtækja í landbúnaði og mat- vælaframleiðslu og kjósendur nær ganga af göflunum af æsingi korteri fyrir kosningar, stígur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Fram- sóknarflokksins fram vatnsgreidd- ur í sunnudagafötunum á forsíðu Fréttablaðsins og færir okkur þær fréttir að betra hefði verið að reikna svolítið meira og rannsaka svolítið meira, flýta sér aðeins hægar, áður en búvörusamningarnir voru sam- þykktir. Þegar þessi orð ráðherrans og kurteisleg hjáseta og fjarvera stjórn- arandstæðinga og stjórnarliða sem höfðu verið gagnrýnir á fyrirkomu- lagið eru lögð saman, líður manni eins og í gamalli gátu. Hvernig er hægt að komast yfir ána, í bát, með grimman úlf, lítið lamb og hey- poka? Það er búið að lögfesta samning- ana til tíu ára og ekkert getur breytt því nema bændur sjálfir komist að þeirri niðurstöðu eftir þrjú ár, að annað fyrirkomulag henti þeim bet- ur. En það má telja nær öruggt að það verði ekki ódýrara fyrir hinn almenna borgara. Það er nánast enginn, varla nokk- ur maður á Alþingi, tilbúinn að axla fulla ábyrgð á þessum búvörusamn- ingi. Þegar sjálfur landbúnaðarráð- herrann og fulltrúi bændaflokksins, stígur fram og segir að undirbyggja hefði mátt samninginn betur, hvarflar að manni að veigamestu ákvarðanir löggjafarþingsins séu teknar annars staðar. Er það virðing fyrir almannahags- munum sem vakir fyrir ráðherran- um sem er klemmdur milli tveggja velgjörðarmanna sinna, kaupfélags- stjórans í Skagafirði og formanns Framsóknarflokksins? Kaupfélag Skagfirðinga græðir um milljarð á ári á samningunum en hefur nú snúið baki við Sigmundi Davíð, Kaupfélagið á líka Auðhumlu sem á meirihlutann í MS sem græðir 2,5 milljarða á búvörusamningun- um. Kaupfélagsstjórinn er mettur. En þótt ungir og efnilegir menn úr kjördæminu eigi kaupfélagsstjóran- um allt gott að þakka er ekki hægt að neita því að meginástæða þess að Gunnar Bragi er ekki að afgreiða pylsur og kók á Sauðárkróki, heitir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sneri aftur eins og feitur sauður af fjalli, eft- ir að hafa verið rekinn burt, en nú segir sagan að kaupfélagsstjórinn vilji leiða hann til slátrunar í stað þess að setja hann á. Annar hefur tekið hans stað og sækir nú að for- mennskunni, það er maðurinn sem undirbjó búvörusamningana í fang- ið á Gunnari Braga. Ráðherrann er því ekki að tala við almenning og hann er ekki að tala fyrir almannahagsmunum. Hann er að tala við skjólstæðinga flokks- ins og hvessa sig fyrir vin sinn og velgjörðarmann í aðdraganda próf- kjörs fyrir norðan og flokksþings eft- ir hálfan mánuð. Ráðherrann vill koma því á fram- færi þegar hann og átján aðrir þing- menn hafa skuldbundið okkur til að greiða sem svarar 14 milljörðum á ári og hinir sátu hjá af kurteisis- ástæðum til að spilla ekki stemn- ingunni í boðinu, að það hafi ver- ið eitthvað bogið við málið. Dæmið hafi ekki verið reiknað til fulls. Þessi samningur sem þingmenn og ráðherrar vilja ekki taka ábyrgð á kostar okkur um fjórðung þess sem Alþingi ákveður að þurfi til að reka Landsspítalann á hverju ári. Nú erum við búin að hlusta á grát- bólgnar yfirlýsingar stjórnarand- stæðinga sem sátu hjá, þótt þeir í hjarta sínu vildu gera eitthvað ann- að og þá taka stjórnarliðar við og segjast hafa samþykkt samninginn þótt þeim fyndist málið vanreifað. Þetta er hið svokallaða matvælaör- yggi í boði Framsóknarflokks allra landsmanna. Þegar við kaupum í matinn er mikilvægt að hafa í huga að hluti kostnaðarins við máltíðina, rennur til úlfanna sem hika ekki við að éta litlu lömbin, sem eiga að gæta hags- muna kjósenda, sem í þessu tilfelli eru heypokinn. Saman komumst við ekki yfir ána. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ÚLFUR, LAMB OG HEYPOKINN Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Húrra fyrir Búvörusamningum! Íslenska þjóðarkusan heldur alsæl af stað í safaríka bithaga. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS BOSTON f rá 15.999 kr.* WASHINGTON D.C. f rá 15.999kr.* SAN FRANCISCO f rá 23.499 kr.* LOS ANGELES f rá 24.499 kr.* ÞAÐ ER FLUG Á ÞÉR! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. nóv. - mars okt . - mars nóv.-mars okt .- mars NEW YORK f rá 15.999 kr.* nóv. - mars

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.