Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. september 2016 Vinátta í rakarastólnum Í æsku eru margir áhrifavaldar í lífinu. Ég nefni Þórð Helgason rakarameistara á Skólavörðustíg 17. Honum kynntist ég 14 ára gamall þegar ég fór inn á rakarastof- una hans fyrir tilviljun. Við urðum strax vinir, þrátt fyrir rúmlega 30 ára aldursmun. Alltaf þegar ég kom í klippingu áttum við góðar samræður og fékk ég ávallt góð ráð og úrlausnir frá þessum lífsreynda manni. Hann hafði mikil áhrif á mig og kenndi mér að tileinka mér fordómaleysi, hégómaleysi og umhyggju. Þetta hefur nýst mér vel allt mitt líf og þá sérstaklega á mínum fyrstu árum á vinnumarkaðnum þar sem ég vann á Kópavogshæli og á geðdeild. Það má með sanni segja að hann hafi víkkað sjóndeildar- hring minn og hann hefur allar götur síðan reynst mér sannur vinur, bæði í blíðu og stríðu. Kennarinn sem sigraði hjartað Hún hét Una Guðlaug Sveinsdótt- ir sú góða kona sem tók mig „á ippon“ í Laugarnesskóla septemberdag einn árið 1970. Ég var yngst af sjö systkinum, örverpi og örvhent í þokkabók. Ég þráði að komast í skóla og var innrituð í Laugarnesskóla þar sem ég komst í hendurnar á Unu kennara og það var ást við fyrstu sýn. Hún leit út eins og amma í skóginum með hálfgleraugu og grátt hár og hlátur í augunum. Sex ára krakkar árið 1970 voru náttúrulega margir og misjafnir. Sumir kunnu ekki stafina en aðrir (les- ist: ég) voru farnir að lesa Öldina okkar og Bangsímon. Stofunni í gamla hluta Laugarnesskóla skipti Una í margar minni stofur með bylgjupappa og stundaði einstaklingsmiðaða lestrar- kennslu áður en það hugtak varð til. Á leið í morgunsöng leiddi hún hópinn í gegnum komp- una þar sem allir lokuðu augun- um út af beina- grindinni sem þar var geymd. Hún steikti líka kleinur og bauð okkur heim. Ég legg ekki meira á ykkur. Fyrsta fyrirmyndin sem ég valdi mér Heimilið og fjöl- skyldan móta alla reynslu barnsins á fyrstu árunum. Síðan einn daginn kemur einhver inn í líf barnsins sem víkkar sjóndeildar- hringinn og hefur áhrif á þroska þess. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er stundum sagt og þá er oft sagt að þessi hugs- un eigi uppruna sinn í þorpum Afr- íku. Kannski erum við búin að gleyma þessum einfalda sannleika og þeim miklu áhrifum sem velviljað fólk getur haft á þroska eintaklingsins. Fréttatíminn hafði samband við nokkra aðila og bað þá um sögur af fullorðna fólkinu sem mótaði barnið og varð því fyrir- mynd. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Róbert Gunnarsson, matreiðslu - maður á kaffistofu Samhjálpar. Sólveig Ólafsdóttir, húsmóðir í Vesturbænum. Framtíðarpoppstjarnan á Sólvallagötunni Fyrsti maðurinn sem ég kynntist utan minnar fjöl- skyldu og hafði þegar töluverð áhrif á mig var Páll Óskar Hjálmtýsson, það er ekki flóknara en það. Við vor- um nágrannar á okkar ást- kæru Sólvallagötu, vöggu menningar og lista í Vest- urbænum, árin 1974 til 1981 og ég fékk að njóta þess heiðurs að kynnast þeim stóra systkinahópi að hluta þegar Hanna Steina, eða Jóhanna Steinunn eins og hún heitir í þjóðskrá, pass- aði mig barnungan og óvit- andi um lífið og tilveruna. Páll Óskar bróðir hennar fylgdi gjarnan með í pöss- uninni og á þessum árum tókust með okkur bönd sem fáir geta skýrt og enn færri muna nokkuð eftir. Þrátt fyrir að við Páll sjálfir munum þessar stundir ekki í smáatriðum höfum við gjarnan tekið spjall þegar við hittumst á förnum vegi og þá reynt að rifja upp stundirnar góðu á Sólvallagötunni, nú síðast þegar ég var dyravörður á Nelly‘s heitnum og hann að spila þar um verslunarmannahelgina 2001. Takk fyrir allt Palli! Að læra að vinna Þegar ég var á fermingaraldri fór ég til vinnu hjá fiskverk- un GSR á Reyðarfirði, þar sem ég ólst upp. Ég hugsa strax til fólksins þar sem kenndi mér að vinna. Yfirverkstjórinn var Hjalti Bendiktsson og þarna voru líka Gísli í Brekku og Guðný í Garði og Eva Vilhjálmsdóttir. Þetta var allt glaðlegt og gott fólk, en maður átti greinilega að vera að og vera duglegur. Þetta fólk vann þarna allan ársins hring og þau tóku síðan á móti okkur, galsafullum skólakrökkum, á sumrin. Þegar bjallan hringdi til vinnu að morgni dags og eftir kaffihlé átti maður ekki að standa upp og fara að klæða sig, heldur vera tilbúinn að hefjast handa. Þetta var okkur gert ljóst strax á fyrsta degi á skýran og ákveðinn máta. Okkur var líka gert ljóst að það var ekk- ert endilega sjálfsagt að hafa vinnu. Atli Steinn Guðmundsson, starfsmaður hjá NorSea. Vigfús M. Vigfússon, vörustjóri hjá Sjóvá. „Einn daginn áttaði ég mig á því að ég kunni ensku og heimurinn stækkaði.“ - Guðmundur Eggert Finnsson. Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.