Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 37

Fréttatíminn - 17.09.2016, Blaðsíða 37
með svolítið óhefðbunda kyntján- ingu vorum auðveldur skotspónn. Þetta grasseraði alveg í skólanum.“ María klæddist gjarnan fötum sem skilgreind voru sem strákaföt þegar hún var yngri. Fannst þau einfaldlega flottari og leið best í þeim. Skólafélagar hennar voru hins vegar ekki sammála. „Það er til bekkjarmynd af mér frá því í fjórða bekk þar sem ég er í skyrtu með bindi, en ég mætti gagngert þannig í skólann fyrir myndatökuna. Fjöl- skyldan mín var samt alveg æðisleg hvað þetta varðaði. Ég fékk bara öll gömlu fötin af frændum mínum og það var ekkert tiltökumál.“ Lögð í blússandi einelti Óhefðbundinn klæðaburður Maríu gerði hana að auðveldu skot- marki skólafélaganna sem nídd- ust á henni og lögðu í einelti. „Ég var lögð í blússandi einelti í mörg ár í grunnskóla, meðal annars út af þessu. En svona reynsla kennir manni ýmislegt. Ég tengi til dæmis mjög sterkt við og upplifi samkennd með öðrum hópum innan hinsegin samfélagsins, til dæmis transfólki. Aðkastið sem ég varð fyrir í grunn- skóla spannaði alla flóruna. Það var lessa, kynskiptingur, klæðskipting- ur og bara allur pakkinn. Ég finn því fyrir skyldleika við aðra hópa hvað varðar aðkast og útskúfun,“ útskýrir hún. Það tók langan tíma að ráða niðurlögum eineltisins sem María varð fyrir í grunnskóla og það var í raun ekki fyrr en hún hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð að hún fékk að blómstra sem hún sjálf. „Að komast upp úr grunnskóla í nýtt umhverfi gaf mér þetta ferska start sem ég þurfti. Ég kunni rosa- lega vel við mig í MH. Þar fékk ég líka tækifæri til að gera breytingar á sjálfri mér sem ég hafði ekki feng- ið tækifæri til fram að því. Maður festist líka í ákveðnu hegðunar- mynstri þegar maður er alltaf að skilgreina sig í andstöðu við þá sem eru í kringum mann. Stundum þarf maður bara að koma á nýjan stað sem óræð stærð og finna sér nýtt pláss. Það fékk ég tvímælalaust í framhaldsskóla.“ commaIceland Smáralind LÁTTU TAKA EFTIR ÞÉR kr. 9.900- TOPPUR ht.is 1400sn þvottavél 8kg ZEN Aðkastið sem ég varð fyrir í grunnskóla spannaði alla flóruna. Það var lessa, kynskiptingur, klæðskiptingur og bara allur pakkinn. Ég finn því fyrir skyldleika við aðra hópa hvað varðar aðkast og útskúfun“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.